Lífið

Rauðkál með eplum og engiferi

Rauðkál fer aldrei úr tísku.
Rauðkál fer aldrei úr tísku.
Rauðkál er eitt vinsælasta meðlæti á borðum landsmanna um jól og áramót. Drífa Pálín Geirs hjá Heilsutorgi.is býður hér upp á uppskrift að soðnu rauðkáli með eplum og engiferi sem steinliggur.

Innihaldsefni:

1 Rauðkálsháls (skorinn í þunnar ræmur)

2 græn epli (flysjuð og bituð í teninga)

Þumall engifer (flysjað og skorið smátt)

180 ml 4% edik

200 gr púðursykur

1 msk saltverks salt

Aðferð:

Allt sett saman í pott og látið malla á lágum til miðlungshita í eina til tvær klukkustundir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.