Lífið

Brasilísk kjötkveðjuhátíð í beinni á Íslandi

Tinna Rós Steinsdóttir skrifar
Rejane og vinkonur hennar eru þegar byrjaðar að koma sér í gírinn fyrir kjötkveðjuhátíðina. Hér eru þær Luciene Rodrigues Ferreira, Rasangela Santanada Silva, Rejane og Adda Nari Silva. Fréttablaðið/Anton
Rejane og vinkonur hennar eru þegar byrjaðar að koma sér í gírinn fyrir kjötkveðjuhátíðina. Hér eru þær Luciene Rodrigues Ferreira, Rasangela Santanada Silva, Rejane og Adda Nari Silva. Fréttablaðið/Anton
„Það eru margir Brasilíumenn á Íslandi svo okkur fannst vera kominn tími til að stofna samfélag okkar á milli og kynna landið okkar og menningu fyrir þeim sem hafa áhuga á," segir Rejane Santana DaSilva, formaður Brasilíufélagsins á Íslandi.

Félagið var stofnað nú í október og er öllum velkomið að ganga í það. Félagið heldur sinn fyrsta viðburð, kjötkveðjuhátíð, á Klassik Rokk Bar, Ármúla 5, þann 9. febrúar næstkomandi.

„Þann dag fer hátíðin af stað úti og við verðum með beina útsendingu frá hátíðahöldunum á þremur stórum tjöldum. Þar að auki verðum við með söngatriði, dansatriði og alls kyns skemmtun. Brasilíumenn eru þekktir fyrir að kunna að skemmta sér og öðrum og við ætlum svo sannarlega að standa undir nafni," segir Rejane.

Á hátíðinni verður boðið upp á brasilískan mat og kökur en aðgangseyrir er þó aðeins 2.000 krónur og allt innifalið. „Við mælum með að fólk mæti í litríkum og skemmtilegum klæðnaði, til dæmis ætlar íslenskur vinur minn að fara í dragg. Ég vil ekki að hann verði einmana og vona því að fleiri draggdrottingar láti sjái sig," segir Rejane, en hún hefur búið á Íslandi í ein sex ár og er gift íslenskum manni, Stefáni Þorgrímssyni, sem kom einnig að stofnun félagsins.

Saman eiga þau tvo syni, þriggja og sex ára. Nánari upplýsingar eru á Facebook-síðu félagsins






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.