Íslendingaheilkennið Árni Richard Árnason skrifar 19. desember 2013 07:00 Kaupmáttur meðaltímakaups á Íslandi er lægri en á Spáni, þrátt fyrir að Íslendingar séu ríkir af auðlindum og fái fleiri ferðamenn miðað við höfðatölu. Því veldur óhagkvæmni einangraðs íslensks hagkerfis þar sem störf eru varin og mynduð með íhlutun stjórnmálamanna. Íslenskt hagkerfi einkennist af stjórnlyndi og ríkissósíalisma, og almenningur virðist halda að hlutverk stjórnmálamanna sé að skapa störf og hagvöxt. Hér eru einkenni að verki sem ég kalla Íslendingaheilkennið, en mætti líka nefna Þetta-reddast-heilkennið eða frekar Reddið-þessu-heilkennið. Ég ætla að reyna að gera þessu heilkenni skil með þessum pistli.Einkennin Sá sem er haldinn Íslendingaheilkenninu er með eindæmum skammsýnn. Hann aðhyllist ekki langtímalausnir, heldur töfralausnir. Hann hugsar oft stórt, en ekki mjög djúpt, og mest í eigin þágu. Hann virðist frjálslyndur gagnvart því hvernig annað fólk lifir sínu lífi, sem er stundum mistúlkað sem umburðarlyndi eða virðing, en í rauninni er honum sama um annað fólk á meðan það skaðar hann ekki. Hann óttast útlendinga sem geta svipt hann lífsviðurværi sínu og jafnvel stolið auðlindum þjóðar hans. Hann vill auka ríkidæmi sitt hratt, til dæmis með því að láta virkja fallvötn og byggja álver sem skapar gervihagvöxt. Fylgifiskur gervihagvaxtar er þó að hann gengur til baka, með tilheyrandi samdrætti, en það stöðvar ekki þann sem er haldinn Íslendingaheilkenninu því hann hugsar ekki svo langt. Hann þolir illa viðvaranir eða svartsýnisböl, sérstaklega ef slíkt kemur frá útlendingum. Hann lætur sér ekki segjast, enda væri það „aðför að sjálfstæðinu“ að fylgja ráðgjöf útlendinga. „Allt sem er íslenskt er gott, sérstaklega hin blessaða króna sem kemur hagkerfinu til bjargar með sveigjanleika sínum.“ Þó er krónan í hlekkjum og blóðsýgur íslenskt hagkerfi, þar sem blóðið er í formi vaxtagreiðslna til erlendra lánardrottna og kröfuhafa. En sá sem er haldinn Íslendingaheilkenninu er eindæma þrjóskur þegar kemur að því sem íslenskt er, enda er hann íslenskari en páfinn. Ef lausnir bjóðast sem fela í sér langtímasamstarf við útlendinga þá er þeim hafnað á þeim forsendum að lausnirnar séu ekki töfralausnir, nema með þeirri undantekningu að um styrki sé að ræða. „Þetta er líka allt saman útlendingum að kenna. Íslendingar eru svo sjálfstæð þjóð. Þetta reddast.“Áhrif á samfélagið Íslendinga sem eru veikir af Íslendingaheilkenninu er að finna í öllum starfsstéttum á Íslandi, og þeir gegnsýra allt íslenskt samfélag, svo að tala má um faraldur í þessu samhengi. Birtingarmynd þessa er einkum skýrust í fjármálaheiminum, fjölmiðlum og stjórnmálum. Um það fyrstnefnda þarf ég ekki að fara mörgum orðum, enda þekkja allir þann skaða sem hefur hlotist af Íslendingaheilkenninu á þeim vettvangi, þó að fæstir kunni góð skil á heilkenninu sjálfu. Íslenskir fjölmiðlar eru að mestu leyti slúðurfréttamiðlar með það meginmarkmið að endursegja hvað fólk sagði í stað þess að greina og skýra hvað gerðist eða mun gerast. Eitt vinsælasta viðfangsefni fjölmiðlastéttarinnar er fjölmiðlastéttin sjálf. Hvar annars staðar í