Innlent

Útigangsmenn brutust inn

Lögreglan handtók tvo útigangsmenn undir miðnætti, eftir að þeir höfðu brotið sér leið inn í hús í miðborginni, sem engin býr lengur í.

Þeir voru ölvaðir og í annarlegu ástandi, en sögðust hafa ætlað að sofa í húsinu.

Þeir voru vistaðir í fangageymslum og verður frekari úrræða leitað þegar af þeim verður runnið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×