Innlent

Jón Bjarnason hættur í öllum nefndum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jón Bjarnason, fyrrverandi landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra á ekki lengur sæti í utanríkismálanefnd Alþingis. Hann á ekki heldur sæti í efnhags- og viðskiptanefnd Alþingis.

Jón var fulltrúi í báðum nefndum þangað til í dag. Hann hafði á dögunum gert samkomulag við fulltrúa Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálanefnd um að hann myndi styðja þingsályktunartillögu um að aðildarviðræðum við Evrópusambandið yrði hætt þangað til að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi aðildarviðræður færi fram.

Í dag sendi ríkisstjórnin svo frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að ákveðið er að hægt verði á öllu aðildarviðræðuferlinu fram að kosningum og engir nýir kaflar opnaðir.

Auk breytinganna sem gerðar voru á högum Jóns urðu einnig breytingar vegna brotthvarfs Guðfríðar Lilju Grétarsdóttir af þingi. Hún tilkynnti um áramótin að hún myndi ekki sitja lengur á þingi.

Vísr hefur hvorki náð tali af Jóni Bjarnasyni né Árna Þór Sigurðssyni, þingflokksformanni VG, til að spyrja út í breytingarnar á högum þess fyrrnefnda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×