Lífið

Risastóri jólaþátturinn í kvöld

Bjarki Ármannsson skrifar
Það verður nóg að gera hjá Loga Bergmanni í kvöld.
Það verður nóg að gera hjá Loga Bergmanni í kvöld.
„Það verður alveg mökkur af fólki þarna,“ segir Logi Bergmann Eiðsson sjónvarpsmaður um sérstakan jólaþátt sem verður á dagskrá á Stöð 2 í kvöld klukkan fimm mínútur í átta. Þátturinn heitir einfaldlega Risastóri jólaþátturinn og mun Logi taka á móti ófáum góðum gestum.

„Ég held að þátturinn hafi aldrei verið svona stór, það eru einhver sjö, átta tónlistaratriði og nóg að gera,“ segir hann, en meðal þeirra sem flytja munu lög í þættinum má nefna Jón Jónsson, KK og Ellen, Lay Low og Ragga Bjarna ásamt fleirum.

„Hápunkturinn verður svo þegar Helgi Björns kemur og tekur Ef ég nenni,“ bætir Logi við.

Að sögn Loga mun þátturinn standa í um einn og hálfan tíma, þó að erfitt sé að segja til um það með vissu.

„Við reynum alltaf að gera aðeins meira en við ráðum við,“ segir Logi. „Það verða allavega mikil læti og mikið vesen.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.