Reykjanesfólkvangur – samstarfsverkefni Sveitarfélaga Þorvaldur Örn Árnason skrifar 20. desember 2013 06:00 Á tíma vaxandi ferðaþjónustu og áhuga á útivist og hreyfingu er gott að eiga Reykjanesfólkvang – ósnortið útivistarland við bæjardyrnar. Bæjarstjórn Reykjavíkur samþykkti samhljóða árið 1969 að stofna fólkvang um óbyggðir í nágrenni borgarinnar til að tryggja útivistarmöguleika til framtíðar. Borgin leitaði til 15 nágrannasveitarfélaga sem leiddi til þess að nokkur þeirra stofnuðu í sameiningu tvo fólkvanga, Bláfjallafólkvang 1973 og Reykjanesfólkvang 1975. Í Bláfjallafólkvangi var byggt upp skíðasvæði þar sem fátt skortir hin síðari ár nema snjó, en að auki eru þar margar náttúruperlur. Í beinu framhaldi til vesturs er svo Reykjanesfólkvangur, nær m.a. yfir Brennisteinsfjöll, Kleifarvatn, Krýsuvík, Trölladyngju og Ögmundarhraun. Þarna er gríðarflott land til útivistar steinsnar frá þéttbýlasta svæði landsins og Keflavíkurflugvelli, tilvalið til stuttra ferða allt árið, jafnt fyrir íbúa sem erlenda gesti. Það er mikið hagræði fyrir sveitarfélögin að vinna þar saman að uppbyggingu þjónustu og landvörslu. Þau hafa þó ekki sinnt sem skyldi að byggja upp þjónustu né heldur að vernda svæðið þannig að nýting þess verði sjálfbær. Landverðir eru lausráðnir bara yfir sumartímann. Síðustu tvö sumur hefur landvörður, sem gjörþekkir svæðið, verið í starfi frá maí til október. Fjárhagurinn leyfir ekki meira. Fyrir 3 árum voru sett upp klósett við Seltún í Krýsuvík, en þar koma 100.000 manns við árlega. Salernin eru lokuð yfir veturinn þrátt fyrir vaxandi vetrarumferð. Það hentar ferðaþjónustuaðilum vel að senda ferðafólk í Krýsuvík flesta daga ársins, en afleitt að þurfa að vísa því út í móa um hávetur á svo fjölförnum stað.Fólkvangur góð hugmynd Í náttúruverndarlögum (44/1999) er fólkvangur skilgreindur sem „landsvæði í umsjón sveitarfélags eða sveitarfélaga sem friðlýst hefur verið til útivistar og almenningsnota“. Hlutaðeigandi sveitarfélög bera kostnað af stofnun og rekstri fólkvangs í hlutfalli við íbúatölu. Hvert sveitarfélag heldur óskertu skipulagsvaldi. Samkvæmt lögum þessum er fólkvanginum stjórnað af samvinnunefnd sveitarfélaganna sem að honum standa, í samráði við Umhverfisstofnun. Skulu sveitarfélögin gera með sér lögboðinn samning þar sem kveðið skal á um starfshætti nefndarinnar. Nefndin breytist gjarna þegar skipt er um sveitarstjórn. Þannig hefur aftur og aftur verið byrjað nánast upp á nýtt því fólkvangurinn á sér hvorki fast starfslið né formlegar starfsreglur, aðeins mjög grófan ramma í auglýsingu frá 1975. Á þeim 38 árum sem Reykjanesfólkvangur hefur verið til hefur ekki tekist að koma á áðurnefndum lögboðnum samvinnusamningi. Fólkvangurinn hefur ekki haft einn einasta starfsmann í fullu starfi, aðeins landverði yfir sumartímann. Starf fólkvangsnefndarinnar hefur mest snúist um að leysa aðkallandi mál og stefnumörkun setið á hakanum. Þó hafa verið haldnar málstofur og gerðar skýrslur um náttúrufar og hugsanlega nýtingu og er