Íslendingaheilkennið Árni Richard Árnason skrifar 19. desember 2013 07:00 Kaupmáttur meðaltímakaups á Íslandi er lægri en á Spáni, þrátt fyrir að Íslendingar séu ríkir af auðlindum og fái fleiri ferðamenn miðað við höfðatölu. Því veldur óhagkvæmni einangraðs íslensks hagkerfis þar sem störf eru varin og mynduð með íhlutun stjórnmálamanna. Íslenskt hagkerfi einkennist af stjórnlyndi og ríkissósíalisma, og almenningur virðist halda að hlutverk stjórnmálamanna sé að skapa störf og hagvöxt. Hér eru einkenni að verki sem ég kalla Íslendingaheilkennið, en mætti líka nefna Þetta-reddast-heilkennið eða frekar Reddið-þessu-heilkennið. Ég ætla að reyna að gera þessu heilkenni skil með þessum pistli.Einkennin Sá sem er haldinn Íslendingaheilkenninu er með eindæmum skammsýnn. Hann aðhyllist ekki langtímalausnir, heldur töfralausnir. Hann hugsar oft stórt, en ekki mjög djúpt, og mest í eigin þágu. Hann virðist frjálslyndur gagnvart því hvernig annað fólk lifir sínu lífi, sem er stundum mistúlkað sem umburðarlyndi eða virðing, en í rauninni er honum sama um annað fólk á meðan það skaðar hann ekki. Hann óttast útlendinga sem geta svipt hann lífsviðurværi sínu og jafnvel stolið auðlindum þjóðar hans. Hann vill auka ríkidæmi sitt hratt, til dæmis með því að láta virkja fallvötn og byggja álver sem skapar gervihagvöxt. Fylgifiskur gervihagvaxtar er þó að hann gengur til baka, með tilheyrandi samdrætti, en það stöðvar ekki þann sem er haldinn Íslendingaheilkenninu því hann hugsar ekki svo langt. Hann þolir illa viðvaranir eða svartsýnisböl, sérstaklega ef slíkt kemur frá útlendingum. Hann lætur sér ekki segjast, enda væri það „aðför að sjálfstæðinu“ að fylgja ráðgjöf útlendinga. „Allt sem er íslenskt er gott, sérstaklega hin blessaða króna sem kemur hagkerfinu til bjargar með sveigjanleika sínum.“ Þó er krónan í hlekkjum og blóðsýgur íslenskt hagkerfi, þar sem blóðið er í formi vaxtagreiðslna til erlendra lánardrottna og kröfuhafa. En sá sem er haldinn Íslendingaheilkenninu er eindæma þrjóskur þegar kemur að því sem íslenskt er, enda er hann íslenskari en páfinn. Ef lausnir bjóðast sem fela í sér langtímasamstarf við útlendinga þá er þeim hafnað á þeim forsendum að lausnirnar séu ekki töfralausnir, nema með þeirri undantekningu að um styrki sé að ræða. „Þetta er líka allt saman útlendingum að kenna. Íslendingar eru svo sjálfstæð þjóð. Þetta reddast.“Áhrif á samfélagið Íslendinga sem eru veikir af Íslendingaheilkenninu er að finna í öllum starfsstéttum á Íslandi, og þeir gegnsýra allt íslenskt samfélag, svo að tala má um faraldur í þessu samhengi. Birtingarmynd þessa er einkum skýrust í fjármálaheiminum, fjölmiðlum og stjórnmálum. Um það fyrstnefnda þarf ég ekki að fara mörgum orðum, enda þekkja allir þann skaða sem hefur hlotist af Íslendingaheilkenninu á þeim vettvangi, þó að fæstir kunni góð skil á heilkenninu sjálfu. Íslenskir fjölmiðlar eru að mestu leyti slúðurfréttamiðlar með það meginmarkmið að endursegja hvað fólk sagði í stað þess að greina og skýra hvað gerðist eða mun gerast. Eitt vinsælasta viðfangsefni fjölmiðlastéttarinnar er fjölmiðlastéttin sjálf. Hvar annars staðar í heiminum birtast reglulega fréttatilkynningar um óléttu fjölmiðlakvenna? Hvar annars staðar í heiminum getur fólk orðið „frægt“ fyrir ekki merkilegri afrek en að vera fyllibyttur eða dópistar? Lágkúrulegar slúðurfréttir eru vinsælasta efni veffjölmiðlanna og framboðið mætir eftirspurn. Íslendingaheilkennið og grunnhyggnin ráða ríkjum. Ástandið minnir óþægilega mikið á gamlar zombí-kvikmyndir, með þeirri undantekningu að zombí-áhrifin eru aðeins innvortis, smitast sennilega ekki við bit, og gætu verið meðfædd.Kjósendur vilja skammtímalausnir Alþingi er helsta vígi Íslendingaheilkennisins. Þar ræða hugsjónalausir stjórnmálamenn skammtímalausnir sem eru best fallnar til þess að kaupa atkvæði auðkeyptra kjósenda. Sem betur fer fyrir stjórnmálamenn þá muna kjósendur ekki langt aftur, og hugsa ekki langt fram í tímann, enda flestir haldnir Íslendingaheilkenninu. En stjórnmálamönnum er refsað fljótt ef þeir finna ekki skammtímalausnir hið fyrsta sem gefa fólki aura í vasann, og því eiga stjórnmálamenn með framtíðarsýn ekki upp á pallborðið hjá kjósendum. Til allrar hamingju fyrir ráðandi stjórnmálamenn þá hafa þeir þjálfað hæfni sína í að finna fjármuni og þeir geta jafnvel tekið þá af framtíðarskattgreiðslum, jafnvel þó að óvíst sé að þær muni nokkurn tímann eiga sér stað. Kjósendur hafa engar áhyggjur af því, enda er það þeim ofviða að hugsa svo langt fram í tímann. „Þetta reddast.“ Að svo komnu er Íslendingaheilkennið einangrað við Ísland sökum legu landsins. Ef þú býrð utan Íslands, þá hef ég þetta að segja: Don‘t panic. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Kaupmáttur meðaltímakaups á Íslandi er lægri en á Spáni, þrátt fyrir að Íslendingar séu ríkir af auðlindum og fái fleiri ferðamenn miðað við höfðatölu. Því veldur óhagkvæmni einangraðs íslensks hagkerfis þar sem störf eru varin og mynduð með íhlutun stjórnmálamanna. Íslenskt hagkerfi einkennist af stjórnlyndi og ríkissósíalisma, og almenningur virðist halda að hlutverk stjórnmálamanna sé að skapa störf og hagvöxt. Hér eru einkenni að verki sem ég kalla Íslendingaheilkennið, en mætti líka nefna Þetta-reddast-heilkennið eða frekar Reddið-þessu-heilkennið. Ég ætla að reyna að gera þessu heilkenni skil með þessum pistli.Einkennin Sá sem er haldinn Íslendingaheilkenninu er með eindæmum skammsýnn. Hann aðhyllist ekki langtímalausnir, heldur töfralausnir. Hann hugsar oft stórt, en ekki mjög djúpt, og mest í eigin þágu. Hann virðist frjálslyndur gagnvart því hvernig annað fólk lifir sínu lífi, sem er stundum mistúlkað sem umburðarlyndi eða virðing, en í rauninni er honum sama um annað fólk á meðan það skaðar hann ekki. Hann óttast útlendinga sem geta svipt hann lífsviðurværi sínu og jafnvel stolið auðlindum þjóðar hans. Hann vill auka ríkidæmi sitt hratt, til dæmis með því að láta virkja fallvötn og byggja álver sem skapar gervihagvöxt. Fylgifiskur gervihagvaxtar er þó að hann gengur til baka, með tilheyrandi samdrætti, en það stöðvar ekki þann sem er haldinn Íslendingaheilkenninu því hann hugsar ekki svo langt. Hann þolir illa viðvaranir eða svartsýnisböl, sérstaklega ef slíkt kemur frá útlendingum. Hann lætur sér ekki segjast, enda væri það „aðför að sjálfstæðinu“ að fylgja ráðgjöf útlendinga. „Allt sem er íslenskt er gott, sérstaklega hin blessaða króna sem kemur hagkerfinu til bjargar með sveigjanleika sínum.“ Þó er krónan í hlekkjum og blóðsýgur íslenskt hagkerfi, þar sem blóðið er í formi vaxtagreiðslna til erlendra lánardrottna og kröfuhafa. En sá sem er haldinn Íslendingaheilkenninu er eindæma þrjóskur þegar kemur að því sem íslenskt er, enda er hann íslenskari en páfinn. Ef lausnir bjóðast sem fela í sér langtímasamstarf við útlendinga þá er þeim hafnað á þeim forsendum að lausnirnar séu ekki töfralausnir, nema með þeirri undantekningu að um styrki sé að ræða. „Þetta er líka allt saman útlendingum að kenna. Íslendingar eru svo sjálfstæð þjóð. Þetta reddast.“Áhrif á samfélagið Íslendinga sem eru veikir af Íslendingaheilkenninu er að finna í öllum starfsstéttum á Íslandi, og þeir gegnsýra allt íslenskt samfélag, svo að tala má um faraldur í þessu samhengi. Birtingarmynd þessa er einkum skýrust í fjármálaheiminum, fjölmiðlum og stjórnmálum. Um það fyrstnefnda þarf ég ekki að fara mörgum orðum, enda þekkja allir þann skaða sem hefur hlotist af Íslendingaheilkenninu á þeim vettvangi, þó að fæstir kunni góð skil á heilkenninu sjálfu. Íslenskir fjölmiðlar eru að mestu leyti slúðurfréttamiðlar með það meginmarkmið að endursegja hvað fólk sagði í stað þess að greina og skýra hvað gerðist eða mun gerast. Eitt vinsælasta viðfangsefni fjölmiðlastéttarinnar er fjölmiðlastéttin sjálf. Hvar annars staðar í heiminum birtast reglulega fréttatilkynningar um óléttu fjölmiðlakvenna? Hvar annars staðar í heiminum getur fólk orðið „frægt“ fyrir ekki merkilegri afrek en að vera fyllibyttur eða dópistar? Lágkúrulegar slúðurfréttir eru vinsælasta efni veffjölmiðlanna og framboðið mætir eftirspurn. Íslendingaheilkennið og grunnhyggnin ráða ríkjum. Ástandið minnir óþægilega mikið á gamlar zombí-kvikmyndir, með þeirri undantekningu að zombí-áhrifin eru aðeins innvortis, smitast sennilega ekki við bit, og gætu verið meðfædd.Kjósendur vilja skammtímalausnir Alþingi er helsta vígi Íslendingaheilkennisins. Þar ræða hugsjónalausir stjórnmálamenn skammtímalausnir sem eru best fallnar til þess að kaupa atkvæði auðkeyptra kjósenda. Sem betur fer fyrir stjórnmálamenn þá muna kjósendur ekki langt aftur, og hugsa ekki langt fram í tímann, enda flestir haldnir Íslendingaheilkenninu. En stjórnmálamönnum er refsað fljótt ef þeir finna ekki skammtímalausnir hið fyrsta sem gefa fólki aura í vasann, og því eiga stjórnmálamenn með framtíðarsýn ekki upp á pallborðið hjá kjósendum. Til allrar hamingju fyrir ráðandi stjórnmálamenn þá hafa þeir þjálfað hæfni sína í að finna fjármuni og þeir geta jafnvel tekið þá af framtíðarskattgreiðslum, jafnvel þó að óvíst sé að þær muni nokkurn tímann eiga sér stað. Kjósendur hafa engar áhyggjur af því, enda er það þeim ofviða að hugsa svo langt fram í tímann. „Þetta reddast.“ Að svo komnu er Íslendingaheilkennið einangrað við Ísland sökum legu landsins. Ef þú býrð utan Íslands, þá hef ég þetta að segja: Don‘t panic.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun