Árni Páll Árnason er nýr formaður Samfylkingarinnar og það er óhætt að segja að andrúmsloftið hafi verið rafmagnað þegar úrslitum var lýst í formannskjöri rétt fyrir hádegi í dag.
Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á staðnum til að fanga augnablikið.
Árni Páll hlaut 3.474 atkvæði gegn 2.115 atkvæðum Guðbjarts en alls voru 5.621 sem greiddu atkvæði. Á kjörskrá voru 18.318.
Sjá má myndirnar hér að neðan.
Innlent