Jafnrétti er sjálfsagt mál! Aron Ólafsson skrifar 13. nóvember 2013 06:00 Það sem gleymist oftar en ekki í umræðunni er að Sjálfstæðisflokkurinn var leiðandi í jafnréttismálum á Íslandi. Sjálfstæðisflokkurinn var í ríkisstjórn 1976 þegar jafnréttislögin voru samþykkt. Fyrsta konan til að gegna borgarstjóraembætti var Auður Auðuns sjálfstæðiskona og fyrsta konan í ráðherrastóli var Ragnhildur Helgadóttir einnig sjálfstæðiskona. Eftir sveitarstjórnarkosningar 2006 voru fimm konur bæjar- eða sveitarstjórar fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Raunin er sú í dag að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki tengdur við þennan málaflokk. Það er mesta furða þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokkur sem staðið hefur vörð um mannréttindi. Það er kominn tími til að Sjálfstæðisflokkurinn komi þessari stefnu sinni betur á framfæri og verði aftur leiðandi afl og beiti sér sem aldrei fyrr fyrir jafnrétti. Jafnrétti verður ekki náð með lögum og reglugerðum einungis heldur þurfum við að útrýma félagslegu hömlunum sem eru allt í kringum okkur. Ég var að vinna að verkefni í stjórnunaráfanga þar sem fjallað var um siðferðislegu spurningarnar sem starfsmenn geta lent í og ein spurningin var hvort starfsmaðurinn ætti að tala við forstjóra stórfyrirtækis sem hann vann hjá. Ég var í hópi með þremur stúlkum sem, án þess að blikka, ákvaðu að forstjórinn væri karlkyns. Þegar ég var spurður álits þá gat ég bara sagt að það væri ótrúlegt að þær hefðu kynjað forstjórann sem aldrei var nefndur á nafn eða sett kyn á hann í verkefninu. Þetta er skýrt dæmi um hvernig staðalímyndir okkar eru líklegar til að hefta okkur. Ef þú getur ekki séð sjálfan þig fyrir þér í einhverju starfi þá er leiðin þangað löng. Innan borgarinnar er 8,5% kynbundinn launamismunur og reyna menn að afsaka hann með því að benda á að konur biðja síður um launahækkanir. Ef þetta eru svörin þá er rót vandans væntanlega viðhorfið. Þessi ósýnilegi veggur sem hamlar körlum að fara í umönnunarstörf og konum að verða að leiðtogum. Við verðum að taka upp fræðslu í grunnskólum landsins til þess að reyna að eyða þessum höftum, þannig að allir eigi raunverulega jöfn tækifæri lagalega og félagslega. Fimm ár í röð höfum við verið það land þar sem konur hafa það best. Ísland skorar 80 stig af 100, en eigum við að nema staðar þar? Það á ekki að vera neinn vafi á því að jafnrétti á að vera sjálfsagt! Ég, Aron Ólafsson, stefni í 4.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnar. Eitt af stefnumálum mínum er að setja ríka áherslu á jafnréttismál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Almenningssamgöngur barna og ungmenna Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hversdagslega streitan Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir og Erna Stefánsdóttir Skoðanir Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það sem gleymist oftar en ekki í umræðunni er að Sjálfstæðisflokkurinn var leiðandi í jafnréttismálum á Íslandi. Sjálfstæðisflokkurinn var í ríkisstjórn 1976 þegar jafnréttislögin voru samþykkt. Fyrsta konan til að gegna borgarstjóraembætti var Auður Auðuns sjálfstæðiskona og fyrsta konan í ráðherrastóli var Ragnhildur Helgadóttir einnig sjálfstæðiskona. Eftir sveitarstjórnarkosningar 2006 voru fimm konur bæjar- eða sveitarstjórar fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Raunin er sú í dag að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki tengdur við þennan málaflokk. Það er mesta furða þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokkur sem staðið hefur vörð um mannréttindi. Það er kominn tími til að Sjálfstæðisflokkurinn komi þessari stefnu sinni betur á framfæri og verði aftur leiðandi afl og beiti sér sem aldrei fyrr fyrir jafnrétti. Jafnrétti verður ekki náð með lögum og reglugerðum einungis heldur þurfum við að útrýma félagslegu hömlunum sem eru allt í kringum okkur. Ég var að vinna að verkefni í stjórnunaráfanga þar sem fjallað var um siðferðislegu spurningarnar sem starfsmenn geta lent í og ein spurningin var hvort starfsmaðurinn ætti að tala við forstjóra stórfyrirtækis sem hann vann hjá. Ég var í hópi með þremur stúlkum sem, án þess að blikka, ákvaðu að forstjórinn væri karlkyns. Þegar ég var spurður álits þá gat ég bara sagt að það væri ótrúlegt að þær hefðu kynjað forstjórann sem aldrei var nefndur á nafn eða sett kyn á hann í verkefninu. Þetta er skýrt dæmi um hvernig staðalímyndir okkar eru líklegar til að hefta okkur. Ef þú getur ekki séð sjálfan þig fyrir þér í einhverju starfi þá er leiðin þangað löng. Innan borgarinnar er 8,5% kynbundinn launamismunur og reyna menn að afsaka hann með því að benda á að konur biðja síður um launahækkanir. Ef þetta eru svörin þá er rót vandans væntanlega viðhorfið. Þessi ósýnilegi veggur sem hamlar körlum að fara í umönnunarstörf og konum að verða að leiðtogum. Við verðum að taka upp fræðslu í grunnskólum landsins til þess að reyna að eyða þessum höftum, þannig að allir eigi raunverulega jöfn tækifæri lagalega og félagslega. Fimm ár í röð höfum við verið það land þar sem konur hafa það best. Ísland skorar 80 stig af 100, en eigum við að nema staðar þar? Það á ekki að vera neinn vafi á því að jafnrétti á að vera sjálfsagt! Ég, Aron Ólafsson, stefni í 4.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnar. Eitt af stefnumálum mínum er að setja ríka áherslu á jafnréttismál.
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar