Um lýðskrumara Sighvatur Björgvinsson skrifar 31. desember 2013 06:00 Samningsrétturinn er í höndum sérhvers stéttarfélags. Verkalýðsfélagið á Akranesi, félögin í Vestmannaeyjum og í Þingeyjarsýslum – svo nokkur dæmi séu nefnd – fara alfarið sjálf með þennan rétt fyrir hönd félagsmanna sinna. Þau geta hvert í sínu lagi, sjálf og ein, án nokkurra afskipta annarra, efnt til viðræðna við vinnuveitendur á sínu starfssvæði, sett fram kröfur um launagreiðslur til félagsmanna sinna og tekið sjálfstæðar ákvarðanir um hvort ganga skuli til samninga á þeim kjörum, sem þar er fallist á – eða hvort efnt skuli til átaka til þess að félagsmenn sæki fyllri rétt en býðst. Ekkert „yfirvald“, hvorki Alþýðusambandið né Starfsgreinasambandið, getur tekið frá þeim þennan rétt.Í þeirra valdi Forystumenn þessara félaga ákváðu sjálfir að afhenda samningsrétt félaganna í hendur sameiginlegs vettvangs þeirra í Starfsgreinasambandinu. Það gátu þeir gert án þess að sækja til þess leyfi til nokkurs annars aðila en sjálfra sín. Með sama hætti gátu þessir sömu forystumenn sótt samningsréttinn aftur til Starfsgreinasambandsins hvenær sem þeim svo þóknaðist án þess að sækja til þess leyfi til nokkurs annars aðila en sjálfra sín. Það gátu þeir gert hvenær sem var væru þeir ósáttir við hvert félagar þeirra í Starfsgreinasambandinu væru að stefna í viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins. Sjálfir áttu þessir forystumenn umræddra félaga sæti í stóru samninganefnd Starfsgreinasambandsins, sátu í Karphúsinu, vissu nákvæmlega með sama hætti og allir aðrir þar í hvaða niðurstöðu stefndi og gátu hvenær sem var allt þar til búið var að binda niðurstöðuna með undirskriftum tekið samningsrétt félaga sinna úr höndum samninganefndarinnar til þess að gera betur sjálfir.Leiðum lokað Ekkert af þessu gerðu þau. Vilhjálmur Birgisson og þau hin horfðu þvert á móti ekki þegjandi en gersamlega aðgerðarlaus á þegar félagar þeirra í Starfsgreinasambandinu bundu með undirskriftum sínum félög þeirra ásamt öðrum félögum, sem látið höfðu sjálfviljug af hendi samningsréttinn en gátu sótt sér hann aftur hvenær sem var yrði það gert áður en undirskriftirnar voru komnar á pappírinn. Þá fyrst þegar svo var komið voru rekin upp öskur fordæmingar og hneykslunar yfir svikum við verkalýðinn. Þá fyrst, þegar þau höfðu með aðgerðarleysi sínu látið undir höfuð leggjast að sækja aftur til sín samningsumboð félaga sinna og komið þannig í veg fyrir að þau sjálf væru látin sæta ábyrgð gerða sinna og sinna stóru orða. Þá fyrst töldu þau tímann vera orðinn réttan til þess að ráðast að félögum sínum í verkalýðshreyfingunni með svikabrigslum og stóryrðum um eigið göfugt innræti. Þá fyrst, þegar þau höfðu lokað öllum leiðum sjálf til þess að verða látin standa ábyrg eigin orða með eigin verkum.Skrumarar Skrumarar þrífast á því að fá að standa í kastljósi fjölmiðla og fá þar að fara með textann sinn, sem ávallt snýst um eigið ágæti en illan ásetning allra annarra. Þar eru þeir aldrei spurðir gagnrýninna spurninga, enda hafa þeir yfirleitt ekki nokkra getu til þess að svara af skynsömu viti. Ekki nokkra minnstu getu. Miklu verra er þó þegar vitibornir fjölmiðlamenn eins og Egill Helgason fara að gera þeirra málflutning í óskyldustu efnum að sínum. Stundum er það að vísu vegna mismunandi mikið dulinna vörslu eigin hagsmuna. Oftar þó ekki. Oftar bara vegna þess að það er svo auðvelt að smíða sökudólga úr öðru fólki. Svo auðvelt að kynda elda reiðinnar. Svo auðvelt að kynda þá elda – undir