Íslendingur rekur VIP þjónustu í London Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 31. janúar 2013 09:30 Unnar Helgi Daníelsson Beck stofnaði skemmtanaþjónustuna Reykjavík Rocks í maí 2011, þar sem þjónustan snérist um að fara með útlendinga á helstu skemmtistaði borgarinnar. Reksturinn gekk eins og í sögu, en viðskiptavinir hans voru m.a. stórstjörnur á borð við Sean Parker, Sean Lennon, Liv Tyler og Busta Rhymes. Í byrjun þessa árs ákvað hann að færa út kvíarnar, fluttist til London og rekur þar London Rocks.,,Ég tók spontant ákvörðun um að fara til London og láta reyna á þetta þar í byrjun janúar. Við erum auðvitað bara á byrjunarstigi núna en það getur verið mikil vinna að fá réttu kontaktana í svona stórri borg eins og London er. Þetta gengur nú samt vonum framar. Það það eru strax mjög þekktir einstaklingar orðnir möguleikir viðskiptavinir, t.d. Busta Rhymes sem nýtti sér þjónustu Reykjavík Rocks og einnig hefur Chris Brown sýnt okkur áhuga", segir Unnar.Kate Moss sést yfirgefa skemmtistaðinn The Box, en þangað fer Unnar með viðskiptavini sína.Unnar vill bjóða Íslendingum sem eiga leið um London að nýta sér þjónustuna og skoða skemmtanalífið þar með sér, það geti nefnilega verið mjög erfitt og tímafrekt að finna réttu staðina til að fara á þekki maður borgina ekki. Hann segist sjálfur hafa búið í london um tíma árið 2009 og aldrei vitað almennilega hvert best væri að fara. Unnar segir staðina sem hann fer á með London Rocks ekkert slor. Meðal þeirra er The Box, VIP skemmtistaður sem stjörnur eins og Kate Moss, Emma Watson og Snoop Dogg sækja reglulega.The Box.,,Ég var mega heppin að hafa gert þennan díl við the The Box, þetta er eiginlega alveg fáránlega stórt dæmi. Það er rosalega erfitt að fá aðgang til að fara inn og vinur minn sem er umboðsmaður hérna úti hefur t.d bara komist inn einu sinni. Ég fangaði athygli konunnar sem sér um staðinn fyrir að vera í áberandi jakka eftir íslenska hönnuðinn MUNDA og þannig komst ég í kynni við rétta fólkið. Þessi jakki dregur alla að manni í London, enda fáránlega mikill töffarajakki".Línan sem Mundi sýndi á Reykjavík Fashion Festival í fyrra. Föt hans draga að sér athygli og vekja mikla lukku um heim allan, en Unnar segir jakka frá Munda hafa skapað stórt tækifæri fyrir hann.Unnar segir viðbrögðin við London Rocks hafa verið vonum framar og hlutina gerst hratt. Meðal annars hefur vinur Unnars sem er meðlimur í popphljómsveitinni Black Eyed Peas verið að kynna starfsemina fyrir mögulegum viðskiptavinum, svo það er augljóst að Unnar er vel tengdur. Hann hugsar stórt og er stefnan tekin á að stofna samskonar þjónustu í Berlín og New York á næstu árum.Unnar í jakkanum góða.Þeir sem eiga leið um London og hafa áhuga á að taka þátt í ævintýrum Unnars með London Rocks geta haft samband við hann á unnar@reykjavikrocks.is eða á facebook.Rapparinn Busta Rhymes er einn viðskiptavina Reykjavík - og London Rocks. Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Unnar Helgi Daníelsson Beck stofnaði skemmtanaþjónustuna Reykjavík Rocks í maí 2011, þar sem þjónustan snérist um að fara með útlendinga á helstu skemmtistaði borgarinnar. Reksturinn gekk eins og í sögu, en viðskiptavinir hans voru m.a. stórstjörnur á borð við Sean Parker, Sean Lennon, Liv Tyler og Busta Rhymes. Í byrjun þessa árs ákvað hann að færa út kvíarnar, fluttist til London og rekur þar London Rocks.,,Ég tók spontant ákvörðun um að fara til London og láta reyna á þetta þar í byrjun janúar. Við erum auðvitað bara á byrjunarstigi núna en það getur verið mikil vinna að fá réttu kontaktana í svona stórri borg eins og London er. Þetta gengur nú samt vonum framar. Það það eru strax mjög þekktir einstaklingar orðnir möguleikir viðskiptavinir, t.d. Busta Rhymes sem nýtti sér þjónustu Reykjavík Rocks og einnig hefur Chris Brown sýnt okkur áhuga", segir Unnar.Kate Moss sést yfirgefa skemmtistaðinn The Box, en þangað fer Unnar með viðskiptavini sína.Unnar vill bjóða Íslendingum sem eiga leið um London að nýta sér þjónustuna og skoða skemmtanalífið þar með sér, það geti nefnilega verið mjög erfitt og tímafrekt að finna réttu staðina til að fara á þekki maður borgina ekki. Hann segist sjálfur hafa búið í london um tíma árið 2009 og aldrei vitað almennilega hvert best væri að fara. Unnar segir staðina sem hann fer á með London Rocks ekkert slor. Meðal þeirra er The Box, VIP skemmtistaður sem stjörnur eins og Kate Moss, Emma Watson og Snoop Dogg sækja reglulega.The Box.,,Ég var mega heppin að hafa gert þennan díl við the The Box, þetta er eiginlega alveg fáránlega stórt dæmi. Það er rosalega erfitt að fá aðgang til að fara inn og vinur minn sem er umboðsmaður hérna úti hefur t.d bara komist inn einu sinni. Ég fangaði athygli konunnar sem sér um staðinn fyrir að vera í áberandi jakka eftir íslenska hönnuðinn MUNDA og þannig komst ég í kynni við rétta fólkið. Þessi jakki dregur alla að manni í London, enda fáránlega mikill töffarajakki".Línan sem Mundi sýndi á Reykjavík Fashion Festival í fyrra. Föt hans draga að sér athygli og vekja mikla lukku um heim allan, en Unnar segir jakka frá Munda hafa skapað stórt tækifæri fyrir hann.Unnar segir viðbrögðin við London Rocks hafa verið vonum framar og hlutina gerst hratt. Meðal annars hefur vinur Unnars sem er meðlimur í popphljómsveitinni Black Eyed Peas verið að kynna starfsemina fyrir mögulegum viðskiptavinum, svo það er augljóst að Unnar er vel tengdur. Hann hugsar stórt og er stefnan tekin á að stofna samskonar þjónustu í Berlín og New York á næstu árum.Unnar í jakkanum góða.Þeir sem eiga leið um London og hafa áhuga á að taka þátt í ævintýrum Unnars með London Rocks geta haft samband við hann á unnar@reykjavikrocks.is eða á facebook.Rapparinn Busta Rhymes er einn viðskiptavina Reykjavík - og London Rocks.
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira