Innlent

Lyfjum stolið frá Íslenskum Aðalverktökum

Nanna Elisa Jakobsdóttir skrifar
Lögreglan á Suðurnesjum
Lögreglan á Suðurnesjum Fréttablaðið/Vilhelm
Brotist var inn í Innileikjagarðinum að Ásbrú í Reykjanesbæ í vikunni og tíu þúsund krónum stolið úr peningakassa. Peningarnir lágu í kassa þar sem gjald fyrir útleigu á húsinu er geymt. Lögreglan á Suðurnesjum fór á staðinn.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist, fyrir rúmri viku átti sama atvik sér stað. En þá var upphæðin lægri eða um 5000 krónur. Í millitíðinni var skipt um lás að húsinu.

Einnig var lögreglu á Suðurnesjum tilkynnt um innbrot í bifreið. Þjófurinn komst inn með því að spenna upp hliðarhurð á bílnum og stal sá hinn sami ýmsum paintball varningi. Sex eða sjö paintball grímum stolið og sex kössum af paintball kúlum.

Íslenskir aðalverktakar í Höfnum urðu einnig fyrir barði innbrotsþjófa en þaðan var stolið einhverju magni af lyfjum.

Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar málin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×