Lífið

Vefuppboð á verkum Karólínu

Bjarki Ármannsson skrifar
Verk myndlistarkonunnar eru á uppboði fram á sunnudag.
Verk myndlistarkonunnar eru á uppboði fram á sunnudag. Fréttablaðið/Róbert
Gallerí Fold stendur um þessar mundir fyrir vefuppboði á listaverkum eftir Karólínu Lárusdóttur á síðunni Uppboð.is. Uppboðið stendur aðeins yfir í þrjá daga og lýkur nú á sunnudag.

„Við höfum síðustu tvö ár verið með svona stutt uppboð í desember,“ segir Jóhann Hansen, einn þeirra sem fyrir því stendur. Hann segir sniðugra að halda úti svona stuttum sölum um hátíðarnar og bendir á að hægt er að fá myndirnar afhentar fyrir jól.

Jóhann segir verk Karólínu hafa selst vel í gegnum tíðina og því hafi hún orðið fyrir valinu í ár.

„Um helmingur verkanna er nýr,“ segir hann. „Helmingur er svona eldri grafík og þau eru öll úr safni sama eiganda.“ Alls eru 26 verk til sölu.

Í tilkynningu frá Gallerí Fold kemur fram að sumar grafíkmyndanna hafi ekki fengist á Íslandi í nokkur ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.