Lífið

Förðun fyrir konur á besta aldri

Marín Manda skrifar
Kristín Stefánsdóttir, höfundur bókarinnar Förðun, skref fyrir skref, ráðleggur konum á besta aldri.

Þegar við erum komnar á besta aldur verðum við að huga að breytingum í förðun og leggja áherslu á aðra hluti, eins og að draga augun fram með skyggingu og forðast mikla liti. Nota frekar „smokey“ förðun og er alveg tilvalið að nota fölsk augnhár sem eru hálf og mjög auðvelt er að setja sjálfar á með Duo-lími sem er sérstakt lím fyrir augnhár.

Farðann eigum við að velja vandlega og muna að fá ráðgjöf um réttan lit sem hentar og nota fallega kinnaliti með ferskjulit til að ná fram frísklegu útliti eða sólarpúður og gott er að venja sig á að fara yfir skilin á eftir með farðaburstanum til að koma í veg fyrir skörp skil. Gott er að minnka púðurnotkun þar sem púður kallar fram allar fínar línur og nota það í hófi.

Varalitinn eigum við að velja eftir okkar eigin tilfinningu og ekki láta ráðleggja okkur liti sem við notum ekki nema þetta eina skipti. Fjárfesta frekar í nýjum varalitablýanti sem breytir gamla góða varalitnum og glossi yfir. 

Kvöld galaförðun með fölskum augnhárum. Dökk augu með grárri og "beige“ skyggingu og rauðar varir.
Jólaförðunin í ár eru dökk augu með „smokey“ förðun og rauðar varir, klassískt jólaútlit sem allar konur geta notið, tilvalið að fá aðstoð við að finna sinn rétta rauða lit en allar konur eiga að geta fundið rauðan lit sem hentar þeim, því mismunandi styrkleikar og tónar eru til sem hægt er að velja úr.

Snyrtibuddan er akkúrat það sem konur þurfa með sér daglega, ekki allan skápinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.