Opnuðu kjólabúð á netinu Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 19. desember 2013 09:30 Sigrún Margrét Guðmundsdóttir opnaði Sissubúð.is á dögunum. MYND/DANÍEL Sissa amma er alltaf svo ótrúlega fín og vel til höfð svo nafnið á búðinni kom alveg um leið, Sissubúð. Við Sirrí höfum báðar sérstakt dálæti á fallegum kjólum, en komumst ekki með tærnar þar sem amma er með hælana hvað varðar elegans,“ segir Sigrún Margrét Guðmundsdóttir, en hún hefur stofnað vefverslunina sissubud.is með föt í anda sjötta og sjöunda áratugarins, ásamt frænku sinni, Sigríði Elínu Ásgeirsdóttur. Í búðinni leggja þær áherslu á kjóla og segjast ekki kaupa neitt inn nema þeim líki það sjálfum.„Mömmur okkar voru mjög duglegar að sauma á okkur kjóla þegar við vorum litlar og oft vorum við útstungnar af títuprjónum þegar var verið að máta á okkur. Við æptum og skræktum þá, en ætli þetta saumaæði hafi ekki átt sinn þátt í að smita okkur af kjólabakteríunni. Saumabakterían smitaðist hins vegar ekki. Við erum meira í að kaupa allt tilbúið,“ segir Sigrún hlæjandi. „Við kaupum fötin frá nokkrum framleiðendum, meðal annars breskum og bandarískum, til dæmis verslum við töluvert við mjög flottan hönnuð sem er í Brooklyn og hannar undir merkjum Family Affairs. Kjólarnir eru vinsælastir, dömulegir og klassískir en þeir eru mjög klæðilega sniðnir og henta öllum konum. Nú förum við að bæta við vörum en áherslan verður áfram á kjólana. Vonandi fáum við skó og fylgihluti á næstu vikum,“ segir Sigrún og bætir við að viðtökurnar hafi verið framar vonum.„Sissubúð fer ótrúlega vel af stað og í raun miklu betur en við áttum von á. Ég er bókmenntafræðingur og hef aldrei komið nálægt tískubransanum áður, en þetta er mjög skemmtilegt verkefni. Amma fylgist líka vel með öllu en hún opnaði búðina formlega. Það er sérstaklega gaman að hafa hana með í þessu,“ segir Sigrún. Sissubúð sendir um allt land en einnig má hafa samband við Sigrúnu í gegnum vefsíðuna og fá að skoða og máta. Sissubúð er líka á Facebook. Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira
Sissa amma er alltaf svo ótrúlega fín og vel til höfð svo nafnið á búðinni kom alveg um leið, Sissubúð. Við Sirrí höfum báðar sérstakt dálæti á fallegum kjólum, en komumst ekki með tærnar þar sem amma er með hælana hvað varðar elegans,“ segir Sigrún Margrét Guðmundsdóttir, en hún hefur stofnað vefverslunina sissubud.is með föt í anda sjötta og sjöunda áratugarins, ásamt frænku sinni, Sigríði Elínu Ásgeirsdóttur. Í búðinni leggja þær áherslu á kjóla og segjast ekki kaupa neitt inn nema þeim líki það sjálfum.„Mömmur okkar voru mjög duglegar að sauma á okkur kjóla þegar við vorum litlar og oft vorum við útstungnar af títuprjónum þegar var verið að máta á okkur. Við æptum og skræktum þá, en ætli þetta saumaæði hafi ekki átt sinn þátt í að smita okkur af kjólabakteríunni. Saumabakterían smitaðist hins vegar ekki. Við erum meira í að kaupa allt tilbúið,“ segir Sigrún hlæjandi. „Við kaupum fötin frá nokkrum framleiðendum, meðal annars breskum og bandarískum, til dæmis verslum við töluvert við mjög flottan hönnuð sem er í Brooklyn og hannar undir merkjum Family Affairs. Kjólarnir eru vinsælastir, dömulegir og klassískir en þeir eru mjög klæðilega sniðnir og henta öllum konum. Nú förum við að bæta við vörum en áherslan verður áfram á kjólana. Vonandi fáum við skó og fylgihluti á næstu vikum,“ segir Sigrún og bætir við að viðtökurnar hafi verið framar vonum.„Sissubúð fer ótrúlega vel af stað og í raun miklu betur en við áttum von á. Ég er bókmenntafræðingur og hef aldrei komið nálægt tískubransanum áður, en þetta er mjög skemmtilegt verkefni. Amma fylgist líka vel með öllu en hún opnaði búðina formlega. Það er sérstaklega gaman að hafa hana með í þessu,“ segir Sigrún. Sissubúð sendir um allt land en einnig má hafa samband við Sigrúnu í gegnum vefsíðuna og fá að skoða og máta. Sissubúð er líka á Facebook.
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira