Hlustið! Ragnheiður Gestsdóttir skrifar 21. desember 2013 06:00 Barnatími útvarpsins: Vínardrengjakórinn sem hlær sig í gegnum upphafslagið: íhíhíhííhíhíhíhí, ahahahahahahaha …Tónlistartími barnanna, útvarpssaga barnanna, tómstundatími barnanna, framhaldsleikritin – er ég að gleyma einhverju? Þær voru ófáar klukkustundirnar sem eytt var í návist útvarpstækisins þegar ég var stelpa. Tækisins sem geymdi heila veröld. Ekki bara veröld hinna fullorðnu. Við áttum hana líka. Ég veit að þetta er horfinn heimur, heimur sem aldrei kemur aftur. En ég veit líka að það er jafn áríðandi nú eins og áður að börn hafi aðgang að spennandi, skemmtilegu og fræðandi efni sem hrífur þau og krefst jafnframt hlustunar og einbeitingar. Það er jafnvel meira áríðandi en nokkru sinni fyrr. Því heimur nútímabarna er tættur og brotakenndur. Þau hafa sjaldan tækifæri til að einbeita sér að einu í einu, bara einu. Að hlusta í ró án þess að nokkuð annað trufli. Þennan möguleika er nú verið að taka frá þeim. Barnaefni í útvarpi hefur verið skorið niður smátt og smátt í áranna rás þar til svo er komið eftir síðustu hrinuna að ekkert er eftir þrátt fyrir skýr ákvæði í lögum um að barnaefni skuli útvarpað. Nú verður engin umfjöllun fyrir börn um bækurnar sem skrifaðar eru fyrir þau. Engar barnsraddir sem segja sína skoðun. Engar framhaldssögur. Ekkert sem heldur ungum eyrum og hugum opnum, kennir þeim að hlusta af einbeitingu. Vera sammála eða ósammála, en hlusta.Opna þarf nýjar dyr Hvað með sjónvarpið? Netið? Er ekki gífurlegt framboð á afþreyingarefni fyrir börn? – Jú, auðvitað. En mest af því sem þeim stendur til boða er fjölþjóðlegt iðnaðarefni sem hefur litla sem enga tengingu við veruleika þeirra. Íslensk barnadagskrárgerð í sjónvarpi allra landsmanna einskorðast við Stundina okkar – barnatíma sem á að þjóna svo víðum hópi áhorfenda að hætt er við að útkoman verði ómarkvisst sprell. Mér dettur svo ekki í hug að kalla efni íslenskt þótt teiknimyndapersónurnar tali íslensku. Spyrjið smábarnakennara hvort hann sjái á ungum nemendum sínum hvort lesið hafi verið fyrir þá heima. Ég er næsta viss um hvert svarið verður: Já, það eru þau sem kunna að hlusta. Og þessi hlustun er grunnurinn að málþroskanum og skilningnum sem veitir þeim ekki bara forskot við að læra að lesa, heldur líka að tjá hugsanir sínar, að öðlast rödd. Þau eiga tungumálið að vin og bandamanni alla ævi. Eitthvað það áhrifaríkasta sem við getum gert fyrir börnin okkar til að búa þau undir námið – og lífið allt – er að lesa fyrir þau góðar bækur. Og heimilin ættu að eiga dygga bandamenn í þeirri baráttu: skólann og útvarpið. Heimurinn er breyttur, er sagt. Sjónvarp og útvarp á föstum tímum er að verða úrelt fyrirbæri. Börnin sitja ekki fyrir framan útvarpstækið meðan mamma er að elda matinn. Nei, auðvitað ekki. Efni fyrir börn þarf að verða óháð útsendingartíma, aðgengilegt þegar þau þurfa á því að halda. En það þarf að búa það til og til þess þarf fagfólk. Nú hefur frábæru dagskrárgerðarfólki verið kastað út úr Efstaleitinu í stað þess að skoða nýjar leiðir. Upplýsingar um læsi íslenskra barna ættu að fá okkur til að skilja að við þurfum að kenna börnunum okkar að hlusta. Til þess verður að sameina krafta þeirra sem kunna slíkt og geta, að opna nýjar dyr í stað þess að skella í lás. Það skiptir máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Barnatími útvarpsins: Vínardrengjakórinn sem hlær sig í gegnum upphafslagið: íhíhíhííhíhíhíhí, ahahahahahahaha …Tónlistartími barnanna, útvarpssaga barnanna, tómstundatími barnanna, framhaldsleikritin – er ég að gleyma einhverju? Þær voru ófáar klukkustundirnar sem eytt var í návist útvarpstækisins þegar ég var stelpa. Tækisins sem geymdi heila veröld. Ekki bara veröld hinna fullorðnu. Við áttum hana líka. Ég veit að þetta er horfinn heimur, heimur sem aldrei kemur aftur. En ég veit líka að það er jafn áríðandi nú eins og áður að börn hafi aðgang að spennandi, skemmtilegu og fræðandi efni sem hrífur þau og krefst jafnframt hlustunar og einbeitingar. Það er jafnvel meira áríðandi en nokkru sinni fyrr. Því heimur nútímabarna er tættur og brotakenndur. Þau hafa sjaldan tækifæri til að einbeita sér að einu í einu, bara einu. Að hlusta í ró án þess að nokkuð annað trufli. Þennan möguleika er nú verið að taka frá þeim. Barnaefni í útvarpi hefur verið skorið niður smátt og smátt í áranna rás þar til svo er komið eftir síðustu hrinuna að ekkert er eftir þrátt fyrir skýr ákvæði í lögum um að barnaefni skuli útvarpað. Nú verður engin umfjöllun fyrir börn um bækurnar sem skrifaðar eru fyrir þau. Engar barnsraddir sem segja sína skoðun. Engar framhaldssögur. Ekkert sem heldur ungum eyrum og hugum opnum, kennir þeim að hlusta af einbeitingu. Vera sammála eða ósammála, en hlusta.Opna þarf nýjar dyr Hvað með sjónvarpið? Netið? Er ekki gífurlegt framboð á afþreyingarefni fyrir börn? – Jú, auðvitað. En mest af því sem þeim stendur til boða er fjölþjóðlegt iðnaðarefni sem hefur litla sem enga tengingu við veruleika þeirra. Íslensk barnadagskrárgerð í sjónvarpi allra landsmanna einskorðast við Stundina okkar – barnatíma sem á að þjóna svo víðum hópi áhorfenda að hætt er við að útkoman verði ómarkvisst sprell. Mér dettur svo ekki í hug að kalla efni íslenskt þótt teiknimyndapersónurnar tali íslensku. Spyrjið smábarnakennara hvort hann sjái á ungum nemendum sínum hvort lesið hafi verið fyrir þá heima. Ég er næsta viss um hvert svarið verður: Já, það eru þau sem kunna að hlusta. Og þessi hlustun er grunnurinn að málþroskanum og skilningnum sem veitir þeim ekki bara forskot við að læra að lesa, heldur líka að tjá hugsanir sínar, að öðlast rödd. Þau eiga tungumálið að vin og bandamanni alla ævi. Eitthvað það áhrifaríkasta sem við getum gert fyrir börnin okkar til að búa þau undir námið – og lífið allt – er að lesa fyrir þau góðar bækur. Og heimilin ættu að eiga dygga bandamenn í þeirri baráttu: skólann og útvarpið. Heimurinn er breyttur, er sagt. Sjónvarp og útvarp á föstum tímum er að verða úrelt fyrirbæri. Börnin sitja ekki fyrir framan útvarpstækið meðan mamma er að elda matinn. Nei, auðvitað ekki. Efni fyrir börn þarf að verða óháð útsendingartíma, aðgengilegt þegar þau þurfa á því að halda. En það þarf að búa það til og til þess þarf fagfólk. Nú hefur frábæru dagskrárgerðarfólki verið kastað út úr Efstaleitinu í stað þess að skoða nýjar leiðir. Upplýsingar um læsi íslenskra barna ættu að fá okkur til að skilja að við þurfum að kenna börnunum okkar að hlusta. Til þess verður að sameina krafta þeirra sem kunna slíkt og geta, að opna nýjar dyr í stað þess að skella í lás. Það skiptir máli.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar