Lífið

Stökk inn fyrir slasaðan leikara

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Gísla er margt til lista lagt.
Gísla er margt til lista lagt. Fréttablaðið/Hörður
„Einn leikari sleit liðþófa á æfingu svo ég þurfti að stökkva inn í sýninguna í hlutverk Much Miller. Ég frumsýndi því lika sem leikari. Aldrei dauð stund hjá mér,“ segir leikarinn og leikstjórinn Gísli Örn Garðarsson.

Hann er búinn að dvelja vestan hafs meirihlutann af árinu og frumsýndi á miðvikudaginn sýninguna The Heart of Robin Hood sem hann leikstýrir í leikhúsinu American Repertoire í Boston. Gísli Örn frumsýndi sýninguna líka sem leikari því hann þurfti að taka við hlutverki leikarans Andy Grotelueschen á síðustu stundu.

Andy leikur Much Miller sem er eitt af aðalhlutverkunum í sýningunni. Hann er einn af útlögum Hróa Hattar og þarf að sýna ýmsar kúnstir á sviðinu, svo sem loftfimleika og sviðsslagsmál.

Andy þessi hefur leikið í ýmsum þekktum leikritum í Bandaríkjunum, þar á meðal Cyrano de Bergerac og Roundabout á Broadway. Þá lék hann lítið hlutverk í sjónvarpsþáttunum Elementary.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.