Innlent

Þökkuðu fyrir samhuginn

Freyr Bjarnason skrifar
 Bergmann Albert með gjöfina sem hann færði Fréttablaðinu. Í miðum ofan í pokanum þakka Filippseyingar fyrir sig.
Bergmann Albert með gjöfina sem hann færði Fréttablaðinu. Í miðum ofan í pokanum þakka Filippseyingar fyrir sig. Fréttablaðið/Daníel
Meðlimir samtaka Filippseyinga á Íslandi komu færandi hendi í höfuðstöðvar 365 miðla í gær.

Með sælgætisgjöf sinni vildu samtökin þakka Fréttablaðinu fyrir samhuginn sem þau sýndu eftir að fellibylurinn Haiyan gekk yfir Filippseyjar fyrr á árinu.

365 miðlar er eitt af um tólf fyrirtækum sem samtökin heimsóttu í gær með gjöf í hendi sem hluta af Þakklætisviku sinni. Einnig hafa samtökin, sem tengjast einnig alþjóðlegu samtökunum Project Pearl, gefið fólki í miðbænum gjafir í þakklætisskyni og boðið þeim upp á faðmlög.

Bergmann Albert afhenti gjöfina fyrir hönd Filippseyinga og óskaði hann, ásamt öðrum meðlimum samtakanna, lesendum Fréttablaðsins gleðilegra jóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×