Lífið

KR-stúlkur í kvikmyndaþema

Freyr Bjarnason skrifar
Kvennaráð KR vill að kvennaboltanum sé betur sinnt. Plakat í anda Django Unchained hefur vakið athygli.
Kvennaráð KR vill að kvennaboltanum sé betur sinnt. Plakat í anda Django Unchained hefur vakið athygli.

„Við viljum að stúlkunum verði gert jafnhátt undir höfði og strákunum,“ segir Margrét Hafsteinsdóttir hjá nýstofnuðu kvennaráði KR í fótbolta.

Kvennaráðið ætlar að láta búa til átta auglýsingaplaköt í sumar með kvikmyndaþema þar sem leikmenn meistaraflokks KR í kvennaboltanum sitja fyrir. Nú þegar hafa verið gerð tvö plaköt, þar af eitt í anda myndarinnar Django Unchained. Einnig verður gert myndband þar þjóðþekktir einstaklingar koma við sögu.

Allir sem tengjast plakötunum og myndbandinu eru í sjálfboðavinnu. Ljósmyndarinn Ari Magg, förðunarmeistarinn Fríða María Harðardóttir og þeir Samúel Bjarki Pétursson og Gunnar Ólafsson hjá framleiðslufyrirtækinu True North eru á meðal þeirra sem leggja sitt af mörkum.

„Við vorum nokkrir foreldrar sem tókum okkur saman eftir spjall um hversu lítið okkur fannst kvennaknattspyrnunni sinnt. Þetta byrjaði sem lítill bolti sem tók að rúlla,“ segir Margrét. „Stjórn KR tók okkur vel og okkur var strax fenginn ákveðinn sess innan félagsins. Það er ekki í mörgum félögum þar sem er haldið eins heilsteypt utan um þessi mál.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.