Lífið

Mætti blaðburðardrengnum nakin

Fréttablaðið/Heiða
Bæjarfulltrúinn Margrét Gauja Magnúsdóttir lenti í skemmtilegu atviki á dögunum sem hún deildi með Facebook-vinum sínum.

„Elsku blaðaútburðarmaður Fréttablaðsins, fyrirgefðu mér að hafa sært blygðunarkennd þína í gærmorgun. Ég vaknaði með andfælum kl. 6:30 og hljóp niður, nakin. Við fórum hamförum í að kynda Bjarnabæ en svo hlýnaði hressilega með tilheyrandi svitakófi. Þegar við svo mættumst, og störðum í augu hvort annars í gegnum mjög svo upplýsta stofugluggann þá veit ég ekki hvað fór í gegnum huga þinn. Vonandi munt þú ekki þurfa mikla sálfræðiþjónustu, ég aftur á móti, er búin að vera í hláturskasti í yfir sólarhring. Gleðileg jól blaðaútburðarmaður og ég mun vera varkárari næst, lofa,“ skrifar Margrét.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.