Hún er miklu betri en ég Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2013 06:00 Mæðgurnar Gunnur Sveinsdóttir og Þórey Anna Ásgeirsdóttir. Fréttablaðið/Valli Gunnur Sveinsdóttir er 32 ára gömul, sem þykir ekki mikið í boltanum í dag, en hún náði því samt að spila við hlið dóttur sinnar, Þóreyjar Önnu Ásgeirsdóttur, í bikarsigri FH á Fylki á miðvikudagskvöld. Slíkt gerist ekki á hverjum degi og hvað þá að þær skyldu báðar skora mark í leiknum. Þórey Anna er bara fimmtán ára og strax komin í stórt hlutverk hjá FH þar sem móðir hennar hefur spilað, með smá hléum, í meira en áratug. „Þetta var rosa stuð. Þetta er eitthvað sem ég hélt að myndi aldrei gerast. Þetta var mjög skrýtið en gaman að geta gert þetta," segir Gunnur. Þórey Anna hefur skorað 23 mörk í 9 fyrstu leikjum tímabilsins. „Hún er mjög efnileg," segir Gunnur. Eru þær ólíkir leikmenn? „Já, það erum við. Hún er örvhent og ég er rétthent. Hún er miklu betri en ég," segir Gunnur sem segist aðallega vera varnarmaður. „Hún er með allt til að verða rosa góð. Hún fær líka góð ráð því hún er í mikilli handboltaætt," segir Gunnur létt. Þær spiluðu nær allan leikinn, Gunnur í vörn og Þórey í hægra horni. „Ég hugsaði með mér að ef ég gerði þetta ekki núna þá gerðist þetta ekki. Þá sér maður örugglega eftir því eftir tíu ár og hugsar: „Af hverju dreif ég mig ekki?"," segir Gunnur en hún er nýbúin að eignast sitt þriðja barn. „Þórey fór með liðinu í æfingaferð til Þýskalands og kom þjálfurunum svolítið á óvart. Hún stóð sig vel og komst í meistaraflokk. Ég átti náttúrulega ekkert von á henni í meistaraflokk strax og hvað þá að hún fengi að spila svona mikið," segir Gunnur. „Ég var bara í einhverri mömmuleikfimi að reyna að koma mér í gang. Þess vegna dreif ég mig af stað núna og ætla bara að klára þetta með þeim svo lengi sem skrokkurinn leyfir," segir Gunnur. En á hún ekki bara mörg ár eftir? „Þetta er bara tímaspursmál þegar maður er komin með þrjú börn og karlinn alltaf að kenna golf," skýtur Gunnur létt á eiginmanninn. „Ég á góða mömmu og hún hjálpar þvílíkt til," segir Gunnur. Hvernig tekur táningurinn því að vera með mömmu sinni á æfingum? „Henni finnst þetta svolítið skrýtið. Hún er á svolítið viðkvæmum aldri og finnst mamma sín mjög hallærisleg. Þegar hún verður eldri þá hugsar hún kannski til baka og að þetta hafi verið gaman," segir Gunnur sem passar sig að vera ekki með „mömmustæla" á æfingum. „Ég tel það vera best að við séum ekki að skipta okkur hvor af annarri á æfingum. Ég kem bara fram við hana eins og leikmann og samherja," segir Gunnur létt að lokum. Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Sextán manns í fullu starfi við að þjónusta Ronaldo Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fótbolti Fleiri fréttir Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sonurinn smitaði Aron af handa-, fóta- og munnsjúkdómi Landsmeistari í sextánda sinn á ferlinum Sjá meira
Gunnur Sveinsdóttir er 32 ára gömul, sem þykir ekki mikið í boltanum í dag, en hún náði því samt að spila við hlið dóttur sinnar, Þóreyjar Önnu Ásgeirsdóttur, í bikarsigri FH á Fylki á miðvikudagskvöld. Slíkt gerist ekki á hverjum degi og hvað þá að þær skyldu báðar skora mark í leiknum. Þórey Anna er bara fimmtán ára og strax komin í stórt hlutverk hjá FH þar sem móðir hennar hefur spilað, með smá hléum, í meira en áratug. „Þetta var rosa stuð. Þetta er eitthvað sem ég hélt að myndi aldrei gerast. Þetta var mjög skrýtið en gaman að geta gert þetta," segir Gunnur. Þórey Anna hefur skorað 23 mörk í 9 fyrstu leikjum tímabilsins. „Hún er mjög efnileg," segir Gunnur. Eru þær ólíkir leikmenn? „Já, það erum við. Hún er örvhent og ég er rétthent. Hún er miklu betri en ég," segir Gunnur sem segist aðallega vera varnarmaður. „Hún er með allt til að verða rosa góð. Hún fær líka góð ráð því hún er í mikilli handboltaætt," segir Gunnur létt. Þær spiluðu nær allan leikinn, Gunnur í vörn og Þórey í hægra horni. „Ég hugsaði með mér að ef ég gerði þetta ekki núna þá gerðist þetta ekki. Þá sér maður örugglega eftir því eftir tíu ár og hugsar: „Af hverju dreif ég mig ekki?"," segir Gunnur en hún er nýbúin að eignast sitt þriðja barn. „Þórey fór með liðinu í æfingaferð til Þýskalands og kom þjálfurunum svolítið á óvart. Hún stóð sig vel og komst í meistaraflokk. Ég átti náttúrulega ekkert von á henni í meistaraflokk strax og hvað þá að hún fengi að spila svona mikið," segir Gunnur. „Ég var bara í einhverri mömmuleikfimi að reyna að koma mér í gang. Þess vegna dreif ég mig af stað núna og ætla bara að klára þetta með þeim svo lengi sem skrokkurinn leyfir," segir Gunnur. En á hún ekki bara mörg ár eftir? „Þetta er bara tímaspursmál þegar maður er komin með þrjú börn og karlinn alltaf að kenna golf," skýtur Gunnur létt á eiginmanninn. „Ég á góða mömmu og hún hjálpar þvílíkt til," segir Gunnur. Hvernig tekur táningurinn því að vera með mömmu sinni á æfingum? „Henni finnst þetta svolítið skrýtið. Hún er á svolítið viðkvæmum aldri og finnst mamma sín mjög hallærisleg. Þegar hún verður eldri þá hugsar hún kannski til baka og að þetta hafi verið gaman," segir Gunnur sem passar sig að vera ekki með „mömmustæla" á æfingum. „Ég tel það vera best að við séum ekki að skipta okkur hvor af annarri á æfingum. Ég kem bara fram við hana eins og leikmann og samherja," segir Gunnur létt að lokum.
Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Sextán manns í fullu starfi við að þjónusta Ronaldo Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fótbolti Fleiri fréttir Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sonurinn smitaði Aron af handa-, fóta- og munnsjúkdómi Landsmeistari í sextánda sinn á ferlinum Sjá meira