Hún er miklu betri en ég Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2013 06:00 Mæðgurnar Gunnur Sveinsdóttir og Þórey Anna Ásgeirsdóttir. Fréttablaðið/Valli Gunnur Sveinsdóttir er 32 ára gömul, sem þykir ekki mikið í boltanum í dag, en hún náði því samt að spila við hlið dóttur sinnar, Þóreyjar Önnu Ásgeirsdóttur, í bikarsigri FH á Fylki á miðvikudagskvöld. Slíkt gerist ekki á hverjum degi og hvað þá að þær skyldu báðar skora mark í leiknum. Þórey Anna er bara fimmtán ára og strax komin í stórt hlutverk hjá FH þar sem móðir hennar hefur spilað, með smá hléum, í meira en áratug. „Þetta var rosa stuð. Þetta er eitthvað sem ég hélt að myndi aldrei gerast. Þetta var mjög skrýtið en gaman að geta gert þetta," segir Gunnur. Þórey Anna hefur skorað 23 mörk í 9 fyrstu leikjum tímabilsins. „Hún er mjög efnileg," segir Gunnur. Eru þær ólíkir leikmenn? „Já, það erum við. Hún er örvhent og ég er rétthent. Hún er miklu betri en ég," segir Gunnur sem segist aðallega vera varnarmaður. „Hún er með allt til að verða rosa góð. Hún fær líka góð ráð því hún er í mikilli handboltaætt," segir Gunnur létt. Þær spiluðu nær allan leikinn, Gunnur í vörn og Þórey í hægra horni. „Ég hugsaði með mér að ef ég gerði þetta ekki núna þá gerðist þetta ekki. Þá sér maður örugglega eftir því eftir tíu ár og hugsar: „Af hverju dreif ég mig ekki?"," segir Gunnur en hún er nýbúin að eignast sitt þriðja barn. „Þórey fór með liðinu í æfingaferð til Þýskalands og kom þjálfurunum svolítið á óvart. Hún stóð sig vel og komst í meistaraflokk. Ég átti náttúrulega ekkert von á henni í meistaraflokk strax og hvað þá að hún fengi að spila svona mikið," segir Gunnur. „Ég var bara í einhverri mömmuleikfimi að reyna að koma mér í gang. Þess vegna dreif ég mig af stað núna og ætla bara að klára þetta með þeim svo lengi sem skrokkurinn leyfir," segir Gunnur. En á hún ekki bara mörg ár eftir? „Þetta er bara tímaspursmál þegar maður er komin með þrjú börn og karlinn alltaf að kenna golf," skýtur Gunnur létt á eiginmanninn. „Ég á góða mömmu og hún hjálpar þvílíkt til," segir Gunnur. Hvernig tekur táningurinn því að vera með mömmu sinni á æfingum? „Henni finnst þetta svolítið skrýtið. Hún er á svolítið viðkvæmum aldri og finnst mamma sín mjög hallærisleg. Þegar hún verður eldri þá hugsar hún kannski til baka og að þetta hafi verið gaman," segir Gunnur sem passar sig að vera ekki með „mömmustæla" á æfingum. „Ég tel það vera best að við séum ekki að skipta okkur hvor af annarri á æfingum. Ég kem bara fram við hana eins og leikmann og samherja," segir Gunnur létt að lokum. Mest lesið Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Fleiri fréttir Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Sjá meira
Gunnur Sveinsdóttir er 32 ára gömul, sem þykir ekki mikið í boltanum í dag, en hún náði því samt að spila við hlið dóttur sinnar, Þóreyjar Önnu Ásgeirsdóttur, í bikarsigri FH á Fylki á miðvikudagskvöld. Slíkt gerist ekki á hverjum degi og hvað þá að þær skyldu báðar skora mark í leiknum. Þórey Anna er bara fimmtán ára og strax komin í stórt hlutverk hjá FH þar sem móðir hennar hefur spilað, með smá hléum, í meira en áratug. „Þetta var rosa stuð. Þetta er eitthvað sem ég hélt að myndi aldrei gerast. Þetta var mjög skrýtið en gaman að geta gert þetta," segir Gunnur. Þórey Anna hefur skorað 23 mörk í 9 fyrstu leikjum tímabilsins. „Hún er mjög efnileg," segir Gunnur. Eru þær ólíkir leikmenn? „Já, það erum við. Hún er örvhent og ég er rétthent. Hún er miklu betri en ég," segir Gunnur sem segist aðallega vera varnarmaður. „Hún er með allt til að verða rosa góð. Hún fær líka góð ráð því hún er í mikilli handboltaætt," segir Gunnur létt. Þær spiluðu nær allan leikinn, Gunnur í vörn og Þórey í hægra horni. „Ég hugsaði með mér að ef ég gerði þetta ekki núna þá gerðist þetta ekki. Þá sér maður örugglega eftir því eftir tíu ár og hugsar: „Af hverju dreif ég mig ekki?"," segir Gunnur en hún er nýbúin að eignast sitt þriðja barn. „Þórey fór með liðinu í æfingaferð til Þýskalands og kom þjálfurunum svolítið á óvart. Hún stóð sig vel og komst í meistaraflokk. Ég átti náttúrulega ekkert von á henni í meistaraflokk strax og hvað þá að hún fengi að spila svona mikið," segir Gunnur. „Ég var bara í einhverri mömmuleikfimi að reyna að koma mér í gang. Þess vegna dreif ég mig af stað núna og ætla bara að klára þetta með þeim svo lengi sem skrokkurinn leyfir," segir Gunnur. En á hún ekki bara mörg ár eftir? „Þetta er bara tímaspursmál þegar maður er komin með þrjú börn og karlinn alltaf að kenna golf," skýtur Gunnur létt á eiginmanninn. „Ég á góða mömmu og hún hjálpar þvílíkt til," segir Gunnur. Hvernig tekur táningurinn því að vera með mömmu sinni á æfingum? „Henni finnst þetta svolítið skrýtið. Hún er á svolítið viðkvæmum aldri og finnst mamma sín mjög hallærisleg. Þegar hún verður eldri þá hugsar hún kannski til baka og að þetta hafi verið gaman," segir Gunnur sem passar sig að vera ekki með „mömmustæla" á æfingum. „Ég tel það vera best að við séum ekki að skipta okkur hvor af annarri á æfingum. Ég kem bara fram við hana eins og leikmann og samherja," segir Gunnur létt að lokum.
Mest lesið Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Fleiri fréttir Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Sjá meira