Opið bréf til þingmanna um sparnað Bergur Þórisson skrifar 23. desember 2013 09:46 Nú stendur yfir gagnger leit að leiðum til sparnaðar. Nefnd veltir við öllum steinum í leit að hagræðingar- og sparnaðarleiðum. Engin leið á að vera fyrirfram útilokuð. Ýmsir hafa komið fram með ábendingar í þessu sambandi og má þar nefna spurningar á borð við hvort 300 þúsund manna þjóð hafi efni á að reka sinfóníuhljómsveit og þjóðleikhús á tímum þegar fólk nýtur ekki lágmarks læknisþjónustu. Eina augljósa tillögu hef ég enn ekki séð, en hún snýst þó um mun meiri sparnað en flestar aðrar sem ég hef frétt af. Spurningin er: „Höfum við Íslendingar efni á að tala íslensku?“ Ástæðan fyrir því að þessi spurning hefur ekki komið fram gæti verið yfirsjón eða viðkvæmni. En nú eru ekki tímar fyrir viðkvæmni og menn verða að hafa kjark til að hrista upp í fleirum en listaspírum og latteliði. Svarið við spurningunni virðist nokkuð augljóst. Við höfum jú lengi talað íslensku án þess að líða verulegan skort, að minnsta kosti ekki í seinni tíð. En ef við setjum þetta í samhengi umræðunnar, sem hefur hverfst um heilbrigðiskerfið, þá hljómar spurningin svona: „Viljum við að fólk deyi af því að við tölum íslensku?“ Það hefur verið ráðandi viðhorf í íslensku samfélagi um árabil þegar kemur að því að ákveða hvort eigi að fara út í einhverjar framkvæmdir eða ekki, að það sé nauðsynleg og nægjanleg forsenda framkvæmda að verkefnið skili peningalegum ávinningi. Í þessu ljósi á ofangreind spurning fullkomlega rétt á sér, því augljóslega eru peningar í þessu. Hagsýn þjóð hikar ekki þegar fundin er bæði opin og greið bjargræðisleið, annað bæri keim af því að við tækjum þjóðernisrómantík fram yfir heilsu samlanda okkar.Umræðan um gjaldmiðilinn Þá er það bara spurningin um hvaða tungumál við eigum að taka upp í stað íslenskunnar. Sú umræða gæti minnt á umræðuna um gjaldmiðilinn. Ef til vill stingur utanríkisráðherra upp á að við veljum mandarínsku, þar sem það sé útbreiddasta málið og rími vel við áherslur hans í utanríkispólitík. Ég hallast þó að því að enska verði ofan á, því ungviðið þekkir orðið það mál síst verr en íslensku. Það væri því minnst rask og kostnaður tengdur upptöku ensku. Því mæli ég með enskunni, nema ef Kínverjar fáist til að fjármagna upptöku mandarínsku til að ná menningarlegri fótfestu í Evrópu. Sparnaðurinn við upptöku ensku er himinhrópandi. Sem dæmi gætum við sagt upp öllum íslenskukennurunum, lagt niður íslenskudeildir háskólanna, mikill hluti þýðingarkostnaðar hyrfi og svo mætti lengi telja. Ég skora því á Alþingi að láta gera úttekt á þeim sparnaði, sem næðist við að leggja niður íslensku og taka upp ensku. If we do, we would not only become the world leaders in skuldaniðurfellingu, but be known as practically the practicalest people in the practical universe. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir gagnger leit að leiðum til sparnaðar. Nefnd veltir við öllum steinum í leit að hagræðingar- og sparnaðarleiðum. Engin leið á að vera fyrirfram útilokuð. Ýmsir hafa komið fram með ábendingar í þessu sambandi og má þar nefna spurningar á borð við hvort 300 þúsund manna þjóð hafi efni á að reka sinfóníuhljómsveit og þjóðleikhús á tímum þegar fólk nýtur ekki lágmarks læknisþjónustu. Eina augljósa tillögu hef ég enn ekki séð, en hún snýst þó um mun meiri sparnað en flestar aðrar sem ég hef frétt af. Spurningin er: „Höfum við Íslendingar efni á að tala íslensku?“ Ástæðan fyrir því að þessi spurning hefur ekki komið fram gæti verið yfirsjón eða viðkvæmni. En nú eru ekki tímar fyrir viðkvæmni og menn verða að hafa kjark til að hrista upp í fleirum en listaspírum og latteliði. Svarið við spurningunni virðist nokkuð augljóst. Við höfum jú lengi talað íslensku án þess að líða verulegan skort, að minnsta kosti ekki í seinni tíð. En ef við setjum þetta í samhengi umræðunnar, sem hefur hverfst um heilbrigðiskerfið, þá hljómar spurningin svona: „Viljum við að fólk deyi af því að við tölum íslensku?“ Það hefur verið ráðandi viðhorf í íslensku samfélagi um árabil þegar kemur að því að ákveða hvort eigi að fara út í einhverjar framkvæmdir eða ekki, að það sé nauðsynleg og nægjanleg forsenda framkvæmda að verkefnið skili peningalegum ávinningi. Í þessu ljósi á ofangreind spurning fullkomlega rétt á sér, því augljóslega eru peningar í þessu. Hagsýn þjóð hikar ekki þegar fundin er bæði opin og greið bjargræðisleið, annað bæri keim af því að við tækjum þjóðernisrómantík fram yfir heilsu samlanda okkar.Umræðan um gjaldmiðilinn Þá er það bara spurningin um hvaða tungumál við eigum að taka upp í stað íslenskunnar. Sú umræða gæti minnt á umræðuna um gjaldmiðilinn. Ef til vill stingur utanríkisráðherra upp á að við veljum mandarínsku, þar sem það sé útbreiddasta málið og rími vel við áherslur hans í utanríkispólitík. Ég hallast þó að því að enska verði ofan á, því ungviðið þekkir orðið það mál síst verr en íslensku. Það væri því minnst rask og kostnaður tengdur upptöku ensku. Því mæli ég með enskunni, nema ef Kínverjar fáist til að fjármagna upptöku mandarínsku til að ná menningarlegri fótfestu í Evrópu. Sparnaðurinn við upptöku ensku er himinhrópandi. Sem dæmi gætum við sagt upp öllum íslenskukennurunum, lagt niður íslenskudeildir háskólanna, mikill hluti þýðingarkostnaðar hyrfi og svo mætti lengi telja. Ég skora því á Alþingi að láta gera úttekt á þeim sparnaði, sem næðist við að leggja niður íslensku og taka upp ensku. If we do, we would not only become the world leaders in skuldaniðurfellingu, but be known as practically the practicalest people in the practical universe.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar