Auðvelt er að jafna hlutfall kynjanna í fjölmiðlum Gunnar Hersveinn skrifar 12. desember 2013 06:00 Ritstjórar, fréttastjórar og fréttamenn geta auðveldlega lagað kynjaskekkjuna í fréttum fjölmiðla. Þetta er aðeins spurning um áhuga og nennu. Rannsóknir eru fyrir hendi og aðferðir liggja fyrir. Þetta er fremur einfalt og auðvelt verkefni en ef til vill gæti verið ágætt að skilgreina ábyrgðina og ráða verkefnisstjóra svo það dagi ekki uppi. Hér er ekki um að ræða að snúa olíuskipi heldur líkjast fjölmiðlar fremur hraðbátum sem auðvelt er að snúa. Fréttamiðlar virðast oft óbærilega fastir í viðjum efnisflokkanna. En áhrifaríkasta leiðin til að breyta hlutfalli viðmælenda í fréttum úr 70% karlar, 30% konur í 50% á hvort kyn er að breyta einfaldlega vægi þeirra efnisflokka sem fréttir eru skrifaðar upp úr og að bæta við efnisflokkum. Algengir efnisflokkar sem fréttir eru skrifaðar upp úr eru stríð, stjórnmál, glæpir, viðskipti, valdabarátta, gjaldþrot, hryðjuverk, réttarkerfi, stórslys, samgöngur, orkumál, eignarréttur, skattkerfi, ársfundir, persónulegir harmleikir og náttúruhamfarir. Almenna reglan er einnig að segja frá því versta sem gerist í hverjum þessara efnisflokka fyrir sig. Fréttirnar eru því oftast slæmar og um leið karllægar. Stundum gerist það marga daga í röð að eingöngu eru fluttar slæmar fréttir úr fáum flokkum og snúast þær þá helst um ófarir í stjórnmálum, peninga-, saka- og gjaldþrotamálum, ásamt úlfúð hér og þar og dauðsföllum. Auðvelt er að finna heila fréttatíma í sjónvarpi og fréttaþætti í blöðum þar sem eingöngu eru sagðar og skrifaðar fréttir af stjórnmálum, efnahag, samgöngum, sakamálum, viðskiptum og eignarrétti. Karllægir efnisflokkar Karlar verða óhjákvæmilega ráðandi í fréttum þar sem þessir efnisflokkar ráða ríkjum. Karlar fremja fleiri glæpi en konur, ofbeldi karla er meira áberandi en ofbeldi kvenna. Karlar standa á bak við fleiri stríð en konur, fleiri gjaldþrot, hryðjuverk, skattsvik. Þeir valda margfalt meiri usla en konur og af einhverjum ástæðum hafa fjölmiðlar margfalt meiri áhuga á óskunda og ólátum og einræðisherrum heldur en viðleitni heiðarlegra borgara til að bæta samfélagið. Fjölmiðlar elta byssukúlurnar og það eru oftast karlar sem taka í gikkinn. Karlar eru oftar í fréttum vegna þess að þeir fylla hina karllægu efnisflokka og falla vel að mælikvörðum fjölmiðla um fréttir. Hörðu fréttirnar í hefðbundnum huga fréttamanna eru peningar og völd og einmitt þar getur allt farið úrskeiðis. Fjölmiðlar eiga og verða að veita hér aðhald en það er fleira fréttnæmt en vont þykir. Fréttir átakamenningar Fjölmiðlar virðast fastir í átakamenningu, núningi, tvískiptingu og að skipa hlutum og fólki í kvíarnar með eða á móti. Venjan í fréttamiðlum hvílir á því að etja saman andstæðingum, segja frá grimmdarverkum og ofbeldisfullum svörum við þeim. Þetta er kölluð hlutlaus fréttamennska og hún er kennd við átök. Hlutlaus fréttamennska er sögð byggð á staðreyndum. En í raun eru staðreyndirnar svo margar að einungis er hægt að velja úr tilteknar staðreyndir og það er gert út frá viðmiðum átakanna. Sá sem segir að staðreyndirnar tali í fréttum á í raun aðeins við að útvaldar og sérvaldar staðreyndir tali. Konur þurfa alls ekki að breyta sér til að komast í fréttir og lausnin felst ekki heldur í því að fréttamenn muni eftir konum þegar viðmælendur eru valdir. Lausnin felst í fleiri efnisflokkum frétta og nýrri virðingarröð þeirra. Lausnin felst einnig í því að þoka sér frá átakamenningu yfir í fjölbreytt sjónarhorn. Hlutföllin 70/30 breytast umsvifalaust ef þetta yrði gert. Ekkert gerist nema fjölmiðlafólk hlusti og breyti vinnubrögðum sínum. Frumkvæðið og valdið til að breyta er hjá fjölmiðlum. Þau ykkar sem skrifið og flytjið daglega fréttir, þið getið breytt málunum því til eru aðrir efnisflokkar frétta mótaðir af báðum kynjum og þar eru margar ósagðar fréttir, bæði góðar og slæmar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hersveinn Mest lesið Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Ritstjórar, fréttastjórar og fréttamenn geta auðveldlega lagað kynjaskekkjuna í fréttum fjölmiðla. Þetta er aðeins spurning um áhuga og nennu. Rannsóknir eru fyrir hendi og aðferðir liggja fyrir. Þetta er fremur einfalt og auðvelt verkefni en ef til vill gæti verið ágætt að skilgreina ábyrgðina og ráða verkefnisstjóra svo það dagi ekki uppi. Hér er ekki um að ræða að snúa olíuskipi heldur líkjast fjölmiðlar fremur hraðbátum sem auðvelt er að snúa. Fréttamiðlar virðast oft óbærilega fastir í viðjum efnisflokkanna. En áhrifaríkasta leiðin til að breyta hlutfalli viðmælenda í fréttum úr 70% karlar, 30% konur í 50% á hvort kyn er að breyta einfaldlega vægi þeirra efnisflokka sem fréttir eru skrifaðar upp úr og að bæta við efnisflokkum. Algengir efnisflokkar sem fréttir eru skrifaðar upp úr eru stríð, stjórnmál, glæpir, viðskipti, valdabarátta, gjaldþrot, hryðjuverk, réttarkerfi, stórslys, samgöngur, orkumál, eignarréttur, skattkerfi, ársfundir, persónulegir harmleikir og náttúruhamfarir. Almenna reglan er einnig að segja frá því versta sem gerist í hverjum þessara efnisflokka fyrir sig. Fréttirnar eru því oftast slæmar og um leið karllægar. Stundum gerist það marga daga í röð að eingöngu eru fluttar slæmar fréttir úr fáum flokkum og snúast þær þá helst um ófarir í stjórnmálum, peninga-, saka- og gjaldþrotamálum, ásamt úlfúð hér og þar og dauðsföllum. Auðvelt er að finna heila fréttatíma í sjónvarpi og fréttaþætti í blöðum þar sem eingöngu eru sagðar og skrifaðar fréttir af stjórnmálum, efnahag, samgöngum, sakamálum, viðskiptum og eignarrétti. Karllægir efnisflokkar Karlar verða óhjákvæmilega ráðandi í fréttum þar sem þessir efnisflokkar ráða ríkjum. Karlar fremja fleiri glæpi en konur, ofbeldi karla er meira áberandi en ofbeldi kvenna. Karlar standa á bak við fleiri stríð en konur, fleiri gjaldþrot, hryðjuverk, skattsvik. Þeir valda margfalt meiri usla en konur og af einhverjum ástæðum hafa fjölmiðlar margfalt meiri áhuga á óskunda og ólátum og einræðisherrum heldur en viðleitni heiðarlegra borgara til að bæta samfélagið. Fjölmiðlar elta byssukúlurnar og það eru oftast karlar sem taka í gikkinn. Karlar eru oftar í fréttum vegna þess að þeir fylla hina karllægu efnisflokka og falla vel að mælikvörðum fjölmiðla um fréttir. Hörðu fréttirnar í hefðbundnum huga fréttamanna eru peningar og völd og einmitt þar getur allt farið úrskeiðis. Fjölmiðlar eiga og verða að veita hér aðhald en það er fleira fréttnæmt en vont þykir. Fréttir átakamenningar Fjölmiðlar virðast fastir í átakamenningu, núningi, tvískiptingu og að skipa hlutum og fólki í kvíarnar með eða á móti. Venjan í fréttamiðlum hvílir á því að etja saman andstæðingum, segja frá grimmdarverkum og ofbeldisfullum svörum við þeim. Þetta er kölluð hlutlaus fréttamennska og hún er kennd við átök. Hlutlaus fréttamennska er sögð byggð á staðreyndum. En í raun eru staðreyndirnar svo margar að einungis er hægt að velja úr tilteknar staðreyndir og það er gert út frá viðmiðum átakanna. Sá sem segir að staðreyndirnar tali í fréttum á í raun aðeins við að útvaldar og sérvaldar staðreyndir tali. Konur þurfa alls ekki að breyta sér til að komast í fréttir og lausnin felst ekki heldur í því að fréttamenn muni eftir konum þegar viðmælendur eru valdir. Lausnin felst í fleiri efnisflokkum frétta og nýrri virðingarröð þeirra. Lausnin felst einnig í því að þoka sér frá átakamenningu yfir í fjölbreytt sjónarhorn. Hlutföllin 70/30 breytast umsvifalaust ef þetta yrði gert. Ekkert gerist nema fjölmiðlafólk hlusti og breyti vinnubrögðum sínum. Frumkvæðið og valdið til að breyta er hjá fjölmiðlum. Þau ykkar sem skrifið og flytjið daglega fréttir, þið getið breytt málunum því til eru aðrir efnisflokkar frétta mótaðir af báðum kynjum og þar eru margar ósagðar fréttir, bæði góðar og slæmar.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun