Lífið

Dásamlega rómantísk og yndisleg stund

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Gestir brúðhjónanna kveiktu á stjörnuljósum eftir athöfnina.
Gestir brúðhjónanna kveiktu á stjörnuljósum eftir athöfnina. Fréttablaðið/Andri Marino
„Þetta var bara dásamlega rómantískt og yndislegt og skemmtilegt að vera með fjölskyldu og vinum,“ segir Margrét Hrafnsdóttir í sæluvímu en hún gekk að eiga sambýlismann sinn til fjöldamargra ára, kvikmyndaframleiðandann Jón Óttar Ragnarsson, við hátíðlega athöfn í Fríkirkjunni í Reykjavík á laugardagskvöldið klukkan 18. Gestum var síðan boðið til veislu á Hótel Borg þar sem gleðin var allsráðandi.

„Það var mikið hlegið og dansað í Gyllta salnum eftir athöfnina,“ segir Margrét en þau hjónin afþökkuðu allar gjafir. Í staðinn báðu þau gesti um að styrkja Fjölskylduhjálp Íslands eftir getu.

Margrét geislaði í kjól eftir David Meister og skóm frá Stuart Weitzman og stal hvíti, síði jakkinn sem hún klæddist algjörlega senunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.