Sterkt kvótaþing helsta breytingin 2. febrúar 2013 06:00 Helsta breytingin á frumvarpi um stjórn fiskveiða, frá því það var lagt fram síðast, er sterkt kvótaþing, þaðan sem aflaheimildir verða leigðar út á vegum ríkisins. Útgerðarmenn og þingmenn stjórnarandstöðunnar fullyrða að ekkert hafi breyst og frumvarpið sé verra en forveri þess, ef eitthvað er. Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, lagði fram nýtt frumvarp til laga um stjórn fiskveiða síðdegis á fimmtudag. Um þriðju útgáfu frumvarpsins er að ræða [fjórðu ef frumvarpsdrög Jóns Bjarnasonar eru talin með] en síðasta frumvarp var lagt fram í mars í fyrra. Helsta breytingin er að gert er ráð fyrir verulega sterku kvótaþingi á vegum ríkisins í umsjá Fiskistofu. Til kvótaþings eiga strax í haust að renna tæp 19 þúsund þorskígildistonn en tæp 33 þúsund tonn fyrir fiskveiðiárið sem hefst 1. september 2015. Hluti af aukningunni er tilfærsla frá byggðakvóta, línuívilnun og skel- og rækjubótum en megnið er varanleg tilfærsla frá útgerðarmönnum. Í umsögn með frumvarpinu kemur fram að áætlaðar tekjur ríkisins af kvótaþinginu muni verða, nái frumvarpið að ganga fram óbreytt, á bilinu 2,3 til 2,7 milljarðar króna á næsta fiskveiðiári, miðað við 19 þúsund tonn. Reiknað er með að leigutekjurnar fari síðan vaxandi ár frá ári samfara auknu magni sem ráðstafað verður á kvótaþingi. Eins og kunnugt er stóð til að leggja frumvarpið fram í desember en því var frestað vegna andstöðu innan þingflokks Samfylkingarinnar. Sterkara kvótaþing, sem hefur ekki breyst í eðli sínu, er ein meginástæða þess að Samfylkingin skrifar upp á að frumvarpið er lagt fram. Þar ræður mestu að leigupotturinn stækkar að mun. Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að þessar breytingar hafi skipt miklu máli en fleira komi til. „Eins er jafnræðiskrafan skýrari í markmiðsgrein laganna. Svo það að nýtingarleyfin framlengjast ekki sjálfkrafa heldur verður fjallað um það sérstaklega hver lengdin á framhaldssamningunum verður." Nú er gert ráð fyrir 20 ára nýtingartíma. Kveðið er á um að ráðherra skuli, eigi síðar en í desember 2016, leggja fram lagafrumvarp þar sem mælt verður fyrir um ráðstöfun nýtingarleyfa og aflahlutdeilda að liðnum þeim tíma. Í bráðabirgðaákvæði við frumvarpið er mælt fyrir um nefndarskipan fyrir upphaf næsta fiskveiðiárs, sem undirbýr frumvarpið. Ólína segir að þessar breytingar séu allar til bóta og rétt sé að leggja frumvarpið fram. Hún minnir þó á að fyrir þinginu liggi frumvarp sem kveður á um framtíðarfyrirkomulag strandveiða sem flutningsmenn, Ólína og flokksbræður hennar Mörður Árnason og Skúli Helgason, vona að verði samþykkt og falli inn í frumvarp Steingríms eftir samhliða umfjöllun í atvinnuveganefnd. Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir frumvarpið skref aftur á bak, ekki fram á við. „Ég undrast það að menn skuli ekki með neinum hætti taka tillit til þeirrar gagnrýni sem hefur komið fram. Það á jafnt við um hagsmunaaðila og sérfræðinga í sjávarútvegi. Það er ljóst að eingöngu er verið að semja um málið á milli stjórnarflokkanna en ekki að vinna málið efnislega. Þetta er pólitískt útspil sem er hvorki sjávarútveginum né þjóðarbúinu til hagsbóta, en jafnframt er ekki ljóst hvað mönnum gengur til," segir Einar og minnir á að vart verði séð að hægt verði að klára málið þar sem innan við tuttugu þingdagar séu eftir samkvæmt starfsáætlun. Spurður um afdrif laganna, komist Sjálfstæðisflokkurinn til valda eftir kosningar, segir Einar það ljóst að á löggjöfinni verði gerðar nauðsynlegar breytingar. Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Fleiri fréttir Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira
Helsta breytingin á frumvarpi um stjórn fiskveiða, frá því það var lagt fram síðast, er sterkt kvótaþing, þaðan sem aflaheimildir verða leigðar út á vegum ríkisins. Útgerðarmenn og þingmenn stjórnarandstöðunnar fullyrða að ekkert hafi breyst og frumvarpið sé verra en forveri þess, ef eitthvað er. Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, lagði fram nýtt frumvarp til laga um stjórn fiskveiða síðdegis á fimmtudag. Um þriðju útgáfu frumvarpsins er að ræða [fjórðu ef frumvarpsdrög Jóns Bjarnasonar eru talin með] en síðasta frumvarp var lagt fram í mars í fyrra. Helsta breytingin er að gert er ráð fyrir verulega sterku kvótaþingi á vegum ríkisins í umsjá Fiskistofu. Til kvótaþings eiga strax í haust að renna tæp 19 þúsund þorskígildistonn en tæp 33 þúsund tonn fyrir fiskveiðiárið sem hefst 1. september 2015. Hluti af aukningunni er tilfærsla frá byggðakvóta, línuívilnun og skel- og rækjubótum en megnið er varanleg tilfærsla frá útgerðarmönnum. Í umsögn með frumvarpinu kemur fram að áætlaðar tekjur ríkisins af kvótaþinginu muni verða, nái frumvarpið að ganga fram óbreytt, á bilinu 2,3 til 2,7 milljarðar króna á næsta fiskveiðiári, miðað við 19 þúsund tonn. Reiknað er með að leigutekjurnar fari síðan vaxandi ár frá ári samfara auknu magni sem ráðstafað verður á kvótaþingi. Eins og kunnugt er stóð til að leggja frumvarpið fram í desember en því var frestað vegna andstöðu innan þingflokks Samfylkingarinnar. Sterkara kvótaþing, sem hefur ekki breyst í eðli sínu, er ein meginástæða þess að Samfylkingin skrifar upp á að frumvarpið er lagt fram. Þar ræður mestu að leigupotturinn stækkar að mun. Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að þessar breytingar hafi skipt miklu máli en fleira komi til. „Eins er jafnræðiskrafan skýrari í markmiðsgrein laganna. Svo það að nýtingarleyfin framlengjast ekki sjálfkrafa heldur verður fjallað um það sérstaklega hver lengdin á framhaldssamningunum verður." Nú er gert ráð fyrir 20 ára nýtingartíma. Kveðið er á um að ráðherra skuli, eigi síðar en í desember 2016, leggja fram lagafrumvarp þar sem mælt verður fyrir um ráðstöfun nýtingarleyfa og aflahlutdeilda að liðnum þeim tíma. Í bráðabirgðaákvæði við frumvarpið er mælt fyrir um nefndarskipan fyrir upphaf næsta fiskveiðiárs, sem undirbýr frumvarpið. Ólína segir að þessar breytingar séu allar til bóta og rétt sé að leggja frumvarpið fram. Hún minnir þó á að fyrir þinginu liggi frumvarp sem kveður á um framtíðarfyrirkomulag strandveiða sem flutningsmenn, Ólína og flokksbræður hennar Mörður Árnason og Skúli Helgason, vona að verði samþykkt og falli inn í frumvarp Steingríms eftir samhliða umfjöllun í atvinnuveganefnd. Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir frumvarpið skref aftur á bak, ekki fram á við. „Ég undrast það að menn skuli ekki með neinum hætti taka tillit til þeirrar gagnrýni sem hefur komið fram. Það á jafnt við um hagsmunaaðila og sérfræðinga í sjávarútvegi. Það er ljóst að eingöngu er verið að semja um málið á milli stjórnarflokkanna en ekki að vinna málið efnislega. Þetta er pólitískt útspil sem er hvorki sjávarútveginum né þjóðarbúinu til hagsbóta, en jafnframt er ekki ljóst hvað mönnum gengur til," segir Einar og minnir á að vart verði séð að hægt verði að klára málið þar sem innan við tuttugu þingdagar séu eftir samkvæmt starfsáætlun. Spurður um afdrif laganna, komist Sjálfstæðisflokkurinn til valda eftir kosningar, segir Einar það ljóst að á löggjöfinni verði gerðar nauðsynlegar breytingar.
Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Fleiri fréttir Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira