Jafnrétti er sjálfsagt mál! Aron Ólafsson skrifar 13. nóvember 2013 06:00 Það sem gleymist oftar en ekki í umræðunni er að Sjálfstæðisflokkurinn var leiðandi í jafnréttismálum á Íslandi. Sjálfstæðisflokkurinn var í ríkisstjórn 1976 þegar jafnréttislögin voru samþykkt. Fyrsta konan til að gegna borgarstjóraembætti var Auður Auðuns sjálfstæðiskona og fyrsta konan í ráðherrastóli var Ragnhildur Helgadóttir einnig sjálfstæðiskona. Eftir sveitarstjórnarkosningar 2006 voru fimm konur bæjar- eða sveitarstjórar fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Raunin er sú í dag að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki tengdur við þennan málaflokk. Það er mesta furða þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokkur sem staðið hefur vörð um mannréttindi. Það er kominn tími til að Sjálfstæðisflokkurinn komi þessari stefnu sinni betur á framfæri og verði aftur leiðandi afl og beiti sér sem aldrei fyrr fyrir jafnrétti. Jafnrétti verður ekki náð með lögum og reglugerðum einungis heldur þurfum við að útrýma félagslegu hömlunum sem eru allt í kringum okkur. Ég var að vinna að verkefni í stjórnunaráfanga þar sem fjallað var um siðferðislegu spurningarnar sem starfsmenn geta lent í og ein spurningin var hvort starfsmaðurinn ætti að tala við forstjóra stórfyrirtækis sem hann vann hjá. Ég var í hópi með þremur stúlkum sem, án þess að blikka, ákvaðu að forstjórinn væri karlkyns. Þegar ég var spurður álits þá gat ég bara sagt að það væri ótrúlegt að þær hefðu kynjað forstjórann sem aldrei var nefndur á nafn eða sett kyn á hann í verkefninu. Þetta er skýrt dæmi um hvernig staðalímyndir okkar eru líklegar til að hefta okkur. Ef þú getur ekki séð sjálfan þig fyrir þér í einhverju starfi þá er leiðin þangað löng. Innan borgarinnar er 8,5% kynbundinn launamismunur og reyna menn að afsaka hann með því að benda á að konur biðja síður um launahækkanir. Ef þetta eru svörin þá er rót vandans væntanlega viðhorfið. Þessi ósýnilegi veggur sem hamlar körlum að fara í umönnunarstörf og konum að verða að leiðtogum. Við verðum að taka upp fræðslu í grunnskólum landsins til þess að reyna að eyða þessum höftum, þannig að allir eigi raunverulega jöfn tækifæri lagalega og félagslega. Fimm ár í röð höfum við verið það land þar sem konur hafa það best. Ísland skorar 80 stig af 100, en eigum við að nema staðar þar? Það á ekki að vera neinn vafi á því að jafnrétti á að vera sjálfsagt! Ég, Aron Ólafsson, stefni í 4.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnar. Eitt af stefnumálum mínum er að setja ríka áherslu á jafnréttismál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það sem gleymist oftar en ekki í umræðunni er að Sjálfstæðisflokkurinn var leiðandi í jafnréttismálum á Íslandi. Sjálfstæðisflokkurinn var í ríkisstjórn 1976 þegar jafnréttislögin voru samþykkt. Fyrsta konan til að gegna borgarstjóraembætti var Auður Auðuns sjálfstæðiskona og fyrsta konan í ráðherrastóli var Ragnhildur Helgadóttir einnig sjálfstæðiskona. Eftir sveitarstjórnarkosningar 2006 voru fimm konur bæjar- eða sveitarstjórar fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Raunin er sú í dag að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki tengdur við þennan málaflokk. Það er mesta furða þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokkur sem staðið hefur vörð um mannréttindi. Það er kominn tími til að Sjálfstæðisflokkurinn komi þessari stefnu sinni betur á framfæri og verði aftur leiðandi afl og beiti sér sem aldrei fyrr fyrir jafnrétti. Jafnrétti verður ekki náð með lögum og reglugerðum einungis heldur þurfum við að útrýma félagslegu hömlunum sem eru allt í kringum okkur. Ég var að vinna að verkefni í stjórnunaráfanga þar sem fjallað var um siðferðislegu spurningarnar sem starfsmenn geta lent í og ein spurningin var hvort starfsmaðurinn ætti að tala við forstjóra stórfyrirtækis sem hann vann hjá. Ég var í hópi með þremur stúlkum sem, án þess að blikka, ákvaðu að forstjórinn væri karlkyns. Þegar ég var spurður álits þá gat ég bara sagt að það væri ótrúlegt að þær hefðu kynjað forstjórann sem aldrei var nefndur á nafn eða sett kyn á hann í verkefninu. Þetta er skýrt dæmi um hvernig staðalímyndir okkar eru líklegar til að hefta okkur. Ef þú getur ekki séð sjálfan þig fyrir þér í einhverju starfi þá er leiðin þangað löng. Innan borgarinnar er 8,5% kynbundinn launamismunur og reyna menn að afsaka hann með því að benda á að konur biðja síður um launahækkanir. Ef þetta eru svörin þá er rót vandans væntanlega viðhorfið. Þessi ósýnilegi veggur sem hamlar körlum að fara í umönnunarstörf og konum að verða að leiðtogum. Við verðum að taka upp fræðslu í grunnskólum landsins til þess að reyna að eyða þessum höftum, þannig að allir eigi raunverulega jöfn tækifæri lagalega og félagslega. Fimm ár í röð höfum við verið það land þar sem konur hafa það best. Ísland skorar 80 stig af 100, en eigum við að nema staðar þar? Það á ekki að vera neinn vafi á því að jafnrétti á að vera sjálfsagt! Ég, Aron Ólafsson, stefni í 4.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnar. Eitt af stefnumálum mínum er að setja ríka áherslu á jafnréttismál.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar