Lífið

Ein af fimm bestu stuttmyndum ársins

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Guðmundur Arnar Guðmundsson.
Guðmundur Arnar Guðmundsson.
Stuttmyndin Hvalfjörður, eða Whale Valley eins og hún heitir á ensku, er talin vera ein af fimm bestu stuttmyndum ársins samkvæmt kvikmyndavefsíðunni Format Court.

Guðmundur Arnar Guðmundsson leikstýrir og skrifar handrit myndarinnar en hún hefur farið sigurför um heiminn á árinu sem er að líða. Þar ber helst að nefna sérstök dómnefndarverðlaun sem myndin hlaut á kvikmyndahátíðinni í Cannes í lok maí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.