Ákveðnir höfundar hvattir til að taka þátt Gunnar Leó Pálsson skrifar 19. desember 2013 09:30 Hera Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Söngvakeppni sjónvarpsins, segir keppnina sérstaklega fjölbreytta í ár. fréttablaðið/stefán „Við höfðum samband við tíu til tólf höfunda og hvöttum þá til að senda inn eitt til tvö lög, en þetta hefur oft tíðkast í keppninni. Þetta var gert með góðum fyrirvara, áður en umsóknarfrestur rann út, til að tryggja fjölbreytni í keppninni,“ segir Hera Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Söngvakeppni sjónvarpsins. Orðrómur hefur verið á kreiki um að ákveðnir höfundar hafi fengið undanþágur á skilatíma inn í keppnina og hafi hreinlega átt gulltryggt sæti í undankeppninni. „Engum var lofað þátttöku, en þetta bar engu að síður ágætan árangur, því nokkur þeirra laga rötuðu alla leið í tíu laga úrtakið. Ekki verður gefið upp hver þau eru né hversu mörg,“ útskýrir Hera. Sérstaklega samansett valnefnd, skipuð þremur körlum og þremur konum, valdi lögin. „Á hverju ári er nýtt fólk í nefndinni,“ bætir Hera við. Valnefndin fékk einungis lögin sjálf í hendurnar en höfundur var ekki tekinn fram þegar nefndin fékk lögin í hendurnar. „Svo skilaði hver meðlimur nefndarinnar inn lagi og vissi þá ekki hver höfundar lagsins var.“ Ákveðnar áherslubreytingar verða á keppninni í ár en einungis tíu lög komust áfram í undankeppnina. „Við höfum skorið jafnt og þétt niður undanfarin ár en dagskrárgerðin verður ekki síðri.“ Í fyrra voru tólf lög í undankeppninni og fimmtán lög þar á undan. Aldrei hafa fleiri lög borist í keppnina en í ár eða 297 lög. Undankeppnin fer fram í Háskólabíói 1. og 8. febrúar og svo fara úrslitin fram hinn 15. febrúar. Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Við höfðum samband við tíu til tólf höfunda og hvöttum þá til að senda inn eitt til tvö lög, en þetta hefur oft tíðkast í keppninni. Þetta var gert með góðum fyrirvara, áður en umsóknarfrestur rann út, til að tryggja fjölbreytni í keppninni,“ segir Hera Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Söngvakeppni sjónvarpsins. Orðrómur hefur verið á kreiki um að ákveðnir höfundar hafi fengið undanþágur á skilatíma inn í keppnina og hafi hreinlega átt gulltryggt sæti í undankeppninni. „Engum var lofað þátttöku, en þetta bar engu að síður ágætan árangur, því nokkur þeirra laga rötuðu alla leið í tíu laga úrtakið. Ekki verður gefið upp hver þau eru né hversu mörg,“ útskýrir Hera. Sérstaklega samansett valnefnd, skipuð þremur körlum og þremur konum, valdi lögin. „Á hverju ári er nýtt fólk í nefndinni,“ bætir Hera við. Valnefndin fékk einungis lögin sjálf í hendurnar en höfundur var ekki tekinn fram þegar nefndin fékk lögin í hendurnar. „Svo skilaði hver meðlimur nefndarinnar inn lagi og vissi þá ekki hver höfundar lagsins var.“ Ákveðnar áherslubreytingar verða á keppninni í ár en einungis tíu lög komust áfram í undankeppnina. „Við höfum skorið jafnt og þétt niður undanfarin ár en dagskrárgerðin verður ekki síðri.“ Í fyrra voru tólf lög í undankeppninni og fimmtán lög þar á undan. Aldrei hafa fleiri lög borist í keppnina en í ár eða 297 lög. Undankeppnin fer fram í Háskólabíói 1. og 8. febrúar og svo fara úrslitin fram hinn 15. febrúar.
Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira