Opið bréf til þingmanna um sparnað Bergur Þórisson skrifar 23. desember 2013 09:46 Nú stendur yfir gagnger leit að leiðum til sparnaðar. Nefnd veltir við öllum steinum í leit að hagræðingar- og sparnaðarleiðum. Engin leið á að vera fyrirfram útilokuð. Ýmsir hafa komið fram með ábendingar í þessu sambandi og má þar nefna spurningar á borð við hvort 300 þúsund manna þjóð hafi efni á að reka sinfóníuhljómsveit og þjóðleikhús á tímum þegar fólk nýtur ekki lágmarks læknisþjónustu. Eina augljósa tillögu hef ég enn ekki séð, en hún snýst þó um mun meiri sparnað en flestar aðrar sem ég hef frétt af. Spurningin er: „Höfum við Íslendingar efni á að tala íslensku?“ Ástæðan fyrir því að þessi spurning hefur ekki komið fram gæti verið yfirsjón eða viðkvæmni. En nú eru ekki tímar fyrir viðkvæmni og menn verða að hafa kjark til að hrista upp í fleirum en listaspírum og latteliði. Svarið við spurningunni virðist nokkuð augljóst. Við höfum jú lengi talað íslensku án þess að líða verulegan skort, að minnsta kosti ekki í seinni tíð. En ef við setjum þetta í samhengi umræðunnar, sem hefur hverfst um heilbrigðiskerfið, þá hljómar spurningin svona: „Viljum við að fólk deyi af því að við tölum íslensku?“ Það hefur verið ráðandi viðhorf í íslensku samfélagi um árabil þegar kemur að því að ákveða hvort eigi að fara út í einhverjar framkvæmdir eða ekki, að það sé nauðsynleg og nægjanleg forsenda framkvæmda að verkefnið skili peningalegum ávinningi. Í þessu ljósi á ofangreind spurning fullkomlega rétt á sér, því augljóslega eru peningar í þessu. Hagsýn þjóð hikar ekki þegar fundin er bæði opin og greið bjargræðisleið, annað bæri keim af því að við tækjum þjóðernisrómantík fram yfir heilsu samlanda okkar.Umræðan um gjaldmiðilinn Þá er það bara spurningin um hvaða tungumál við eigum að taka upp í stað íslenskunnar. Sú umræða gæti minnt á umræðuna um gjaldmiðilinn. Ef til vill stingur utanríkisráðherra upp á að við veljum mandarínsku, þar sem það sé útbreiddasta málið og rími vel við áherslur hans í utanríkispólitík. Ég hallast þó að því að enska verði ofan á, því ungviðið þekkir orðið það mál síst verr en íslensku. Það væri því minnst rask og kostnaður tengdur upptöku ensku. Því mæli ég með enskunni, nema ef Kínverjar fáist til að fjármagna upptöku mandarínsku til að ná menningarlegri fótfestu í Evrópu. Sparnaðurinn við upptöku ensku er himinhrópandi. Sem dæmi gætum við sagt upp öllum íslenskukennurunum, lagt niður íslenskudeildir háskólanna, mikill hluti þýðingarkostnaðar hyrfi og svo mætti lengi telja. Ég skora því á Alþingi að láta gera úttekt á þeim sparnaði, sem næðist við að leggja niður íslensku og taka upp ensku. If we do, we would not only become the world leaders in skuldaniðurfellingu, but be known as practically the practicalest people in the practical universe. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir gagnger leit að leiðum til sparnaðar. Nefnd veltir við öllum steinum í leit að hagræðingar- og sparnaðarleiðum. Engin leið á að vera fyrirfram útilokuð. Ýmsir hafa komið fram með ábendingar í þessu sambandi og má þar nefna spurningar á borð við hvort 300 þúsund manna þjóð hafi efni á að reka sinfóníuhljómsveit og þjóðleikhús á tímum þegar fólk nýtur ekki lágmarks læknisþjónustu. Eina augljósa tillögu hef ég enn ekki séð, en hún snýst þó um mun meiri sparnað en flestar aðrar sem ég hef frétt af. Spurningin er: „Höfum við Íslendingar efni á að tala íslensku?“ Ástæðan fyrir því að þessi spurning hefur ekki komið fram gæti verið yfirsjón eða viðkvæmni. En nú eru ekki tímar fyrir viðkvæmni og menn verða að hafa kjark til að hrista upp í fleirum en listaspírum og latteliði. Svarið við spurningunni virðist nokkuð augljóst. Við höfum jú lengi talað íslensku án þess að líða verulegan skort, að minnsta kosti ekki í seinni tíð. En ef við setjum þetta í samhengi umræðunnar, sem hefur hverfst um heilbrigðiskerfið, þá hljómar spurningin svona: „Viljum við að fólk deyi af því að við tölum íslensku?“ Það hefur verið ráðandi viðhorf í íslensku samfélagi um árabil þegar kemur að því að ákveða hvort eigi að fara út í einhverjar framkvæmdir eða ekki, að það sé nauðsynleg og nægjanleg forsenda framkvæmda að verkefnið skili peningalegum ávinningi. Í þessu ljósi á ofangreind spurning fullkomlega rétt á sér, því augljóslega eru peningar í þessu. Hagsýn þjóð hikar ekki þegar fundin er bæði opin og greið bjargræðisleið, annað bæri keim af því að við tækjum þjóðernisrómantík fram yfir heilsu samlanda okkar.Umræðan um gjaldmiðilinn Þá er það bara spurningin um hvaða tungumál við eigum að taka upp í stað íslenskunnar. Sú umræða gæti minnt á umræðuna um gjaldmiðilinn. Ef til vill stingur utanríkisráðherra upp á að við veljum mandarínsku, þar sem það sé útbreiddasta málið og rími vel við áherslur hans í utanríkispólitík. Ég hallast þó að því að enska verði ofan á, því ungviðið þekkir orðið það mál síst verr en íslensku. Það væri því minnst rask og kostnaður tengdur upptöku ensku. Því mæli ég með enskunni, nema ef Kínverjar fáist til að fjármagna upptöku mandarínsku til að ná menningarlegri fótfestu í Evrópu. Sparnaðurinn við upptöku ensku er himinhrópandi. Sem dæmi gætum við sagt upp öllum íslenskukennurunum, lagt niður íslenskudeildir háskólanna, mikill hluti þýðingarkostnaðar hyrfi og svo mætti lengi telja. Ég skora því á Alþingi að láta gera úttekt á þeim sparnaði, sem næðist við að leggja niður íslensku og taka upp ensku. If we do, we would not only become the world leaders in skuldaniðurfellingu, but be known as practically the practicalest people in the practical universe.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun