Lífið

Rófubeinsbrot í gæsun Svölu Björgvins

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Einar Egilsson og Svala Björgvinsdóttir ganga að eiga hvort annað á laugardaginn næstkomandi. Vísir/Valli
Einar Egilsson og Svala Björgvinsdóttir ganga að eiga hvort annað á laugardaginn næstkomandi. Vísir/Valli
Svala Björgvinsdóttir mun ganga að eiga unnusta sinn, Einar Egilsson tónlistarmann, þann 27. júlí næstkomandi.

Einar og Svala hafa verið saman í tæp tuttugu ár.

„Við erum búin að búa saman síðan janúar 2002 en byrjuðum að vera saman árið 1994. Það var kominn tími á að gifta sig,“ segir Svala létt í bragði.

Foreldrar brúðhjónanna tilvonandi hafa lagt þeim lið við skipulagningu veislunnar og hefur tengdafaðir brúðarinnar meðal annars annast skipulagningu brúðkaupsins.

„Þau hafa verið að skipuleggja þetta með okkur og við hefðum aldrei getað haldið brúðkaup og planað það án þeirra,“ segir Svala.

Svala var gæsuð á laugardaginn síðastliðinn af vinkonum sínum en þar á meðal voru þær Rebekka Jónsdóttir, betur þekkt sem fatahönnuðurinn REY, og Margrét Gauja Magnúsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar.

Heimildir Vísis herma að vel hafi farið á með vinkonunum, sem skemmtu sér í Hallargarðinum í Reykjavík og fóru á svokallaðar Segway-skutlur svo eitthvað sé nefnt.

Það fór þó ekki betur en svo að ein vinkonan í hópnum, Dröfn Ösp Snorradóttir-Rozas pistlahöfundur, datt af skutlunni og rófubeinsbrotnaði í miðri gæsun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.