Hinn fullkomni karlmaður Elín Albertsdóttir skrifar 19. desember 2013 10:00 Arnar Gauti veit hvað hinn sanni karlmaður vill fá í jólagjöf. Kristbjörg Það getur verið höfuðverkur að finna réttu jólagjöfina fyrir herrann. Alltaf er þó hægt að bjarga sér með tískufatnaði. Arnar Gauti stílisti var spurður hvað væri í tísku um þessar mundir fyrir herrann. Hann gefur hér góð ráð um flottar jólagjafir. Köflótt skyrta er vinsæl um þessar mundir og hana er hægt að nota við litaðar kakíbuxur eða gallabuxur,“ svarar Arnar Gauti þegar hann er spurður hvað sé mest í tísku. „Barbour-yfirhöfn er mjög mikið í tísku um þessar mundir, tímalaus jakki sem er hrikalega „stylish“. Timberland-skór eru flott gjöf. Allir karlmenn ættu að eiga eina slíka, gjöf sem endist í mörg ár. Ég fékk Timberland-skó í jólagjöf fyrir mörgum árum og er enn að nota þá, líklega endingarbesta gjöf sem ég hef fengið,“ bendir Arnar Gauti á og enn er hann með nokkrar hugmyndir. „Hanskar eru góð gjöf en það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar maður hugsar um leðurhanska er afi. Frekar ætti að gefa ullarvettlinga, til dæmis með snjókorninu frá Varma. Þeir eru flottari fyrir útlitið,“ segir hann. „Ilmvatn er alltaf kærkomin gjöf fyrir karlmenn. Konan velur oft lykt sem henni finnst góð og vill að maðurinn noti hana en ég mæli frekar með Spice Bomb frá Victor & Rolf. Síðan er alltaf gott að fá buxur. Þær ættu að vera í flottum lit, vínrauðar eða gular og með þröngu sniði. Þær fara vel með köflóttu skyrtunni og bláum Barbour-jakka. Flottir ullarsokkar gætu verið í pakkanum því það er mikið í tísku að setja þá yfir kakí- eða gallabuxur. Núna er hægt að fá ullarsokka í flottum litum. Passa líka vel við Timberland-skóna. Slaufur eru sannarlega í tísku núna og mikið úrval í verslunum. Falleg skyrta, slaufa og peysa yfir – þýðir vel klæddur karlmaður. Sumir karlmenn eru hrifnari af bindum en þá þarf bara að meta hvað passar betur,“ segir Arnar enn fremur. „Ekki má gleyma þægilegum náttbuxum, til dæmis frá Joe Boxer. Margir karlmenn sofa ekki í náttfötum en vilja eiga náttbuxur til að nota á morgnana um helgar eða þegar maður vill hafa það kósí. Svo má ég til með að nefna bakpoka fyrir tölvuna og annað dót sem við þurfum að vera með á okkur. Einnig get ég nefnt flott armband. Strákar eru ekki lengur feimnir við að ganga með skartgripi. Ég get nefnt Infinity-armbandið frá Vera Design sem er með því flottara,“ segir Arnar Gauti sem veit hvað hann syngur á þessu sviði. Arnar segir að merkin skipti í rauninni ekki máli heldur að varan sé útsjónarsöm og á góðu verði. „Það er samt alltaf gaman að fá vandaða og góða vöru sem endist lengi. Þegar hann er beðinn að lýsa flottum karlmanni sem fylgir tískunni, svarar hann. „Sá er í köflóttri skyrtu með slaufu, í vínrauðum kakí-buxum, Timberland-skóm með ullarsokka yfir buxurnar. Auðvitað er hann í Barbour-jakka með bakpoka og ullarvettlinga. Þetta væri stórfenglegur maður í útliti með gott sjálfstraust og veit hvernig á að klæðast.“ Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Sjá meira
Það getur verið höfuðverkur að finna réttu jólagjöfina fyrir herrann. Alltaf er þó hægt að bjarga sér með tískufatnaði. Arnar Gauti stílisti var spurður hvað væri í tísku um þessar mundir fyrir herrann. Hann gefur hér góð ráð um flottar jólagjafir. Köflótt skyrta er vinsæl um þessar mundir og hana er hægt að nota við litaðar kakíbuxur eða gallabuxur,“ svarar Arnar Gauti þegar hann er spurður hvað sé mest í tísku. „Barbour-yfirhöfn er mjög mikið í tísku um þessar mundir, tímalaus jakki sem er hrikalega „stylish“. Timberland-skór eru flott gjöf. Allir karlmenn ættu að eiga eina slíka, gjöf sem endist í mörg ár. Ég fékk Timberland-skó í jólagjöf fyrir mörgum árum og er enn að nota þá, líklega endingarbesta gjöf sem ég hef fengið,“ bendir Arnar Gauti á og enn er hann með nokkrar hugmyndir. „Hanskar eru góð gjöf en það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar maður hugsar um leðurhanska er afi. Frekar ætti að gefa ullarvettlinga, til dæmis með snjókorninu frá Varma. Þeir eru flottari fyrir útlitið,“ segir hann. „Ilmvatn er alltaf kærkomin gjöf fyrir karlmenn. Konan velur oft lykt sem henni finnst góð og vill að maðurinn noti hana en ég mæli frekar með Spice Bomb frá Victor & Rolf. Síðan er alltaf gott að fá buxur. Þær ættu að vera í flottum lit, vínrauðar eða gular og með þröngu sniði. Þær fara vel með köflóttu skyrtunni og bláum Barbour-jakka. Flottir ullarsokkar gætu verið í pakkanum því það er mikið í tísku að setja þá yfir kakí- eða gallabuxur. Núna er hægt að fá ullarsokka í flottum litum. Passa líka vel við Timberland-skóna. Slaufur eru sannarlega í tísku núna og mikið úrval í verslunum. Falleg skyrta, slaufa og peysa yfir – þýðir vel klæddur karlmaður. Sumir karlmenn eru hrifnari af bindum en þá þarf bara að meta hvað passar betur,“ segir Arnar enn fremur. „Ekki má gleyma þægilegum náttbuxum, til dæmis frá Joe Boxer. Margir karlmenn sofa ekki í náttfötum en vilja eiga náttbuxur til að nota á morgnana um helgar eða þegar maður vill hafa það kósí. Svo má ég til með að nefna bakpoka fyrir tölvuna og annað dót sem við þurfum að vera með á okkur. Einnig get ég nefnt flott armband. Strákar eru ekki lengur feimnir við að ganga með skartgripi. Ég get nefnt Infinity-armbandið frá Vera Design sem er með því flottara,“ segir Arnar Gauti sem veit hvað hann syngur á þessu sviði. Arnar segir að merkin skipti í rauninni ekki máli heldur að varan sé útsjónarsöm og á góðu verði. „Það er samt alltaf gaman að fá vandaða og góða vöru sem endist lengi. Þegar hann er beðinn að lýsa flottum karlmanni sem fylgir tískunni, svarar hann. „Sá er í köflóttri skyrtu með slaufu, í vínrauðum kakí-buxum, Timberland-skóm með ullarsokka yfir buxurnar. Auðvitað er hann í Barbour-jakka með bakpoka og ullarvettlinga. Þetta væri stórfenglegur maður í útliti með gott sjálfstraust og veit hvernig á að klæðast.“
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Sjá meira