Lífið

"Ég get vel hugsað mér að verða milljarðamæringur“

Ólöf Skaftadóttir skrifar
 Snorri myndi aldrei skipta út andlegum allsnægtum fyrir milljarðana.
Snorri myndi aldrei skipta út andlegum allsnægtum fyrir milljarðana. Fréttablaðið/GVA
„Málverk mín seljast nú eins og heitar lummur og lífið leikur við mér og ég leik mér við lífið. Ég held að þessi lífsgleði mín sé að veita mér uppskeru nú um mundir og bóhemalífið að breytast í gnægðir,“ segir Snorri Ásmundsson, myndlistarmaður, sem opnar vinnustofusýningu á vinnustofu sinni á Nýlendugötu 14, á þriðju hæð í dag.

„Það er gaman að selja list og eiga peninga og ég býst við að selja mikið á næstunni því eftirspurnin er mikil,“ segir Snorri jafnframt, en hann kemur til með að sýna málverk, teikningar, skúlptúra og fremja gjörninga.

„Hingað til hef ég haft takmarkaðan áhuga á peningum en lifað í andlegum allsnægtum. Svo peningar eru eiginlega ný uppgötvun fyrir mig og sé núna að þeir eru dásamlegir og veita manni frelsi og unað,“ segir Snorri, en það er í nægu að snúast hjá honum um þessar mundir þar sem hann kemur til með að sýna verk sín í Austurríki, á Íslandi, í Þýskalandi og í Noregi á næstu mánuðum.

„Ég get vel hugsað mér að verða milljarðamæringur þó ég muni aldrei vilja skipta út andlegum allsnægtum,“ segir Snorri að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.