Til hamingju með daginn, börn á öllum aldri! Stefán Ingi Stefánsson skrifar 20. nóvember 2013 06:00 Í dag er afmælisdagur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Á þessum degi fyrir 24 árum var hann samþykktur af Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Sáttmálinn endurspeglar byltingarkennda sýn á stöðu barna í samfélaginu og undirstrikar að tryggja beri öllum börnum umönnun og vernd. Á Íslandi hefur staða barna tekið stakkaskiptum á þessum tæpa aldarfjórðungi. Íslensk stjórnvöld hófu þegar árið 1989 að efla réttindi barna í samræmi við anda Barnasáttmálans. Lagst hefur verið í ítarlega endurskoðun á íslenskum lögum til að tryggja að þau séu í fullu samræmi við sáttmálann, stofnað var embætti sérstaks umboðsmanns barna og þannig mætti áfram telja. Afar merkur áfangi náðist svo þegar Barnasáttmálinn var lögfestur 20. febrúar síðastliðinn með einróma samþykki Alþingis Íslendinga. Lögfestingin er skýr stefnuyfirlýsing um að hér á landi skuli forgangsraðað með hagsmuni barna að leiðarljósi.Börn þurfa að þekkja réttindi sín En þótt við höfum nú fagnað lögfestingu Barnasáttmálans er það eingöngu upphafið að löngu ferli. Ríkisvaldið þarf að móta stefnu sína varðandi innleiðingu sáttmálans og slíka áætlun þarf að vinna í samstarfi við sveitarfélög, opinberar stofnanir, frjáls félagasamtök og almenning. Tryggja þarf að Barnasáttmálinn verði lifandi skjal sem börn og fullorðnir þekkja og geta sett í samhengi við eigin raunveruleika. Börn á Íslandi þurfa að þekkja réttindi sín og geta verið í umhverfi þar sem þessi réttindi eru hluti af daglegu lífi. Við undirbúning þessa næsta skrefs gegnir umboðsmaður barna ómetanlegu hlutverki og verður mikilvægi þeirrar stofnunar fyrir börn og innleiðingu Barnasáttmálans seint ofmetið. Á afmælisdegi Barnasáttmálans skulum við gleðjast og vera stolt af þeim árangri sem náðst hefur. Um leið skulum við hafa í huga að enn er mikið verk fyrir höndum til að tryggja að lögfesting sáttmálans hafi raunveruleg áhrif. Mótum landsáætlun um innleiðingu Barnasáttmálans, kynnum sáttmálann fyrir ungum sem öldnum, vinnum eftir athugasemdum Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna og höldum úti öflugu embætti umboðsmanns barna á Íslandi. Kæru börn á öllum aldri, til hamingju með afmælið! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er afmælisdagur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Á þessum degi fyrir 24 árum var hann samþykktur af Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Sáttmálinn endurspeglar byltingarkennda sýn á stöðu barna í samfélaginu og undirstrikar að tryggja beri öllum börnum umönnun og vernd. Á Íslandi hefur staða barna tekið stakkaskiptum á þessum tæpa aldarfjórðungi. Íslensk stjórnvöld hófu þegar árið 1989 að efla réttindi barna í samræmi við anda Barnasáttmálans. Lagst hefur verið í ítarlega endurskoðun á íslenskum lögum til að tryggja að þau séu í fullu samræmi við sáttmálann, stofnað var embætti sérstaks umboðsmanns barna og þannig mætti áfram telja. Afar merkur áfangi náðist svo þegar Barnasáttmálinn var lögfestur 20. febrúar síðastliðinn með einróma samþykki Alþingis Íslendinga. Lögfestingin er skýr stefnuyfirlýsing um að hér á landi skuli forgangsraðað með hagsmuni barna að leiðarljósi.Börn þurfa að þekkja réttindi sín En þótt við höfum nú fagnað lögfestingu Barnasáttmálans er það eingöngu upphafið að löngu ferli. Ríkisvaldið þarf að móta stefnu sína varðandi innleiðingu sáttmálans og slíka áætlun þarf að vinna í samstarfi við sveitarfélög, opinberar stofnanir, frjáls félagasamtök og almenning. Tryggja þarf að Barnasáttmálinn verði lifandi skjal sem börn og fullorðnir þekkja og geta sett í samhengi við eigin raunveruleika. Börn á Íslandi þurfa að þekkja réttindi sín og geta verið í umhverfi þar sem þessi réttindi eru hluti af daglegu lífi. Við undirbúning þessa næsta skrefs gegnir umboðsmaður barna ómetanlegu hlutverki og verður mikilvægi þeirrar stofnunar fyrir börn og innleiðingu Barnasáttmálans seint ofmetið. Á afmælisdegi Barnasáttmálans skulum við gleðjast og vera stolt af þeim árangri sem náðst hefur. Um leið skulum við hafa í huga að enn er mikið verk fyrir höndum til að tryggja að lögfesting sáttmálans hafi raunveruleg áhrif. Mótum landsáætlun um innleiðingu Barnasáttmálans, kynnum sáttmálann fyrir ungum sem öldnum, vinnum eftir athugasemdum Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna og höldum úti öflugu embætti umboðsmanns barna á Íslandi. Kæru börn á öllum aldri, til hamingju með afmælið!
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun