Hún er miklu betri en ég Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2013 06:00 Mæðgurnar Gunnur Sveinsdóttir og Þórey Anna Ásgeirsdóttir. Fréttablaðið/Valli Gunnur Sveinsdóttir er 32 ára gömul, sem þykir ekki mikið í boltanum í dag, en hún náði því samt að spila við hlið dóttur sinnar, Þóreyjar Önnu Ásgeirsdóttur, í bikarsigri FH á Fylki á miðvikudagskvöld. Slíkt gerist ekki á hverjum degi og hvað þá að þær skyldu báðar skora mark í leiknum. Þórey Anna er bara fimmtán ára og strax komin í stórt hlutverk hjá FH þar sem móðir hennar hefur spilað, með smá hléum, í meira en áratug. „Þetta var rosa stuð. Þetta er eitthvað sem ég hélt að myndi aldrei gerast. Þetta var mjög skrýtið en gaman að geta gert þetta," segir Gunnur. Þórey Anna hefur skorað 23 mörk í 9 fyrstu leikjum tímabilsins. „Hún er mjög efnileg," segir Gunnur. Eru þær ólíkir leikmenn? „Já, það erum við. Hún er örvhent og ég er rétthent. Hún er miklu betri en ég," segir Gunnur sem segist aðallega vera varnarmaður. „Hún er með allt til að verða rosa góð. Hún fær líka góð ráð því hún er í mikilli handboltaætt," segir Gunnur létt. Þær spiluðu nær allan leikinn, Gunnur í vörn og Þórey í hægra horni. „Ég hugsaði með mér að ef ég gerði þetta ekki núna þá gerðist þetta ekki. Þá sér maður örugglega eftir því eftir tíu ár og hugsar: „Af hverju dreif ég mig ekki?"," segir Gunnur en hún er nýbúin að eignast sitt þriðja barn. „Þórey fór með liðinu í æfingaferð til Þýskalands og kom þjálfurunum svolítið á óvart. Hún stóð sig vel og komst í meistaraflokk. Ég átti náttúrulega ekkert von á henni í meistaraflokk strax og hvað þá að hún fengi að spila svona mikið," segir Gunnur. „Ég var bara í einhverri mömmuleikfimi að reyna að koma mér í gang. Þess vegna dreif ég mig af stað núna og ætla bara að klára þetta með þeim svo lengi sem skrokkurinn leyfir," segir Gunnur. En á hún ekki bara mörg ár eftir? „Þetta er bara tímaspursmál þegar maður er komin með þrjú börn og karlinn alltaf að kenna golf," skýtur Gunnur létt á eiginmanninn. „Ég á góða mömmu og hún hjálpar þvílíkt til," segir Gunnur. Hvernig tekur táningurinn því að vera með mömmu sinni á æfingum? „Henni finnst þetta svolítið skrýtið. Hún er á svolítið viðkvæmum aldri og finnst mamma sín mjög hallærisleg. Þegar hún verður eldri þá hugsar hún kannski til baka og að þetta hafi verið gaman," segir Gunnur sem passar sig að vera ekki með „mömmustæla" á æfingum. „Ég tel það vera best að við séum ekki að skipta okkur hvor af annarri á æfingum. Ég kem bara fram við hana eins og leikmann og samherja," segir Gunnur létt að lokum. Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir Alfreð í undanúrslit eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Sjá meira
Gunnur Sveinsdóttir er 32 ára gömul, sem þykir ekki mikið í boltanum í dag, en hún náði því samt að spila við hlið dóttur sinnar, Þóreyjar Önnu Ásgeirsdóttur, í bikarsigri FH á Fylki á miðvikudagskvöld. Slíkt gerist ekki á hverjum degi og hvað þá að þær skyldu báðar skora mark í leiknum. Þórey Anna er bara fimmtán ára og strax komin í stórt hlutverk hjá FH þar sem móðir hennar hefur spilað, með smá hléum, í meira en áratug. „Þetta var rosa stuð. Þetta er eitthvað sem ég hélt að myndi aldrei gerast. Þetta var mjög skrýtið en gaman að geta gert þetta," segir Gunnur. Þórey Anna hefur skorað 23 mörk í 9 fyrstu leikjum tímabilsins. „Hún er mjög efnileg," segir Gunnur. Eru þær ólíkir leikmenn? „Já, það erum við. Hún er örvhent og ég er rétthent. Hún er miklu betri en ég," segir Gunnur sem segist aðallega vera varnarmaður. „Hún er með allt til að verða rosa góð. Hún fær líka góð ráð því hún er í mikilli handboltaætt," segir Gunnur létt. Þær spiluðu nær allan leikinn, Gunnur í vörn og Þórey í hægra horni. „Ég hugsaði með mér að ef ég gerði þetta ekki núna þá gerðist þetta ekki. Þá sér maður örugglega eftir því eftir tíu ár og hugsar: „Af hverju dreif ég mig ekki?"," segir Gunnur en hún er nýbúin að eignast sitt þriðja barn. „Þórey fór með liðinu í æfingaferð til Þýskalands og kom þjálfurunum svolítið á óvart. Hún stóð sig vel og komst í meistaraflokk. Ég átti náttúrulega ekkert von á henni í meistaraflokk strax og hvað þá að hún fengi að spila svona mikið," segir Gunnur. „Ég var bara í einhverri mömmuleikfimi að reyna að koma mér í gang. Þess vegna dreif ég mig af stað núna og ætla bara að klára þetta með þeim svo lengi sem skrokkurinn leyfir," segir Gunnur. En á hún ekki bara mörg ár eftir? „Þetta er bara tímaspursmál þegar maður er komin með þrjú börn og karlinn alltaf að kenna golf," skýtur Gunnur létt á eiginmanninn. „Ég á góða mömmu og hún hjálpar þvílíkt til," segir Gunnur. Hvernig tekur táningurinn því að vera með mömmu sinni á æfingum? „Henni finnst þetta svolítið skrýtið. Hún er á svolítið viðkvæmum aldri og finnst mamma sín mjög hallærisleg. Þegar hún verður eldri þá hugsar hún kannski til baka og að þetta hafi verið gaman," segir Gunnur sem passar sig að vera ekki með „mömmustæla" á æfingum. „Ég tel það vera best að við séum ekki að skipta okkur hvor af annarri á æfingum. Ég kem bara fram við hana eins og leikmann og samherja," segir Gunnur létt að lokum.
Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir Alfreð í undanúrslit eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Sjá meira