öðrum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Samningsrétturinn er í höndum sérhvers stéttarfélags. Verkalýðsfélagið á Akranesi, félögin í Vestmannaeyjum og í Þingeyjarsýslum – svo nokkur dæmi séu nefnd – fara alfarið sjálf með þennan rétt fyrir hönd félagsmanna sinna. Þau geta hvert í sínu lagi, sjálf og ein, án nokkurra afskipta annarra, efnt til viðræðna við vinnuveitendur á sínu starfssvæði, sett fram kröfur um launagreiðslur til félagsmanna sinna og tekið sjálfstæðar ákvarðanir um hvort ganga skuli til samninga á þeim kjörum, sem þar er fallist á – eða hvort efnt skuli til átaka til þess að félagsmenn sæki fyllri rétt en býðst. Ekkert „yfirvald“, hvorki Alþýðusambandið né Starfsgreinasambandið, getur tekið frá þeim þennan rétt.Í þeirra valdi Forystumenn þessara félaga ákváðu sjálfir að afhenda samningsrétt félaganna í hendur sameiginlegs vettvangs þeirra í Starfsgreinasambandinu. Það gátu þeir gert án þess að sækja til þess leyfi til nokkurs annars aðila en sjálfra sín. Með sama hætti gátu þessir sömu forystumenn sótt samningsréttinn aftur til Starfsgreinasambandsins hvenær sem þeim svo þóknaðist án þess að sækja til þess leyfi til nokkurs annars aðila en sjálfra sín. Það gátu þeir gert hvenær sem var væru þeir ósáttir við hvert félagar þeirra í Starfsgreinasambandinu væru að stefna í viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins. Sjálfir áttu þessir forystumenn umræddra félaga sæti í stóru samninganefnd Starfsgreinasambandsins, sátu í Karphúsinu, vissu nákvæmlega með sama hætti og allir aðrir þar í hvaða niðurstöðu stefndi og gátu hvenær sem var allt þar til búið var að binda niðurstöðuna með undirskriftum tekið samningsrétt félaga sinna úr höndum samninganefndarinnar til þess að gera betur sjálfir.Leiðum lokað Ekkert af þessu gerðu þau. Vilhjálmur Birgisson og þau hin horfðu þvert á móti ekki þegjandi en gersamlega aðgerðarlaus á þegar félagar þeirra í Starfsgreinasambandinu bundu með undirskriftum sínum félög þeirra ásamt öðrum félögum, sem látið höfðu sjálfviljug af hendi samningsréttinn en gátu sótt sér hann aftur hvenær sem var yrði það gert áður en undirskriftirnar voru komnar á pappírinn. Þá fyrst þegar svo var komið voru rekin upp öskur fordæmingar og hneykslunar yfir svikum við verkalýðinn. Þá fyrst, þegar þau höfðu með aðgerðarleysi sínu látið undir höfuð leggjast að sækja aftur til sín samningsumboð félaga sinna og komið þannig í veg fyrir að þau sjálf væru látin sæta ábyrgð gerða sinna og sinna stóru orða. Þá fyrst töldu þau tímann vera orðinn réttan til þess að ráðast að félögum sínum í verkalýðshreyfingunni með svikabrigslum og stóryrðum um eigið göfugt innræti. Þá fyrst, þegar þau höfðu lokað öllum leiðum sjálf til þess að verða látin standa ábyrg eigin orða með eigin verkum.Skrumarar Skrumarar þrífast á því að fá að standa í kastljósi fjölmiðla og fá þar að fara með textann sinn, sem ávallt snýst um eigið ágæti en illan ásetning allra annarra. Þar eru þeir aldrei spurðir gagnrýninna spurninga, enda hafa þeir yfirleitt ekki nokkra getu til þess að svara af skynsömu viti. Ekki nokkra minnstu getu. Miklu verra er þó þegar vitibornir fjölmiðlamenn eins og Egill Helgason fara að gera þeirra málflutning í óskyldustu efnum að sínum. Stundum er það að vísu vegna mismunandi mikið dulinna vörslu eigin hagsmuna. Oftar þó ekki. Oftar bara vegna þess að það er svo auðvelt að smíða sökudólga úr öðru fólki. Svo auðvelt að kynda elda reiðinnar. Svo auðvelt að kynda þá elda – undir öðrum.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun