Stopp: Stöðvum kynbundið ofbeldi Guðrún Ögmundsdóttir og Soffía Sigurgeirsdóttir skrifar 14. nóvember 2013 00:01 Landsnefnd UN Women á Íslandi hefur staðið fyrir auglýsingaherferð hérlendis til að vekja athygli á einni alvarlegustu birtingarmynd kynbundins ofbeldis: sýruárásum. Auglýsingaherferðin hefur vakið mikla athygli. Þar sitja fyrir þekktar íslenskar konur en andlitum þeirra hefur verið skeytt saman við andlit indverskra kvenna sem lifað hafa af sýruárásir. Myndirnar eru átakanlegar en vekja okkur til umhugsunar um hversu djúpstæð áhrif sýruárásir hafa á líf kvenna og stúlkna. Sýruárásir tíðkast um allan heim en eru hvað algengastar í Suður- og Suðaustur-Asíu. Árlega er tilkynnt um 1.500 sýruárásir í heiminum en ekki er vitað um raunverulega tíðni árásanna þar sem að gífurlegur fjöldi mála lítur aldrei dagsins ljós. Helsta ástæðan er líklega að ekki er litið á sýruárásir sem alvarlegan glæp né mannréttindabrot. Eitt er þó ljóst: að fórnarlömbin eru í 80 prósent tilvika konur eða ungar stúlkur. Algengt er að konur verði fyrir sýruárásum fyrir að óhlýðnast fjölskyldu sinni, eiga í ástarsamböndum, hafna bónorðum eða svara ekki smáskilaboðum. Líf kvenna er lagt í rúst á aðeins nokkrum sekúndum en í kjölfar slíkrar árásar fylgir margra ára læknismeðferð og mikil félagsleg einangrun. Við höfum heyrt sögur af konum sem fóru ekki út úr húsi í átta ár. UN Women vinnur að því um allan heim að uppræta sýruárásir á margvíslegan hátt en lykilatriði í þeirri baráttu er að draga vandamálið fram í dagsljósið, hefta aðgengi að sýru, herða refsingar yfir gerendum og draga úr félagslegri einangrun þeirra sem fyrir árásunum verða. Mikilvægt er að stuðla að hugarfarsbreytingu meðal almennings, lögreglu, lögmanna og dómara. Sýruárásir eiga ekki og mega ekki vera samþykktar sem eðlileg viðbrögð, hefnd eða jafnvel réttur manna. UN Women á Íslandi stendur fyrir Fiðrildafögnuði í Hörpu í kvöld. Á fögnuðinum gefst landsmönnum tækifæri til þess að leggja konum lið sem lifað hafa af sýruárásir en allur ágóði af kvöldinu rennur til verkefna UN Women. Með því að mæta í Hörpu í kvöld leggur þú lóð þín á vogarskálar jafnréttis og réttlætis í heiminum. Saman getum við haft fiðrildaáhrif. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Landsnefnd UN Women á Íslandi hefur staðið fyrir auglýsingaherferð hérlendis til að vekja athygli á einni alvarlegustu birtingarmynd kynbundins ofbeldis: sýruárásum. Auglýsingaherferðin hefur vakið mikla athygli. Þar sitja fyrir þekktar íslenskar konur en andlitum þeirra hefur verið skeytt saman við andlit indverskra kvenna sem lifað hafa af sýruárásir. Myndirnar eru átakanlegar en vekja okkur til umhugsunar um hversu djúpstæð áhrif sýruárásir hafa á líf kvenna og stúlkna. Sýruárásir tíðkast um allan heim en eru hvað algengastar í Suður- og Suðaustur-Asíu. Árlega er tilkynnt um 1.500 sýruárásir í heiminum en ekki er vitað um raunverulega tíðni árásanna þar sem að gífurlegur fjöldi mála lítur aldrei dagsins ljós. Helsta ástæðan er líklega að ekki er litið á sýruárásir sem alvarlegan glæp né mannréttindabrot. Eitt er þó ljóst: að fórnarlömbin eru í 80 prósent tilvika konur eða ungar stúlkur. Algengt er að konur verði fyrir sýruárásum fyrir að óhlýðnast fjölskyldu sinni, eiga í ástarsamböndum, hafna bónorðum eða svara ekki smáskilaboðum. Líf kvenna er lagt í rúst á aðeins nokkrum sekúndum en í kjölfar slíkrar árásar fylgir margra ára læknismeðferð og mikil félagsleg einangrun. Við höfum heyrt sögur af konum sem fóru ekki út úr húsi í átta ár. UN Women vinnur að því um allan heim að uppræta sýruárásir á margvíslegan hátt en lykilatriði í þeirri baráttu er að draga vandamálið fram í dagsljósið, hefta aðgengi að sýru, herða refsingar yfir gerendum og draga úr félagslegri einangrun þeirra sem fyrir árásunum verða. Mikilvægt er að stuðla að hugarfarsbreytingu meðal almennings, lögreglu, lögmanna og dómara. Sýruárásir eiga ekki og mega ekki vera samþykktar sem eðlileg viðbrögð, hefnd eða jafnvel réttur manna. UN Women á Íslandi stendur fyrir Fiðrildafögnuði í Hörpu í kvöld. Á fögnuðinum gefst landsmönnum tækifæri til þess að leggja konum lið sem lifað hafa af sýruárásir en allur ágóði af kvöldinu rennur til verkefna UN Women. Með því að mæta í Hörpu í kvöld leggur þú lóð þín á vogarskálar jafnréttis og réttlætis í heiminum. Saman getum við haft fiðrildaáhrif.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun