Steindi og Baggalútur með lokalag Áramótaskaupsins Kjartan Atli Kjartansson skrifar 19. desember 2013 07:00 Lög Steinda Jr. hafa notið gífurlegra vinsælda. Margir munu eflaust gleðjast yfir því að hann syngi lokalag Áramótaskaupsins. „Þetta lag er algjört partí, ég er ótrúlega ánægður með það. Í raun kom aldrei annað til greina en að það yrði frumsamið,“ segir Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., um lokalagið í Áramótaskaupinu í ár, sem ber titilinn Springum út. Steindi og Baggalútur munu leiða saman hesta sína og njóta fulltingis lagasmiðanna Stop Wait Go, sem voru Steinda innan handar með mörg hans vinsælustu laga, til dæmis Djamm í kvöld og Dansa það af mér. Steindi mun syngja lagið ásamt Guðmundi Pálssyni úr Baggalút og Ilmi Kristjánsdóttur. „Í stuttu máli fjallar lagið um að strengja áramótaheit. Við Íslendingar erum einstaklega góðir í því að lofa öllu fögru síðustu klukkustundir hvers árs, en svo er allt annað hvort við förum eftir því,“ segir Steindi glaðbeittur og bætir því við að margir þjóðþekktir einstaklingar muni koma fram í laginu. Baggalútur og Steindi eru þekktir fyrir lög sín sem mörg hver hafa notið gríðarlegra vinsælda. Lög Steinda eru samtals með um þrjár milljónir flettinga á vefsíðunni YouTube og hárbeittar plötur Baggalúts hafa selst í bílförmum. „Ég geri þá kröfu að lagið ómi í öllum áramótapartíum og bara langt fram á nýja árið,“ segir Steindi. Steindi er einn níu handritshöfunda Áramótaskaupsins. Hann segir vinnuna við skaupið hafa verið skemmtilega tilbreytingu frá vinnunni við þættina hans, Steindinn okkar. „Aðalmunurinn er sá að maður fær ákveðin mál á borðið, þegar maður skrifar Skaupið, og þarf að skrifa brandara úr því sem helst höfðar til allra. En ég er vanur því að skapa brandarana algjörlega sjálfur og búa til karaktera, sem má skilgreina sem hlutlaust grín. Svo þetta var skemmtileg áskorun,“ útskýrir Steindi. Hann er afar ánægður með afraksturinn; finnst skaupið vera gott. „Það var rosalega góður andi yfir skrifteyminu, góð stemning á setti. Ég held að þetta sé þrususkaup. Mjög fjölbreytt. Við reyndum að hafa pólitíkina í algjöru lágmarki enda mörg önnur skemmtilegri mál að tækla.“ Hann vonast til þess að skaupið höfði til allra. „Mér finnst eins og það hafi tíðkast að annar helmingur þjóðarinnar fíli skaupið og hinn helmingurinn ekki. Ég vona að við náum að breyta því. Þetta skaup er fjölbreytt og það ætti klárlega að vera eitthvað þarna fyrir alla. Ég vona innilega að landsmenn á öllum aldri skemmti sér konunglega yfir skaupinu og enginn verði pirrípú, annars fer ég í felur í þrjá daga þangað til allir verða búnir að gleyma skaupinu,“ segir Steindi. Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Fleiri fréttir Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Sjá meira
„Þetta lag er algjört partí, ég er ótrúlega ánægður með það. Í raun kom aldrei annað til greina en að það yrði frumsamið,“ segir Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., um lokalagið í Áramótaskaupinu í ár, sem ber titilinn Springum út. Steindi og Baggalútur munu leiða saman hesta sína og njóta fulltingis lagasmiðanna Stop Wait Go, sem voru Steinda innan handar með mörg hans vinsælustu laga, til dæmis Djamm í kvöld og Dansa það af mér. Steindi mun syngja lagið ásamt Guðmundi Pálssyni úr Baggalút og Ilmi Kristjánsdóttur. „Í stuttu máli fjallar lagið um að strengja áramótaheit. Við Íslendingar erum einstaklega góðir í því að lofa öllu fögru síðustu klukkustundir hvers árs, en svo er allt annað hvort við förum eftir því,“ segir Steindi glaðbeittur og bætir því við að margir þjóðþekktir einstaklingar muni koma fram í laginu. Baggalútur og Steindi eru þekktir fyrir lög sín sem mörg hver hafa notið gríðarlegra vinsælda. Lög Steinda eru samtals með um þrjár milljónir flettinga á vefsíðunni YouTube og hárbeittar plötur Baggalúts hafa selst í bílförmum. „Ég geri þá kröfu að lagið ómi í öllum áramótapartíum og bara langt fram á nýja árið,“ segir Steindi. Steindi er einn níu handritshöfunda Áramótaskaupsins. Hann segir vinnuna við skaupið hafa verið skemmtilega tilbreytingu frá vinnunni við þættina hans, Steindinn okkar. „Aðalmunurinn er sá að maður fær ákveðin mál á borðið, þegar maður skrifar Skaupið, og þarf að skrifa brandara úr því sem helst höfðar til allra. En ég er vanur því að skapa brandarana algjörlega sjálfur og búa til karaktera, sem má skilgreina sem hlutlaust grín. Svo þetta var skemmtileg áskorun,“ útskýrir Steindi. Hann er afar ánægður með afraksturinn; finnst skaupið vera gott. „Það var rosalega góður andi yfir skrifteyminu, góð stemning á setti. Ég held að þetta sé þrususkaup. Mjög fjölbreytt. Við reyndum að hafa pólitíkina í algjöru lágmarki enda mörg önnur skemmtilegri mál að tækla.“ Hann vonast til þess að skaupið höfði til allra. „Mér finnst eins og það hafi tíðkast að annar helmingur þjóðarinnar fíli skaupið og hinn helmingurinn ekki. Ég vona að við náum að breyta því. Þetta skaup er fjölbreytt og það ætti klárlega að vera eitthvað þarna fyrir alla. Ég vona innilega að landsmenn á öllum aldri skemmti sér konunglega yfir skaupinu og enginn verði pirrípú, annars fer ég í felur í þrjá daga þangað til allir verða búnir að gleyma skaupinu,“ segir Steindi.
Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Fleiri fréttir Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Sjá meira