Hlaut fyrstu verðlaun Ólöf Skaftadóttir skrifar 17. desember 2013 08:00 Birgit er stolt af öllum verkefnum sínum og lítur á hvert og eitt eins og barnið sitt. MYND/Úr einkasafni „Það var verðlaunaafhending og svona í kringum þetta, en það er búið að vera svo mikið að gera hjá mér í vinnunni að ég komst ekki. Ég sendi þeim samt upptöku þar sem ég þakka fyrir mig. Mér finnst hundleiðinlegt að hafa ekki komist. Loksins þegar maður fær tækifæri á að komast til Hollywood!“ segir íslenska kvikmyndatökukonan Birgit Guðjónsdóttir sem hlaut fyrstu verðlaun á Women‘s International Film & Television Showcase fyrir bestu kvikmyndatökuna á dögunum. Birgit hefur verið búsett í Þýskalandi síðastliðin tólf ár, en hún hefur unnið við stórmyndir á borð við Goodbye Lenin, The Bourne Supremacy og Our Grand Despair, sem hún fékk meðal annars tilnefningu til Gullbjarnarins fyrir á kvikmyndahátíðinni í Berlín í febrúar 2011. Aðspurð segist hún ekki geta gert upp á milli verkefna. „Ég er alltaf stolt af því sem ég geri. Þetta eru eins og börnin manns, ekki hægt að gera upp á milli,“ bætir hún við. Birgit hóf að vinna við kvikmyndagerð árið 1984, en þá hafði hún nýverið lokið fjögurra ára ljósmyndanámi í Austurríki. Hún hefur aldrei unnið að alíslenskri mynd, en langar mikið til þess. „Ég hef unnið verkefni á Íslandi, en þá fyrir erlend framleiðslufyrirtæki. Til dæmis skaut ég eina heimildarmynd sem er verið að sýna núna í Þýskalandi, en hún fjallar um þýskar konur sem komu til Íslands árið 1949. Þá setti landbúnaðarráðuneytið auglýsingu í dagblað í norðurhluta Þýskalands því það vantaði vinnukonur úti á landi. Þá komu 200 konur frá Þýskalandi og stór hluti þeirra settist hér að og fór aldrei aftur.“ Það er í nægu að snúast fyrir Birgit um þessar mundir. „Næst á dagskrá er heimildarmynd um svartar söngkonur í Bandaríkjunum sem ég er að skjóta fyrir austurrískt fyrirtæki og svo er ég sennilega að fara að taka mynd næsta sumar á Íslandi, fyrir svissneskt fyrirtæki. Það er aðeins of snemmt að ræða um það, en ég er mjög spennt fyrir því að koma heim,“ segir Birgit. Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
„Það var verðlaunaafhending og svona í kringum þetta, en það er búið að vera svo mikið að gera hjá mér í vinnunni að ég komst ekki. Ég sendi þeim samt upptöku þar sem ég þakka fyrir mig. Mér finnst hundleiðinlegt að hafa ekki komist. Loksins þegar maður fær tækifæri á að komast til Hollywood!“ segir íslenska kvikmyndatökukonan Birgit Guðjónsdóttir sem hlaut fyrstu verðlaun á Women‘s International Film & Television Showcase fyrir bestu kvikmyndatökuna á dögunum. Birgit hefur verið búsett í Þýskalandi síðastliðin tólf ár, en hún hefur unnið við stórmyndir á borð við Goodbye Lenin, The Bourne Supremacy og Our Grand Despair, sem hún fékk meðal annars tilnefningu til Gullbjarnarins fyrir á kvikmyndahátíðinni í Berlín í febrúar 2011. Aðspurð segist hún ekki geta gert upp á milli verkefna. „Ég er alltaf stolt af því sem ég geri. Þetta eru eins og börnin manns, ekki hægt að gera upp á milli,“ bætir hún við. Birgit hóf að vinna við kvikmyndagerð árið 1984, en þá hafði hún nýverið lokið fjögurra ára ljósmyndanámi í Austurríki. Hún hefur aldrei unnið að alíslenskri mynd, en langar mikið til þess. „Ég hef unnið verkefni á Íslandi, en þá fyrir erlend framleiðslufyrirtæki. Til dæmis skaut ég eina heimildarmynd sem er verið að sýna núna í Þýskalandi, en hún fjallar um þýskar konur sem komu til Íslands árið 1949. Þá setti landbúnaðarráðuneytið auglýsingu í dagblað í norðurhluta Þýskalands því það vantaði vinnukonur úti á landi. Þá komu 200 konur frá Þýskalandi og stór hluti þeirra settist hér að og fór aldrei aftur.“ Það er í nægu að snúast fyrir Birgit um þessar mundir. „Næst á dagskrá er heimildarmynd um svartar söngkonur í Bandaríkjunum sem ég er að skjóta fyrir austurrískt fyrirtæki og svo er ég sennilega að fara að taka mynd næsta sumar á Íslandi, fyrir svissneskt fyrirtæki. Það er aðeins of snemmt að ræða um það, en ég er mjög spennt fyrir því að koma heim,“ segir Birgit.
Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira