Sprengja frá síðari heimstyrjöldinni í Eldey Hugrún Halldórsdóttir skrifar 14. janúar 2013 19:49 Tortryggilegur hlutur sem fannst í Eldey um helgina er talinn vera sprengja frá stríðsárunum og rannsakar sprengjudeild Landhelgisgæslunnar nú myndir af fundinum. Sigurður Harðarson fór um helgina í sína áttundu ferð til Eldeyjar, einnar stærstu súlubyggðar í Evrópu, til að yfirfara myndavélabúnað fyrir sumarið. Þegar allt var hins vegar klappað og klárt kom í ljós að fluginu heim hafði seinkað. „Þyrlan þurfti að fara í sjúkraflug þannig að þeir sögðu að þeir myndu gefa okkur klukkutíma, einn og hálfan í viðbót og þá notuðum við tímann til að rölta um eyjuna. Aðstoðarmenn mínir, myndatökumaður frá ykkur og sonur hans, þeir fundu þessa sprengju, sem við höldum að sé sprengja, það hátt frá sjó að hún hefur ekki komið nema úr lofti," segir Sigurður. Hvaðan heldurðu að hún komi? „Ég heyrði í gamla daga að herinn notaði Eldey sem skotmark og það er spurning hvort að þetta sé það." Þeir félagar höfðu samband við sprengjudeild landhelgisgæslunnar og til stóð að mannskapur frá henni kæmi með þyrlunni út í eyna en ákveðið var að bíða með ferðina um sinn, fyrst yrðu myndirnar af þessum tortryggilega hlut yfirfarnar. „Svo meta þeir bara hvort að þetta sé eitthvað sem þarf að gera. Kannski gera þeir hana óvirka á staðnum en ég hef ekki trú á að þeir flytji hana neitt. Hún er þannig staðsett, það er mjög erfitt. Þeir verða að finna út úr því, ég treysti þeim til þess." Bannað er að fara út í eyna án leyfis og enginn má fara þangað eftir að súlan kemur. Sprengjudeildin verður að hafa hraðar hendur ef hún vill fá botn í málið á næstunni því fuglarnir hafa komið tvö ár í röð í hádeginu þann 22.janúar. „Það er tilviljun að ég veit það. Ég var í sambandi við vélarnar og sá engan fugl fyrir hádegi, en rétt eftir hádegi þá var eyjan þakin í bæði skiptin sko, alveg fullt af fugli," segir Sigurður á morgun. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Sjá meira
Tortryggilegur hlutur sem fannst í Eldey um helgina er talinn vera sprengja frá stríðsárunum og rannsakar sprengjudeild Landhelgisgæslunnar nú myndir af fundinum. Sigurður Harðarson fór um helgina í sína áttundu ferð til Eldeyjar, einnar stærstu súlubyggðar í Evrópu, til að yfirfara myndavélabúnað fyrir sumarið. Þegar allt var hins vegar klappað og klárt kom í ljós að fluginu heim hafði seinkað. „Þyrlan þurfti að fara í sjúkraflug þannig að þeir sögðu að þeir myndu gefa okkur klukkutíma, einn og hálfan í viðbót og þá notuðum við tímann til að rölta um eyjuna. Aðstoðarmenn mínir, myndatökumaður frá ykkur og sonur hans, þeir fundu þessa sprengju, sem við höldum að sé sprengja, það hátt frá sjó að hún hefur ekki komið nema úr lofti," segir Sigurður. Hvaðan heldurðu að hún komi? „Ég heyrði í gamla daga að herinn notaði Eldey sem skotmark og það er spurning hvort að þetta sé það." Þeir félagar höfðu samband við sprengjudeild landhelgisgæslunnar og til stóð að mannskapur frá henni kæmi með þyrlunni út í eyna en ákveðið var að bíða með ferðina um sinn, fyrst yrðu myndirnar af þessum tortryggilega hlut yfirfarnar. „Svo meta þeir bara hvort að þetta sé eitthvað sem þarf að gera. Kannski gera þeir hana óvirka á staðnum en ég hef ekki trú á að þeir flytji hana neitt. Hún er þannig staðsett, það er mjög erfitt. Þeir verða að finna út úr því, ég treysti þeim til þess." Bannað er að fara út í eyna án leyfis og enginn má fara þangað eftir að súlan kemur. Sprengjudeildin verður að hafa hraðar hendur ef hún vill fá botn í málið á næstunni því fuglarnir hafa komið tvö ár í röð í hádeginu þann 22.janúar. „Það er tilviljun að ég veit það. Ég var í sambandi við vélarnar og sá engan fugl fyrir hádegi, en rétt eftir hádegi þá var eyjan þakin í bæði skiptin sko, alveg fullt af fugli," segir Sigurður á morgun.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Sjá meira