heiminum birtast reglulega fréttatilkynningar um óléttu fjölmiðlakvenna? Hvar annars staðar í heiminum getur fólk orðið „frægt“ fyrir ekki merkilegri afrek en að vera fyllibyttur eða dópistar? Lágkúrulegar slúðurfréttir eru vinsælasta efni veffjölmiðlanna og framboðið mætir eftirspurn. Íslendingaheilkennið og grunnhyggnin ráða ríkjum. Ástandið minnir óþægilega mikið á gamlar zombí-kvikmyndir, með þeirri undantekningu að zombí-áhrifin eru aðeins innvortis, smitast sennilega ekki við bit, og gætu verið meðfædd.Kjósendur vilja skammtímalausnir Alþingi er helsta vígi Íslendingaheilkennisins. Þar ræða hugsjónalausir stjórnmálamenn skammtímalausnir sem eru best fallnar til þess að kaupa atkvæði auðkeyptra kjósenda. Sem betur fer fyrir stjórnmálamenn þá muna kjósendur ekki langt aftur, og hugsa ekki langt fram í tímann, enda flestir haldnir Íslendingaheilkenninu. En stjórnmálamönnum er refsað fljótt ef þeir finna ekki skammtímalausnir hið fyrsta sem gefa fólki aura í vasann, og því eiga stjórnmálamenn með framtíðarsýn ekki upp á pallborðið hjá kjósendum. Til allrar hamingju fyrir ráðandi stjórnmálamenn þá hafa þeir þjálfað hæfni sína í að finna fjármuni og þeir geta jafnvel tekið þá af framtíðarskattgreiðslum, jafnvel þó að óvíst sé að þær muni nokkurn tímann eiga sér stað. Kjósendur hafa engar áhyggjur af því, enda er það þeim ofviða að hugsa svo langt fram í tímann. „Þetta reddast.“ Að svo komnu er Íslendingaheilkennið einangrað við Ísland sökum legu landsins. Ef þú býrð utan Íslands, þá hef ég þetta að segja: Don‘t panic. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Kaupmáttur meðaltímakaups á Íslandi er lægri en á Spáni, þrátt fyrir að Íslendingar séu ríkir af auðlindum og fái fleiri ferðamenn miðað við höfðatölu. Því veldur óhagkvæmni einangraðs íslensks hagkerfis þar sem störf eru varin og mynduð með íhlutun stjórnmálamanna. Íslenskt hagkerfi einkennist af stjórnlyndi og ríkissósíalisma, og almenningur virðist halda að hlutverk stjórnmálamanna sé að skapa störf og hagvöxt. Hér eru einkenni að verki sem ég kalla Íslendingaheilkennið, en mætti líka nefna Þetta-reddast-heilkennið eða frekar Reddið-þessu-heilkennið. Ég ætla að reyna að gera þessu heilkenni skil með þessum pistli.Einkennin Sá sem er haldinn Íslendingaheilkenninu er með eindæmum skammsýnn. Hann aðhyllist ekki langtímalausnir, heldur töfralausnir. Hann hugsar oft stórt, en ekki mjög djúpt, og mest í eigin þágu. Hann virðist frjálslyndur gagnvart því hvernig annað fólk lifir sínu lífi, sem er stundum mistúlkað sem umburðarlyndi eða virðing, en í rauninni er honum sama um annað fólk á meðan það skaðar hann ekki. Hann óttast útlendinga sem geta svipt hann lífsviðurværi sínu og jafnvel stolið auðlindum þjóðar hans. Hann vill auka ríkidæmi sitt hratt, til dæmis með því að láta virkja fallvötn og byggja álver sem skapar gervihagvöxt. Fylgifiskur gervihagvaxtar er þó að hann gengur til baka, með tilheyrandi samdrætti, en það stöðvar ekki þann sem er haldinn Íslendingaheilkenninu því hann hugsar ekki svo langt. Hann þolir illa viðvaranir eða svartsýnisböl, sérstaklega ef slíkt kemur frá útlendingum. Hann lætur sér ekki segjast, enda væri það „aðför að sjálfstæðinu“ að fylgja ráðgjöf útlendinga. „Allt sem er íslenskt er gott, sérstaklega hin blessaða króna sem kemur hagkerfinu til bjargar með sveigjanleika sínum.“ Þó er krónan í hlekkjum og blóðsýgur íslenskt hagkerfi, þar sem blóðið er í formi vaxtagreiðslna til erlendra lánardrottna og kröfuhafa. En sá sem er haldinn Íslendingaheilkenninu er eindæma þrjóskur þegar kemur að því sem íslenskt er, enda er hann íslenskari en páfinn. Ef lausnir bjóðast sem fela í sér langtímasamstarf við útlendinga þá er þeim hafnað á þeim forsendum að lausnirnar séu ekki töfralausnir, nema með þeirri undantekningu að um styrki sé að ræða. „Þetta er líka allt saman útlendingum að kenna. Íslendingar eru svo sjálfstæð þjóð. Þetta reddast.“Áhrif á samfélagið Íslendinga sem eru veikir af Íslendingaheilkenninu er að finna í öllum starfsstéttum á Íslandi, og þeir gegnsýra allt íslenskt samfélag, svo að tala má um faraldur í þessu samhengi. Birtingarmynd þessa er einkum skýrust í fjármálaheiminum, fjölmiðlum og stjórnmálum. Um það fyrstnefnda þarf ég ekki að fara mörgum orðum, enda þekkja allir þann skaða sem hefur hlotist af Íslendingaheilkenninu á þeim vettvangi, þó að fæstir kunni góð skil á heilkenninu sjálfu. Íslenskir fjölmiðlar eru að mestu leyti slúðurfréttamiðlar með það meginmarkmið að endursegja hvað fólk sagði í stað þess að greina og skýra hvað gerðist eða mun gerast. Eitt vinsælasta viðfangsefni fjölmiðlastéttarinnar er fjölmiðlastéttin sjálf. Hvar annars staðar í heiminum birtast reglulega fréttatilkynningar um óléttu fjölmiðlakvenna? Hvar annars staðar í heiminum getur fólk orðið „frægt“ fyrir ekki merkilegri afrek en að vera fyllibyttur eða dópistar? Lágkúrulegar slúðurfréttir eru vinsælasta efni veffjölmiðlanna og framboðið mætir eftirspurn. Íslendingaheilkennið og grunnhyggnin ráða ríkjum. Ástandið minnir óþægilega mikið á gamlar zombí-kvikmyndir, með þeirri undantekningu að zombí-áhrifin eru aðeins innvortis, smitast sennilega ekki við bit, og gætu verið meðfædd.Kjósendur vilja skammtímalausnir Alþingi er helsta vígi Íslendingaheilkennisins. Þar ræða hugsjónalausir stjórnmálamenn skammtímalausnir sem eru best fallnar til þess að kaupa atkvæði auðkeyptra kjósenda. Sem betur fer fyrir stjórnmálamenn þá muna kjósendur ekki langt aftur, og hugsa ekki langt fram í tímann, enda flestir haldnir Íslendingaheilkenninu. En stjórnmálamönnum er refsað fljótt ef þeir finna ekki skammtímalausnir hið fyrsta sem gefa fólki aura í vasann, og því eiga stjórnmálamenn með framtíðarsýn ekki upp á pallborðið hjá kjósendum. Til allrar hamingju fyrir ráðandi stjórnmálamenn þá hafa þeir þjálfað hæfni sína í að finna fjármuni og þeir geta jafnvel tekið þá af framtíðarskattgreiðslum, jafnvel þó að óvíst sé að þær muni nokkurn tímann eiga sér stað. Kjósendur hafa engar áhyggjur af því, enda er það þeim ofviða að hugsa svo langt fram í tímann. „Þetta reddast.“ Að svo komnu er Íslendingaheilkennið einangrað við Ísland sökum legu landsins. Ef þú býrð utan Íslands, þá hef ég þetta að segja: Don‘t panic.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun