Rás 2 selur gistirými Dr. Gunni skrifar 12. desember 2013 06:00 Þegar spilaborgin hrundi árið 2008 og íslenskir bankakarlar reyndust ekki þau séní sem búið var að innprenta okkur var fátt um fína drætti í hinni séríslensku minnimáttarkennd. Til að hækka risið á landsmönnum var fljótlega farið að benda á að íslenska tónlistarútrásin væri nú alls ekkert feik eins og bankaruglið.Grunnstoðir poppsins Eftir að Mezzoforte og Sykurmolarnir ruddu brautina hafa Björk, Sigur Rós, Of Monsters & Men og fjöldinn allur af öðru listafólki selt ófá gistirými úti um allt land. Túristarnir – hinar nýju síldartorfur – koma nefnilega ekki eingöngu hingað út af náttúrunni og Bláa lóninu, heldur í stórum mæli vegna þessara sendiherra landsins. Það er staðreynd að í nánast öllum viðtölum sem þetta fólk fer í í útlöndum þarf það að svara spurningum um land og þjóð. Og það ásamt tónlistinni sjálfri auglýsir landið og kveikir ímynd af landi og þjóð í hugum væntanlegra gistináttanotenda. Einhvers staðar þarf að byrja og popplistafólk lifir ekki í tómarúmi, frekar en aðrir. Athygli og svörun er hverjum listamanni nauðsynleg. Nú er mikið talað um að horfa þurfi á „stóru myndina“. Hún er þessi: Grunnstoðir poppsins (hér nota ég orðið „popp“ eins vítt og hugsast getur) hafa lengi verið þrjár á Íslandi – Músíktilraunir, Iceland Airwaves og Rás 2. Þegar fólk byrjar að tala um að Rás 2 megi nú alveg missa sín því einkareknar stöðvar geti sinnt því að spila „poppgarg“, er það ekki alveg að skilja hvernig einkareknar útvarpsstöðvar funkera. Á þeim öllum er „playlisti“ sem stílar inn á markhópinn því talið er að markhópurinn geti ekki höndlað margar tegundir í einu. Einkareknar stöðvar eru reknar með gróða að markmiði og í því ljósi eru áherslur þeirra skiljanlegar. Það er ekkert sem gefur til kynna að hegðun einkarekinna stöðva myndi breytast ef Rás 2 yrði lögð niður.Fjársvelti, skilningsleysi og tuð Á Rás 2 eru jákvæðar tölur í ársskýrslu ekki helsta keppikeflið – eða ætti a.m.k. ekki að vera það – og því ægir þar öllu saman. Á eftir Geirmundi kemur kannski útúrsýrt lag með Dj Flugvél og geimskipi, þaðan er skipt í Skálmöld og svo kannski gamalt lag með Elly Vilhjálms. Rás 2 er víðsýnasta útvarp landsins og hlustendurnir hafa tamið sér umburðarlyndi fyrir mismunandi stílum. Þeir skipta ekki um stöð þótt það komi eitthvað sem þeim finnst leiðinlegt því þeir vita af reynslu að næsta lag verður eitthvað allt annað. Auk fjölbreytninnar hefur Rás 2 sinnt frábæru starfi við að taka upp og varðveita ómetanlegar heimildir um jálka poppsins jafnt sem nýgræðinga, búið til fræðandi og metnaðarfulla þætti og almennt reynt að hlúa að senunni þrátt fyrir endalaust fjársvelti, eilíft skilningsleysi og viðvarandi tuð. Ég hélt satt að segja að það þyrfti ekki að ræða þetta lengur. Ég hélt að hin fúla umræða um lág- og hámenningu frá því á síðustu öld væri fyrir bí, þetta andlausa stagl um hvað sé menning og hvað sé ekki menning. Ég hélt að árangur íslensks tónlistarfólks væri nóg til að þess að hver hugsandi maður skildi af hverju frjálst og víðsýnt útvarp sem sinnir fræðslu, uppbyggingu og varðveislu er nauðsynlegt. En svo er ekki og þess vegna skrifaði ég þessa grein. Þótt ég skrifi bara einn undir hana er ég nánast öruggur um að hver og einn einasta poppari landsins myndi skrifa undir hana líka ef til hans væri leitað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Þegar spilaborgin hrundi árið 2008 og íslenskir bankakarlar reyndust ekki þau séní sem búið var að innprenta okkur var fátt um fína drætti í hinni séríslensku minnimáttarkennd. Til að hækka risið á landsmönnum var fljótlega farið að benda á að íslenska tónlistarútrásin væri nú alls ekkert feik eins og bankaruglið.Grunnstoðir poppsins Eftir að Mezzoforte og Sykurmolarnir ruddu brautina hafa Björk, Sigur Rós, Of Monsters & Men og fjöldinn allur af öðru listafólki selt ófá gistirými úti um allt land. Túristarnir – hinar nýju síldartorfur – koma nefnilega ekki eingöngu hingað út af náttúrunni og Bláa lóninu, heldur í stórum mæli vegna þessara sendiherra landsins. Það er staðreynd að í nánast öllum viðtölum sem þetta fólk fer í í útlöndum þarf það að svara spurningum um land og þjóð. Og það ásamt tónlistinni sjálfri auglýsir landið og kveikir ímynd af landi og þjóð í hugum væntanlegra gistináttanotenda. Einhvers staðar þarf að byrja og popplistafólk lifir ekki í tómarúmi, frekar en aðrir. Athygli og svörun er hverjum listamanni nauðsynleg. Nú er mikið talað um að horfa þurfi á „stóru myndina“. Hún er þessi: Grunnstoðir poppsins (hér nota ég orðið „popp“ eins vítt og hugsast getur) hafa lengi verið þrjár á Íslandi – Músíktilraunir, Iceland Airwaves og Rás 2. Þegar fólk byrjar að tala um að Rás 2 megi nú alveg missa sín því einkareknar stöðvar geti sinnt því að spila „poppgarg“, er það ekki alveg að skilja hvernig einkareknar útvarpsstöðvar funkera. Á þeim öllum er „playlisti“ sem stílar inn á markhópinn því talið er að markhópurinn geti ekki höndlað margar tegundir í einu. Einkareknar stöðvar eru reknar með gróða að markmiði og í því ljósi eru áherslur þeirra skiljanlegar. Það er ekkert sem gefur til kynna að hegðun einkarekinna stöðva myndi breytast ef Rás 2 yrði lögð niður.Fjársvelti, skilningsleysi og tuð Á Rás 2 eru jákvæðar tölur í ársskýrslu ekki helsta keppikeflið – eða ætti a.m.k. ekki að vera það – og því ægir þar öllu saman. Á eftir Geirmundi kemur kannski útúrsýrt lag með Dj Flugvél og geimskipi, þaðan er skipt í Skálmöld og svo kannski gamalt lag með Elly Vilhjálms. Rás 2 er víðsýnasta útvarp landsins og hlustendurnir hafa tamið sér umburðarlyndi fyrir mismunandi stílum. Þeir skipta ekki um stöð þótt það komi eitthvað sem þeim finnst leiðinlegt því þeir vita af reynslu að næsta lag verður eitthvað allt annað. Auk fjölbreytninnar hefur Rás 2 sinnt frábæru starfi við að taka upp og varðveita ómetanlegar heimildir um jálka poppsins jafnt sem nýgræðinga, búið til fræðandi og metnaðarfulla þætti og almennt reynt að hlúa að senunni þrátt fyrir endalaust fjársvelti, eilíft skilningsleysi og viðvarandi tuð. Ég hélt satt að segja að það þyrfti ekki að ræða þetta lengur. Ég hélt að hin fúla umræða um lág- og hámenningu frá því á síðustu öld væri fyrir bí, þetta andlausa stagl um hvað sé menning og hvað sé ekki menning. Ég hélt að árangur íslensks tónlistarfólks væri nóg til að þess að hver hugsandi maður skildi af hverju frjálst og víðsýnt útvarp sem sinnir fræðslu, uppbyggingu og varðveislu er nauðsynlegt. En svo er ekki og þess vegna skrifaði ég þessa grein. Þótt ég skrifi bara einn undir hana er ég nánast öruggur um að hver og einn einasta poppari landsins myndi skrifa undir hana líka ef til hans væri leitað.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun