Hlustið! Ragnheiður Gestsdóttir skrifar 21. desember 2013 06:00 Barnatími útvarpsins: Vínardrengjakórinn sem hlær sig í gegnum upphafslagið: íhíhíhííhíhíhíhí, ahahahahahahaha …Tónlistartími barnanna, útvarpssaga barnanna, tómstundatími barnanna, framhaldsleikritin – er ég að gleyma einhverju? Þær voru ófáar klukkustundirnar sem eytt var í návist útvarpstækisins þegar ég var stelpa. Tækisins sem geymdi heila veröld. Ekki bara veröld hinna fullorðnu. Við áttum hana líka. Ég veit að þetta er horfinn heimur, heimur sem aldrei kemur aftur. En ég veit líka að það er jafn áríðandi nú eins og áður að börn hafi aðgang að spennandi, skemmtilegu og fræðandi efni sem hrífur þau og krefst jafnframt hlustunar og einbeitingar. Það er jafnvel meira áríðandi en nokkru sinni fyrr. Því heimur nútímabarna er tættur og brotakenndur. Þau hafa sjaldan tækifæri til að einbeita sér að einu í einu, bara einu. Að hlusta í ró án þess að nokkuð annað trufli. Þennan möguleika er nú verið að taka frá þeim. Barnaefni í útvarpi hefur verið skorið niður smátt og smátt í áranna rás þar til svo er komið eftir síðustu hrinuna að ekkert er eftir þrátt fyrir skýr ákvæði í lögum um að barnaefni skuli útvarpað. Nú verður engin umfjöllun fyrir börn um bækurnar sem skrifaðar eru fyrir þau. Engar barnsraddir sem segja sína skoðun. Engar framhaldssögur. Ekkert sem heldur ungum eyrum og hugum opnum, kennir þeim að hlusta af einbeitingu. Vera sammála eða ósammála, en hlusta.Opna þarf nýjar dyr Hvað með sjónvarpið? Netið? Er ekki gífurlegt framboð á afþreyingarefni fyrir börn? – Jú, auðvitað. En mest af því sem þeim stendur til boða er fjölþjóðlegt iðnaðarefni sem hefur litla sem enga tengingu við veruleika þeirra. Íslensk barnadagskrárgerð í sjónvarpi allra landsmanna einskorðast við Stundina okkar – barnatíma sem á að þjóna svo víðum hópi áhorfenda að hætt er við að útkoman verði ómarkvisst sprell. Mér dettur svo ekki í hug að kalla efni íslenskt þótt teiknimyndapersónurnar tali íslensku. Spyrjið smábarnakennara hvort hann sjái á ungum nemendum sínum hvort lesið hafi verið fyrir þá heima. Ég er næsta viss um hvert svarið verður: Já, það eru þau sem kunna að hlusta. Og þessi hlustun er grunnurinn að málþroskanum og skilningnum sem veitir þeim ekki bara forskot við að læra að lesa, heldur líka að tjá hugsanir sínar, að öðlast rödd. Þau eiga tungumálið að vin og bandamanni alla ævi. Eitthvað það áhrifaríkasta sem við getum gert fyrir börnin okkar til að búa þau undir námið – og lífið allt – er að lesa fyrir þau góðar bækur. Og heimilin ættu að eiga dygga bandamenn í þeirri baráttu: skólann og útvarpið. Heimurinn er breyttur, er sagt. Sjónvarp og útvarp á föstum tímum er að verða úrelt fyrirbæri. Börnin sitja ekki fyrir framan útvarpstækið meðan mamma er að elda matinn. Nei, auðvitað ekki. Efni fyrir börn þarf að verða óháð útsendingartíma, aðgengilegt þegar þau þurfa á því að halda. En það þarf að búa það til og til þess þarf fagfólk. Nú hefur frábæru dagskrárgerðarfólki verið kastað út úr Efstaleitinu í stað þess að skoða nýjar leiðir. Upplýsingar um læsi íslenskra barna ættu að fá okkur til að skilja að við þurfum að kenna börnunum okkar að hlusta. Til þess verður að sameina krafta þeirra sem kunna slíkt og geta, að opna nýjar dyr í stað þess að skella í lás. Það skiptir máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Barnatími útvarpsins: Vínardrengjakórinn sem hlær sig í gegnum upphafslagið: íhíhíhííhíhíhíhí, ahahahahahahaha …Tónlistartími barnanna, útvarpssaga barnanna, tómstundatími barnanna, framhaldsleikritin – er ég að gleyma einhverju? Þær voru ófáar klukkustundirnar sem eytt var í návist útvarpstækisins þegar ég var stelpa. Tækisins sem geymdi heila veröld. Ekki bara veröld hinna fullorðnu. Við áttum hana líka. Ég veit að þetta er horfinn heimur, heimur sem aldrei kemur aftur. En ég veit líka að það er jafn áríðandi nú eins og áður að börn hafi aðgang að spennandi, skemmtilegu og fræðandi efni sem hrífur þau og krefst jafnframt hlustunar og einbeitingar. Það er jafnvel meira áríðandi en nokkru sinni fyrr. Því heimur nútímabarna er tættur og brotakenndur. Þau hafa sjaldan tækifæri til að einbeita sér að einu í einu, bara einu. Að hlusta í ró án þess að nokkuð annað trufli. Þennan möguleika er nú verið að taka frá þeim. Barnaefni í útvarpi hefur verið skorið niður smátt og smátt í áranna rás þar til svo er komið eftir síðustu hrinuna að ekkert er eftir þrátt fyrir skýr ákvæði í lögum um að barnaefni skuli útvarpað. Nú verður engin umfjöllun fyrir börn um bækurnar sem skrifaðar eru fyrir þau. Engar barnsraddir sem segja sína skoðun. Engar framhaldssögur. Ekkert sem heldur ungum eyrum og hugum opnum, kennir þeim að hlusta af einbeitingu. Vera sammála eða ósammála, en hlusta.Opna þarf nýjar dyr Hvað með sjónvarpið? Netið? Er ekki gífurlegt framboð á afþreyingarefni fyrir börn? – Jú, auðvitað. En mest af því sem þeim stendur til boða er fjölþjóðlegt iðnaðarefni sem hefur litla sem enga tengingu við veruleika þeirra. Íslensk barnadagskrárgerð í sjónvarpi allra landsmanna einskorðast við Stundina okkar – barnatíma sem á að þjóna svo víðum hópi áhorfenda að hætt er við að útkoman verði ómarkvisst sprell. Mér dettur svo ekki í hug að kalla efni íslenskt þótt teiknimyndapersónurnar tali íslensku. Spyrjið smábarnakennara hvort hann sjái á ungum nemendum sínum hvort lesið hafi verið fyrir þá heima. Ég er næsta viss um hvert svarið verður: Já, það eru þau sem kunna að hlusta. Og þessi hlustun er grunnurinn að málþroskanum og skilningnum sem veitir þeim ekki bara forskot við að læra að lesa, heldur líka að tjá hugsanir sínar, að öðlast rödd. Þau eiga tungumálið að vin og bandamanni alla ævi. Eitthvað það áhrifaríkasta sem við getum gert fyrir börnin okkar til að búa þau undir námið – og lífið allt – er að lesa fyrir þau góðar bækur. Og heimilin ættu að eiga dygga bandamenn í þeirri baráttu: skólann og útvarpið. Heimurinn er breyttur, er sagt. Sjónvarp og útvarp á föstum tímum er að verða úrelt fyrirbæri. Börnin sitja ekki fyrir framan útvarpstækið meðan mamma er að elda matinn. Nei, auðvitað ekki. Efni fyrir börn þarf að verða óháð útsendingartíma, aðgengilegt þegar þau þurfa á því að halda. En það þarf að búa það til og til þess þarf fagfólk. Nú hefur frábæru dagskrárgerðarfólki verið kastað út úr Efstaleitinu í stað þess að skoða nýjar leiðir. Upplýsingar um læsi íslenskra barna ættu að fá okkur til að skilja að við þurfum að kenna börnunum okkar að hlusta. Til þess verður að sameina krafta þeirra sem kunna slíkt og geta, að opna nýjar dyr í stað þess að skella í lás. Það skiptir máli.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun