Lífið

Vilja fá 300 kampavínsflöskur og halda partí í Bláa lóninu

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Sky Blu úr raftónlistarsveitinni LMFAO kemur fram hér á landi, ásamt fríðu föruneyti í janúar.
Sky Blu úr raftónlistarsveitinni LMFAO kemur fram hér á landi, ásamt fríðu föruneyti í janúar. nordicphotos/getty
Sky Blu, annar helmingur bandaríska rafdansdúettsins LMFAO, mun halda tónleika í Laugardalshöll laugardaginn 4. janúar. Hann er mikill partípinni og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vill hann fá þrjú hundruð kampavínsflöskur til þess að búa til alvöru kampavínssturtu fyrir áheyrendur. Þá er hann sagður vilja halda stórt einkapartí í Bláa lóninu.

Hann verður ekki einn á sviðinu því með honum verður hljómsveit og dansarar en alls koma hingað til lands sextán manns. Sérstakir VIP-miðar eru fáanlegir á tónleikana en handhöfum þeirra gefst kostur á að stíga dansspor með stjörnunum.

Kröfulistinn er þó hófsamlegur en spaugilegur í senn, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mega vatnsmelónur alls ekki vera nærri Sky Blu.

LMFAO hefur sent frá sér tvær plötur, Party Rock og Sorry for Party Rocking. Tvíeykið er líklega þekktast fyrir lögin Party Rock Anthem, Champagne Showers og Sexy and I Know It.

Á síðasta ári tók LMFAO sér frí svo frændurnir gætu einbeitt sér að sólóferli sínum.

SkyBlue ætlar að gefa Íslendingum nýjustu plötuna sína á bigbad.com.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.