Jöfnum stöðu norrænu tungu- málanna í skólum Kristján E. Guðmundsson skrifar 24. desember 2013 06:00 Nýlega fylgdist ég með heimildarþætti í danska sjónvarpinu sem fjallaði um samskipti danskra og sænskra framhaldsskólanema þar sem meginvandamálið var að þeir skildu ekki hvorir aðra þrátt fyrir sífellt nánari samskipti eftir að brúin kom yfir Eyrarsund. Þau grípa því oft til þess að nota ensku í samskiptum sín á milli. Þó tungumálin séu náskyld er það framburðurinn sem veldur vandamálinu að mati ungmennanna. Hér á landi var danska fyrsta erlenda málið sem ungmenni þurftu að læra, þó nokkuð sé um liðið síðan hún var færð í annað sætið og enska sett í það fyrsta. Enn er þó danska skyldunám í grunn- og framhaldsskólum hér á landi. Vegna náinna tengsla okkar við frændþjóðir okkar á Norðurlöndum er fullkomlega eðlilegt að í skyldunámi sé einhver kennsla í einu tungumáli þessara þjóða sem þá um leið gefur okkur lykil að hinum. Spurningin er hvort danskan sé þar heppilegust. Til þess að geta valið norsku eða sænsku gilda hins vegar strangar reglur um að nemandi hafi, eða hafi haft, sérstök tengsl við Noreg eða Svíþjóð, þ.e. hafi átt þar heima, stundað þar nám, eða eigi norskt eða sænskt foreldri. Samkvæmt þessum reglum er því krafist töluverðrar forþekkingar í þessum tungumálum til þess að fá að taka þau sem annað mál í stað dönskunnar.Einn vinnumarkaður Nú er það svo að danskur framburður er okkur ekki tamur og fyrir marga erfitt að ná á honum góðum tökum. Annað gildir um norsku og sænsku (þó þar séu mállýskur stundum erfiðar). Það er töluvert auðveldara fyrir okkur Íslendinga að ná góðum tökum á framburði þeirra tungumála. Auk þess eiga flestir Svíar og Norðmenn tiltölulega auðvelt með að skilja hvorir aðra. Ágætt dæmi um það er hinn ágæti sænsk/norski spjallþáttur „Skavlan“ þar sem þáttastjórnandinn er norskur, þátturinn tekinn upp í Stokkhólmi og flestir viðmælendur ýmist norskir eða sænskir og virðast eiga auðvelt með að skilja hverjir aðra. Þeir Danir sem ég hef spurt segjast líka eiga auðvelt með að skilja norsku (sem einn danskur vinur minn kallaði „dansk med stavefejl“). Það eru sögulegar ástæður fyrir því að danska var hér kennd sem fyrsta erlenda málið. Nú er öldin önnur. Norðurlöndin, sem standa okkur næst menningarlega, eru orðin einn vinnumarkaður. Í dag er auðveldara að skreppa til Óslóar en var að fara frá Snæfellsnesi til Reykjavíkur fyrir 50 árum. Til að gera mönnum betur kleift að nýta þau tækifæri sem þessar frændþjóðir okkar hafa upp á að bjóða þurfum við að tileinka okkur það tungumál sem allir skilja án þess að grípa til enskunnar. Gefum skólunum kost á að bjóða börnum okkar möguleika á því að læra norsku (bokmål) eða sænsku í stað dönskunnar ef þau kjósa svo. Til þess þarf einfalda breytingu á reglugerð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Nýlega fylgdist ég með heimildarþætti í danska sjónvarpinu sem fjallaði um samskipti danskra og sænskra framhaldsskólanema þar sem meginvandamálið var að þeir skildu ekki hvorir aðra þrátt fyrir sífellt nánari samskipti eftir að brúin kom yfir Eyrarsund. Þau grípa því oft til þess að nota ensku í samskiptum sín á milli. Þó tungumálin séu náskyld er það framburðurinn sem veldur vandamálinu að mati ungmennanna. Hér á landi var danska fyrsta erlenda málið sem ungmenni þurftu að læra, þó nokkuð sé um liðið síðan hún var færð í annað sætið og enska sett í það fyrsta. Enn er þó danska skyldunám í grunn- og framhaldsskólum hér á landi. Vegna náinna tengsla okkar við frændþjóðir okkar á Norðurlöndum er fullkomlega eðlilegt að í skyldunámi sé einhver kennsla í einu tungumáli þessara þjóða sem þá um leið gefur okkur lykil að hinum. Spurningin er hvort danskan sé þar heppilegust. Til þess að geta valið norsku eða sænsku gilda hins vegar strangar reglur um að nemandi hafi, eða hafi haft, sérstök tengsl við Noreg eða Svíþjóð, þ.e. hafi átt þar heima, stundað þar nám, eða eigi norskt eða sænskt foreldri. Samkvæmt þessum reglum er því krafist töluverðrar forþekkingar í þessum tungumálum til þess að fá að taka þau sem annað mál í stað dönskunnar.Einn vinnumarkaður Nú er það svo að danskur framburður er okkur ekki tamur og fyrir marga erfitt að ná á honum góðum tökum. Annað gildir um norsku og sænsku (þó þar séu mállýskur stundum erfiðar). Það er töluvert auðveldara fyrir okkur Íslendinga að ná góðum tökum á framburði þeirra tungumála. Auk þess eiga flestir Svíar og Norðmenn tiltölulega auðvelt með að skilja hvorir aðra. Ágætt dæmi um það er hinn ágæti sænsk/norski spjallþáttur „Skavlan“ þar sem þáttastjórnandinn er norskur, þátturinn tekinn upp í Stokkhólmi og flestir viðmælendur ýmist norskir eða sænskir og virðast eiga auðvelt með að skilja hverjir aðra. Þeir Danir sem ég hef spurt segjast líka eiga auðvelt með að skilja norsku (sem einn danskur vinur minn kallaði „dansk med stavefejl“). Það eru sögulegar ástæður fyrir því að danska var hér kennd sem fyrsta erlenda málið. Nú er öldin önnur. Norðurlöndin, sem standa okkur næst menningarlega, eru orðin einn vinnumarkaður. Í dag er auðveldara að skreppa til Óslóar en var að fara frá Snæfellsnesi til Reykjavíkur fyrir 50 árum. Til að gera mönnum betur kleift að nýta þau tækifæri sem þessar frændþjóðir okkar hafa upp á að bjóða þurfum við að tileinka okkur það tungumál sem allir skilja án þess að grípa til enskunnar. Gefum skólunum kost á að bjóða börnum okkar möguleika á því að læra norsku (bokmål) eða sænsku í stað dönskunnar ef þau kjósa svo. Til þess þarf einfalda breytingu á reglugerð.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar