Opið bréf til þingmanna um sparnað Bergur Þórisson skrifar 23. desember 2013 09:46 Nú stendur yfir gagnger leit að leiðum til sparnaðar. Nefnd veltir við öllum steinum í leit að hagræðingar- og sparnaðarleiðum. Engin leið á að vera fyrirfram útilokuð. Ýmsir hafa komið fram með ábendingar í þessu sambandi og má þar nefna spurningar á borð við hvort 300 þúsund manna þjóð hafi efni á að reka sinfóníuhljómsveit og þjóðleikhús á tímum þegar fólk nýtur ekki lágmarks læknisþjónustu. Eina augljósa tillögu hef ég enn ekki séð, en hún snýst þó um mun meiri sparnað en flestar aðrar sem ég hef frétt af. Spurningin er: „Höfum við Íslendingar efni á að tala íslensku?“ Ástæðan fyrir því að þessi spurning hefur ekki komið fram gæti verið yfirsjón eða viðkvæmni. En nú eru ekki tímar fyrir viðkvæmni og menn verða að hafa kjark til að hrista upp í fleirum en listaspírum og latteliði. Svarið við spurningunni virðist nokkuð augljóst. Við höfum jú lengi talað íslensku án þess að líða verulegan skort, að minnsta kosti ekki í seinni tíð. En ef við setjum þetta í samhengi umræðunnar, sem hefur hverfst um heilbrigðiskerfið, þá hljómar spurningin svona: „Viljum við að fólk deyi af því að við tölum íslensku?“ Það hefur verið ráðandi viðhorf í íslensku samfélagi um árabil þegar kemur að því að ákveða hvort eigi að fara út í einhverjar framkvæmdir eða ekki, að það sé nauðsynleg og nægjanleg forsenda framkvæmda að verkefnið skili peningalegum ávinningi. Í þessu ljósi á ofangreind spurning fullkomlega rétt á sér, því augljóslega eru peningar í þessu. Hagsýn þjóð hikar ekki þegar fundin er bæði opin og greið bjargræðisleið, annað bæri keim af því að við tækjum þjóðernisrómantík fram yfir heilsu samlanda okkar.Umræðan um gjaldmiðilinn Þá er það bara spurningin um hvaða tungumál við eigum að taka upp í stað íslenskunnar. Sú umræða gæti minnt á umræðuna um gjaldmiðilinn. Ef til vill stingur utanríkisráðherra upp á að við veljum mandarínsku, þar sem það sé útbreiddasta málið og rími vel við áherslur hans í utanríkispólitík. Ég hallast þó að því að enska verði ofan á, því ungviðið þekkir orðið það mál síst verr en íslensku. Það væri því minnst rask og kostnaður tengdur upptöku ensku. Því mæli ég með enskunni, nema ef Kínverjar fáist til að fjármagna upptöku mandarínsku til að ná menningarlegri fótfestu í Evrópu. Sparnaðurinn við upptöku ensku er himinhrópandi. Sem dæmi gætum við sagt upp öllum íslenskukennurunum, lagt niður íslenskudeildir háskólanna, mikill hluti þýðingarkostnaðar hyrfi og svo mætti lengi telja. Ég skora því á Alþingi að láta gera úttekt á þeim sparnaði, sem næðist við að leggja niður íslensku og taka upp ensku. If we do, we would not only become the world leaders in skuldaniðurfellingu, but be known as practically the practicalest people in the practical universe. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir gagnger leit að leiðum til sparnaðar. Nefnd veltir við öllum steinum í leit að hagræðingar- og sparnaðarleiðum. Engin leið á að vera fyrirfram útilokuð. Ýmsir hafa komið fram með ábendingar í þessu sambandi og má þar nefna spurningar á borð við hvort 300 þúsund manna þjóð hafi efni á að reka sinfóníuhljómsveit og þjóðleikhús á tímum þegar fólk nýtur ekki lágmarks læknisþjónustu. Eina augljósa tillögu hef ég enn ekki séð, en hún snýst þó um mun meiri sparnað en flestar aðrar sem ég hef frétt af. Spurningin er: „Höfum við Íslendingar efni á að tala íslensku?“ Ástæðan fyrir því að þessi spurning hefur ekki komið fram gæti verið yfirsjón eða viðkvæmni. En nú eru ekki tímar fyrir viðkvæmni og menn verða að hafa kjark til að hrista upp í fleirum en listaspírum og latteliði. Svarið við spurningunni virðist nokkuð augljóst. Við höfum jú lengi talað íslensku án þess að líða verulegan skort, að minnsta kosti ekki í seinni tíð. En ef við setjum þetta í samhengi umræðunnar, sem hefur hverfst um heilbrigðiskerfið, þá hljómar spurningin svona: „Viljum við að fólk deyi af því að við tölum íslensku?“ Það hefur verið ráðandi viðhorf í íslensku samfélagi um árabil þegar kemur að því að ákveða hvort eigi að fara út í einhverjar framkvæmdir eða ekki, að það sé nauðsynleg og nægjanleg forsenda framkvæmda að verkefnið skili peningalegum ávinningi. Í þessu ljósi á ofangreind spurning fullkomlega rétt á sér, því augljóslega eru peningar í þessu. Hagsýn þjóð hikar ekki þegar fundin er bæði opin og greið bjargræðisleið, annað bæri keim af því að við tækjum þjóðernisrómantík fram yfir heilsu samlanda okkar.Umræðan um gjaldmiðilinn Þá er það bara spurningin um hvaða tungumál við eigum að taka upp í stað íslenskunnar. Sú umræða gæti minnt á umræðuna um gjaldmiðilinn. Ef til vill stingur utanríkisráðherra upp á að við veljum mandarínsku, þar sem það sé útbreiddasta málið og rími vel við áherslur hans í utanríkispólitík. Ég hallast þó að því að enska verði ofan á, því ungviðið þekkir orðið það mál síst verr en íslensku. Það væri því minnst rask og kostnaður tengdur upptöku ensku. Því mæli ég með enskunni, nema ef Kínverjar fáist til að fjármagna upptöku mandarínsku til að ná menningarlegri fótfestu í Evrópu. Sparnaðurinn við upptöku ensku er himinhrópandi. Sem dæmi gætum við sagt upp öllum íslenskukennurunum, lagt niður íslenskudeildir háskólanna, mikill hluti þýðingarkostnaðar hyrfi og svo mætti lengi telja. Ég skora því á Alþingi að láta gera úttekt á þeim sparnaði, sem næðist við að leggja niður íslensku og taka upp ensku. If we do, we would not only become the world leaders in skuldaniðurfellingu, but be known as practically the practicalest people in the practical universe.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar