Lífið

Gull fyrir þrettán ára gamla plötu

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Hér eru Borgardætur í glæsilegum kjólum frá Volcano Design.
Hér eru Borgardætur í glæsilegum kjólum frá Volcano Design. mynd/Katla Hreiðarsdóttir
„Æðislega gaman og ég er auðvitað bara mjög glöð með þetta,“ segir Berglind Björk Jónasdóttir, ein Borgardóttirin. Borgardætur fengu á dögunum afhenta gullplötu fyrir plötuna Jólaplatan, sem kom út árið 2000.

Söngtríóið Borgardætur kom fyrst fram á Hótel Borg á sumardaginn fyrsta 1993 en sveitina skipa ásamt Berglindi Björk söngkonurnar Andrea Gylfadóttir og Ellen Kristjánsdóttir.

Einn helsti aðdáandi sveitarinnar er Eggert feldskeri. „Ég fór á tónleika með þeim fyrir jólin eins og ég hef oft gert áður og það var alveg frábært. Þær syngja ekki bara svo fallega heldur eru þær einnig svo hressar og skemmtilegar,“ útskýrir Eggert.

Framhaldið er óráðið hjá söngtríóinu. „Það var talað um að reyna að koma út jólaplötu fyrir þessi jól en það gekk ekki upp sökum mikilla anna,“ bætir Berglind við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.