mikið til af góðum hugmyndum. Núverandi nefnd nýtti aukafjárveitingu frá Reykjavíkurborg 2010 til að láta gera drög að metnaðarfullri stjórnunaráætlun sem er m.a. ágætur grundvöllur samvinnusamnings. Þar er góð lýsing á fólkvanginum með 7 þemakortum og settar fram ítarlegar hugmyndir um uppbyggingu þjónustu við gesti fólkvangsins og um vöktun náttúrunnar. Plagg þetta hefur síðan 2012 verið í höndum viðkomandi sveitarstjórna eða legið í skúffum þeirra. Sum sveitarfélögin hafa þó afgreitt það fyrir sitt leyti. Drögin má nálgast á www.reykjanesfolkvangur.is.Duga eða drepast! Reykjanesfólkvangur er að mestu leyti í landi Grindavíkur og Hafnarfjarðar. Að auki er lítil sneið í Garðabæ og smáflís er þjóðlenda. Reykjavík, fjölmennasta sveitarfélagið, á þar ekkert land, en líklega koma flestir notendur fólkvangsins þaðan, jafnt íbúar sem ferðamenn sem þar dvelja og vilja upplifa íslenska náttúru án langra ferðalaga. Því er sanngjarnt að Reykjavík beri stóran hluta kostnaðar, en framlag sveitarfélaganna miðast við höfðatölu. Árlegt framlag hefur verið afar lágt, aðeins 17 krónur á íbúa. Núverandi fólkvangsnefnd lagði til tvöföldun þess, í 35 kr. Það hafa mörg sveitarfélaganna þegar samþykkt. Nú er bara að vona að öll sveitarfélögin beri gæfu til að klára stjórnunar- og verndaráætlunina fyrir Reykjanesfólkvang, hækka fjárframlög upp í 35 kr. á íbúa og taka upp landvörslu allt árið svo fólkvangurinn þjóni betur vaxandi vetrarferðamennsku. Höfundur ber einn ábyrgð á því sem hér er sagt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Á tíma vaxandi ferðaþjónustu og áhuga á útivist og hreyfingu er gott að eiga Reykjanesfólkvang – ósnortið útivistarland við bæjardyrnar. Bæjarstjórn Reykjavíkur samþykkti samhljóða árið 1969 að stofna fólkvang um óbyggðir í nágrenni borgarinnar til að tryggja útivistarmöguleika til framtíðar. Borgin leitaði til 15 nágrannasveitarfélaga sem leiddi til þess að nokkur þeirra stofnuðu í sameiningu tvo fólkvanga, Bláfjallafólkvang 1973 og Reykjanesfólkvang 1975. Í Bláfjallafólkvangi var byggt upp skíðasvæði þar sem fátt skortir hin síðari ár nema snjó, en að auki eru þar margar náttúruperlur. Í beinu framhaldi til vesturs er svo Reykjanesfólkvangur, nær m.a. yfir Brennisteinsfjöll, Kleifarvatn, Krýsuvík, Trölladyngju og Ögmundarhraun. Þarna er gríðarflott land til útivistar steinsnar frá þéttbýlasta svæði landsins og Keflavíkurflugvelli, tilvalið til stuttra ferða allt árið, jafnt fyrir íbúa sem erlenda gesti. Það er mikið hagræði fyrir sveitarfélögin að vinna þar saman að uppbyggingu þjónustu og landvörslu. Þau hafa þó ekki sinnt sem skyldi að byggja upp þjónustu né heldur að vernda svæðið þannig að nýting þess verði sjálfbær. Landverðir eru lausráðnir bara yfir sumartímann. Síðustu tvö sumur hefur landvörður, sem gjörþekkir svæðið, verið í starfi frá maí til október. Fjárhagurinn leyfir ekki meira. Fyrir 3 árum voru sett upp klósett við Seltún í Krýsuvík, en þar koma 100.000 manns við árlega. Salernin eru lokuð yfir veturinn þrátt fyrir vaxandi vetrarumferð. Það hentar ferðaþjónustuaðilum vel að senda ferðafólk í Krýsuvík flesta daga ársins, en afleitt að þurfa að vísa því út í móa um hávetur á svo fjölförnum stað.Fólkvangur góð hugmynd Í náttúruverndarlögum (44/1999) er fólkvangur skilgreindur sem „landsvæði í umsjón sveitarfélags eða sveitarfélaga sem friðlýst hefur verið til útivistar og almenningsnota“. Hlutaðeigandi sveitarfélög bera kostnað af stofnun og rekstri fólkvangs í hlutfalli við íbúatölu. Hvert sveitarfélag heldur óskertu skipulagsvaldi. Samkvæmt lögum þessum er fólkvanginum stjórnað af samvinnunefnd sveitarfélaganna sem að honum standa, í samráði við Umhverfisstofnun. Skulu sveitarfélögin gera með sér lögboðinn samning þar sem kveðið skal á um starfshætti nefndarinnar. Nefndin breytist gjarna þegar skipt er um sveitarstjórn. Þannig hefur aftur og aftur verið byrjað nánast upp á nýtt því fólkvangurinn á sér hvorki fast starfslið né formlegar starfsreglur, aðeins mjög grófan ramma í auglýsingu frá 1975. Á þeim 38 árum sem Reykjanesfólkvangur hefur verið til hefur ekki tekist að koma á áðurnefndum lögboðnum samvinnusamningi. Fólkvangurinn hefur ekki haft einn einasta starfsmann í fullu starfi, aðeins landverði yfir sumartímann. Starf fólkvangsnefndarinnar hefur mest snúist um að leysa aðkallandi mál og stefnumörkun setið á hakanum. Þó hafa verið haldnar málstofur og gerðar skýrslur um náttúrufar og hugsanlega nýtingu og er mikið til af góðum hugmyndum. Núverandi nefnd nýtti aukafjárveitingu frá Reykjavíkurborg 2010 til að láta gera drög að metnaðarfullri stjórnunaráætlun sem er m.a. ágætur grundvöllur samvinnusamnings. Þar er góð lýsing á fólkvanginum með 7 þemakortum og settar fram ítarlegar hugmyndir um uppbyggingu þjónustu við gesti fólkvangsins og um vöktun náttúrunnar. Plagg þetta hefur síðan 2012 verið í höndum viðkomandi sveitarstjórna eða legið í skúffum þeirra. Sum sveitarfélögin hafa þó afgreitt það fyrir sitt leyti. Drögin má nálgast á www.reykjanesfolkvangur.is.Duga eða drepast! Reykjanesfólkvangur er að mestu leyti í landi Grindavíkur og Hafnarfjarðar. Að auki er lítil sneið í Garðabæ og smáflís er þjóðlenda. Reykjavík, fjölmennasta sveitarfélagið, á þar ekkert land, en líklega koma flestir notendur fólkvangsins þaðan, jafnt íbúar sem ferðamenn sem þar dvelja og vilja upplifa íslenska náttúru án langra ferðalaga. Því er sanngjarnt að Reykjavík beri stóran hluta kostnaðar, en framlag sveitarfélaganna miðast við höfðatölu. Árlegt framlag hefur verið afar lágt, aðeins 17 krónur á íbúa. Núverandi fólkvangsnefnd lagði til tvöföldun þess, í 35 kr. Það hafa mörg sveitarfélaganna þegar samþykkt. Nú er bara að vona að öll sveitarfélögin beri gæfu til að klára stjórnunar- og verndaráætlunina fyrir Reykjanesfólkvang, hækka fjárframlög upp í 35 kr. á íbúa og taka upp landvörslu allt árið svo fólkvangurinn þjóni betur vaxandi vetrarferðamennsku. Höfundur ber einn ábyrgð á því sem hér er sagt.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun