Eru háskólakennarar kennarar? Jón Ólafsson skrifar 14. nóvember 2013 06:00 Margir kvarta yfir háskólakennurum. Þeir haldi langa og leiðinlega fyrirlestra, lesi bara upp af glærum og láti duga að meta frammistöðu nemenda með einu prófi eða kannski einu verkefni eftir heillar annar puð. Ólíkt grunnskólakennurum kunni þeir ekkert til verka og ættu að fá laun í samræmi við það. Eins sammála og ég er því að háskólakennarar eigi að vanda til verka á sama hátt og aðrir kennarar, tek ég eftir því að gagnrýnendurnir átta sig oft ekki á einu mikilvægu atriði. Háskólakennarar sem eru í fullu starfi sem slíkir hafa kennslu alls ekki að aðalstarfi og líta jafnvel ekki á sig sem kennara. Þetta hljómar kannski undarlega fyrir þá sem þekkja ekki til, en leyfið mér að útskýra: Háskólar hafa, ólíkt leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum, ekki aðeins það hlutverk að miðla þekkingu og veita nemendum menntun. Háskólar skapa líka þekkingu og í því kerfi sem við þekkjum á Vesturlöndum í dag er það þeirra aðalhlutverk. Gæði þeirra eru ekki metin á grundvelli árangurs á sviði kennslu nema að mjög litlu leyti. Árangur þeirra er metinn í ljósi rannsókna, bæði gæða og afkasta. Nú er það mál út af fyrir sig hversu gott, áreiðanlegt eða sanngjarnt mat á rannsóknum er almennt og ekki síst hvað varðar íslenska háskóla: Ég ætla að láta það liggja á milli hluta hér. Staðreynd málsins er þessi: Ef árangur háskóla ræðst af öðru en gæðum kennslu, þá er ekki líklegt að mikil áhersla sé lögð á að efla kennslu, síst af öllu með því að ráða fleira fólk til að annast hana eða gera ríkari kröfur um frammistöðu háskólakennara sem kennara.Hélt öllum spenntum Ég stundaði sjálfur doktorsnám við ágætan erlendan háskóla. Þegar ég byrjaði á námskeiðahluta námsins sótti ég tíma hjá heimsfrægum manni sem ég var mjög spenntur fyrir að hitta og sitja í tímum hjá. Maðurinn reyndist svo leiðinlegur kennari að nemendur hans sem ekki sváfu í tímunum hans voru iðulega orðnir svo þunglyndir í lok þeirra að þeim lá við sjálfsmorðshugleiðingum. Sama haust datt ég inn í tíma hjá öðrum kennara, frábærri manneskju sem hélt öllum spenntum allan tímann með einstakri blöndu af fyrirlestrahaldi og umræðum. Hún missti starfið hinsvegar árið eftir því hún hafði ekki gefið nægilega mikið út. Þetta er hinn kaldi raunveruleiki háskólakennarans í skólum sem taka sjálfa sig alvarlega. Hvað er til ráða? Eigum við að láta suma háskóla sjá um kennslu og gera það almennilega en halda rannsóknum í örfáum skólum eða bara í sérstökum rannsóknastofnunum? Það er ekki góð leið að mínu mati. Það er einmitt eftirsóknarvert fyrir háskólanemendur að vinna með kennurum sem eru í senn miðlarar vísinda og fræða og rannsakendur. Háskóli sem tengist ekki rannsóknum er ekki háskóli.Hjarðkennsla Það er til ein leið. Hún er ekki ódýr en hún er einföld. Fyrirbærið glærufyrirlestur er afleit aðferð til að vinna með nemendum og miðla skilningi, þekkingu og rökhugsun. Fyrirlestrar geta verið góðir í bland, en blandan þarf að vera frekar þunn. Árangursríkastar eru aðferðir sem halda nemendum virkum í samræðum, lestri og verkefnavinnu. Þá er vinna kennarans ekki fólgin í því að lesa yfir þeim það sem skrifað hefur verið á glærur, oftast soðið (stundum hraðsoðið) upp úr kennslubók eða einhverju öðru sem nemendur eiga hvort eð er að vera búnir að lesa. Nei. hún er fólgin í því ræða við nemendur, fara yfir verkefni þeirra, veita ábendingar, leiðbeiningar og ráð. Það er því miður alltof algengt að kennarar eigi fyrst og fremst samskipti við nemendur yfir glærufyrirlestrum en fái sérstaka aðstoðarkennara (yfirleitt lengra komna nemendur) til að fara yfir verkefni. Þetta er í rauninni ekki góður siður. Vinna kennarans ætti ekki síst að felast í því að fara í gegnum verkefni nemenda. Þannig kynnast kennarar nemendum og geta leiðbeint þeim betur. Þannig verða til samskipti sem geta líka veitt nemendum innsýn í rannsóknirnar sem kennarar þeirra stunda. En ég sagði að þetta yrði dýrt. Við myndum þurfa að draga verulega úr hjarðkennslu í stórum sölum. Við yrðum að reikna fleiri tíma á kennara fyrir vinnu með nemendum en nú er gert, við yrðum að breyta skipulagi kennslu og við yrðum að láta árangur í kennslu skipta meira máli við árangurs- og gæðamat háskóla. Þá yrðu háskólakennarar loksins kennarar og gætu verið stoltir af því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Margir kvarta yfir háskólakennurum. Þeir haldi langa og leiðinlega fyrirlestra, lesi bara upp af glærum og láti duga að meta frammistöðu nemenda með einu prófi eða kannski einu verkefni eftir heillar annar puð. Ólíkt grunnskólakennurum kunni þeir ekkert til verka og ættu að fá laun í samræmi við það. Eins sammála og ég er því að háskólakennarar eigi að vanda til verka á sama hátt og aðrir kennarar, tek ég eftir því að gagnrýnendurnir átta sig oft ekki á einu mikilvægu atriði. Háskólakennarar sem eru í fullu starfi sem slíkir hafa kennslu alls ekki að aðalstarfi og líta jafnvel ekki á sig sem kennara. Þetta hljómar kannski undarlega fyrir þá sem þekkja ekki til, en leyfið mér að útskýra: Háskólar hafa, ólíkt leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum, ekki aðeins það hlutverk að miðla þekkingu og veita nemendum menntun. Háskólar skapa líka þekkingu og í því kerfi sem við þekkjum á Vesturlöndum í dag er það þeirra aðalhlutverk. Gæði þeirra eru ekki metin á grundvelli árangurs á sviði kennslu nema að mjög litlu leyti. Árangur þeirra er metinn í ljósi rannsókna, bæði gæða og afkasta. Nú er það mál út af fyrir sig hversu gott, áreiðanlegt eða sanngjarnt mat á rannsóknum er almennt og ekki síst hvað varðar íslenska háskóla: Ég ætla að láta það liggja á milli hluta hér. Staðreynd málsins er þessi: Ef árangur háskóla ræðst af öðru en gæðum kennslu, þá er ekki líklegt að mikil áhersla sé lögð á að efla kennslu, síst af öllu með því að ráða fleira fólk til að annast hana eða gera ríkari kröfur um frammistöðu háskólakennara sem kennara.Hélt öllum spenntum Ég stundaði sjálfur doktorsnám við ágætan erlendan háskóla. Þegar ég byrjaði á námskeiðahluta námsins sótti ég tíma hjá heimsfrægum manni sem ég var mjög spenntur fyrir að hitta og sitja í tímum hjá. Maðurinn reyndist svo leiðinlegur kennari að nemendur hans sem ekki sváfu í tímunum hans voru iðulega orðnir svo þunglyndir í lok þeirra að þeim lá við sjálfsmorðshugleiðingum. Sama haust datt ég inn í tíma hjá öðrum kennara, frábærri manneskju sem hélt öllum spenntum allan tímann með einstakri blöndu af fyrirlestrahaldi og umræðum. Hún missti starfið hinsvegar árið eftir því hún hafði ekki gefið nægilega mikið út. Þetta er hinn kaldi raunveruleiki háskólakennarans í skólum sem taka sjálfa sig alvarlega. Hvað er til ráða? Eigum við að láta suma háskóla sjá um kennslu og gera það almennilega en halda rannsóknum í örfáum skólum eða bara í sérstökum rannsóknastofnunum? Það er ekki góð leið að mínu mati. Það er einmitt eftirsóknarvert fyrir háskólanemendur að vinna með kennurum sem eru í senn miðlarar vísinda og fræða og rannsakendur. Háskóli sem tengist ekki rannsóknum er ekki háskóli.Hjarðkennsla Það er til ein leið. Hún er ekki ódýr en hún er einföld. Fyrirbærið glærufyrirlestur er afleit aðferð til að vinna með nemendum og miðla skilningi, þekkingu og rökhugsun. Fyrirlestrar geta verið góðir í bland, en blandan þarf að vera frekar þunn. Árangursríkastar eru aðferðir sem halda nemendum virkum í samræðum, lestri og verkefnavinnu. Þá er vinna kennarans ekki fólgin í því að lesa yfir þeim það sem skrifað hefur verið á glærur, oftast soðið (stundum hraðsoðið) upp úr kennslubók eða einhverju öðru sem nemendur eiga hvort eð er að vera búnir að lesa. Nei. hún er fólgin í því ræða við nemendur, fara yfir verkefni þeirra, veita ábendingar, leiðbeiningar og ráð. Það er því miður alltof algengt að kennarar eigi fyrst og fremst samskipti við nemendur yfir glærufyrirlestrum en fái sérstaka aðstoðarkennara (yfirleitt lengra komna nemendur) til að fara yfir verkefni. Þetta er í rauninni ekki góður siður. Vinna kennarans ætti ekki síst að felast í því að fara í gegnum verkefni nemenda. Þannig kynnast kennarar nemendum og geta leiðbeint þeim betur. Þannig verða til samskipti sem geta líka veitt nemendum innsýn í rannsóknirnar sem kennarar þeirra stunda. En ég sagði að þetta yrði dýrt. Við myndum þurfa að draga verulega úr hjarðkennslu í stórum sölum. Við yrðum að reikna fleiri tíma á kennara fyrir vinnu með nemendum en nú er gert, við yrðum að breyta skipulagi kennslu og við yrðum að láta árangur í kennslu skipta meira máli við árangurs- og gæðamat háskóla. Þá yrðu háskólakennarar loksins kennarar og gætu verið stoltir af því.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun