Lífið

Tekur inn vítamín fyrir liðina og hjartað

Ellý Ármanns skrifar
MYND/Bent Marinósson
Dagmar Hrund Sigurleifsdóttir, eða Dammý eins og hún er kölluð, er master rehab þjálfari og krossfitþjálfari hjá Krossfit Iceland í World Class. Hún fræðir okkur hvaða heilsuvörur hún tekur inn daglega og af hverju.

Ég tek Omega 3 og d-vítamín fyrir liðina og hjartað meðal annars og þar sem sólin lætur aðeins sakna sín á Íslandi.

Kalk og magnesíum fyrir bein og vöðva.

Ég nota Sore no more kælikrem á þreytta vöðva og bólgur, snilldarkrem sem ég nota líka á kúnnana mína.

Svo nota ég Amino Energy fyrir æfingar þegar mig vantar auka búst og þegar mig vantar koffein þar sem ég drekk ekki kaffi.

Einnig þurrbursta ég húðina á hverjum degi til að örva blóðrásina og ber svo gott krem á mig eftir sturtu.

Borða svo fullt af ávöxtum og grænmeti til að fá vítamín í kroppinn.

Dagmar Hrund Sigurleifsdóttir.MYND/Bent Marinósson





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.