Þarfasta þörfin Björk Vilhelmsdóttir skrifar 12. nóvember 2013 06:00 Í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn minni á Alþingi nýverið um uppbyggingu hjúkrunarrýma í Reykjavík kemur fram sú óhugnanlega staðreynd að innan fárra ára verða hundruð aldraðra Reykvíkinga á biðlista eftir hjúkrunarrými, eftir að hafa fengið samþykkt að þau hafi þörf fyrir slíkt rými með svokölluðu færni- og heilsufarsmati. Árið 2008 var gerð áætlun af þáverandi ríkisstjórn um uppbyggingu hjúkrunarheimila. Áætlunin byggði á biðlistum og samráði við sveitarfélög. Þar var gert ráð fyrir 60 rýma hjúkrunarheimili á Sléttuvegi í Reykjavík sem byggt yrði á árunum 2010–2011. Þá var ráðgerð uppbygging víða á landinu sem og á höfuðborgarsvæðinu. Reykjavíkurborg gerði í framhaldinu samkomulag við Hrafnistu um uppbyggingu þjónustumiðstöðvar á Sléttuvegi og byggingu 100 þjónustuíbúða sem áttu að tengjast hjúkrunarheimilinu, til hagræðingar bæði fyrir íbúa og samfélag.Sléttuvegur á áætlun frá 2008 Allar götur síðan 2008 hefur Reykjavíkurborg gert ráð fyrir hjúkrunarheimilinu á Sléttuvegi, bæði í skipulagi og fyrirhugaðri þjónustu. Ítrekað hefur verið við velferðarráðuneytið og velferðarráðherra að þessi uppbygging fari af stað og síðan verði horft til framtíðar með tilliti til fyrirsjáanlegrar fjölgunar aldraðra. Satt best að segja hafa yfirvöld velferðarmála aðallega verið upptekin af því að uppfylla óskir landsbyggðarinnar, en gleymt höfuðborginni. Þegar Reykjavíkurborg leitaði eftir samkomulagi við ríkið um fjármögnun með svokallaðri leiguleið, var búið að festa allt fé til framtíðar. Reykjavíkurborg hefur lagt fram ýmsar upplýsingar sem sýna hversu þörfin er brýn hér í borginni og eftir áralangt þref var loks skrifað undir viljayfirlýsingu milli velferðarráðherra og borgaryfirvalda sl. vor. Var það afrakstur áralangrar vinnu milli aðila og ljóst að öll sanngirnisrök studdu viðurkenningu ráðuneytisins á brýnni þörf aldraðra borgarbúa. Efast ég um að jafnítarleg þarfagreining hafi átt sér stað fyrir annarri uppbyggingu sem samþykkt hefur verið. Nú segir heilbrigðisráðherra að ekki sé hægt að standa við þessa yfirlýsingu, þar sem ekki hafi verið gert ráð fyrir fjármögnun framkvæmdanna. Það er vandi ríkisins, ekki borgar eða borgarbúa. Við í Reykjavík getum og viljum borga okkar hlut.Heimaþjónustan örugg í Reykjavík Allt frá árinu 2004 hefur borgin verið að þróa samþætta heimaþjónustu og heimahjúkrun. Fyrst í tveimur tilraunaverkefnum, en frá árinu 2009 tók borgin alfarið við heimahjúkrun. Í Reykjavík búa nú hlutfallslega færri aldraðir á hjúkrunarheimilum en í öðrum byggðarlögum. Fækkunin er hagkvæm fyrir samfélagið, en aðallega jákvæð fyrir fólk sem vill vera heima og fær til þess viðeigandi þjónustu. Ástæðan er að sú að fólk getur búið lengur heima í Reykjavík vegna þess hversu örugg heimaþjónustan er og Landspítalinn getur útskrifað Reykvíkinga fyrr heim en aðra af sömu ástæðu. Borgin er því ekki Þrándur í Götu í öldrunarmálum eins og sumir vilja vera láta, heldur þvert á móti Íslandsmeistari í öruggri heimaþjónustu. En þegar fólk vill ekki og getur ekki verið heima þarf það að eiga kost á hjúkrunarvist. Nýjar tölur um fleiri hundruð manns á biðlista í nánustu framtíð eru því ógnvekjandi.47 bíða á hverjum degi Í dag bíða að jafnaði 47 aldraðir á Landspítalanum eftir að meðferð lýkur eftir plássi á hjúkrunarheimili. Sá fjöldi vex með fjölgun aldraðra og á meðan ekki eru önnur hjúkrunarúrræði til staðar. Í þessum mánuði bætast að vísu við 40 ný hjúkrunarrými á Vífilsstöðum, og er það afar jákvætt. En þau rými munu aðeins létta af álaginu í 1–2 ár að mati sérfræðinga. Það tekur 2-3 ár að byggja hjúkrunarheimili. Við getum því ekki beðið og þurfum strax að byrja á Sléttuvegi. Önnur uppbygging kemur síðan í kjölfarið á grundvelli ítarlegrar og faglegrar þarfagreiningar og mun þá og þannig mæta fjölgun aldraðra. Reykjavíkurborg, aldraðir Reykvíkingar og aðstandendur þeirra geta ekki beðið eftir að hefja framkvæmdir og það er orðið tímabært að byrja á því hjúkrunarheimili sem ríkið hefur haft í sínum áætlunum frá árinu 2008. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn minni á Alþingi nýverið um uppbyggingu hjúkrunarrýma í Reykjavík kemur fram sú óhugnanlega staðreynd að innan fárra ára verða hundruð aldraðra Reykvíkinga á biðlista eftir hjúkrunarrými, eftir að hafa fengið samþykkt að þau hafi þörf fyrir slíkt rými með svokölluðu færni- og heilsufarsmati. Árið 2008 var gerð áætlun af þáverandi ríkisstjórn um uppbyggingu hjúkrunarheimila. Áætlunin byggði á biðlistum og samráði við sveitarfélög. Þar var gert ráð fyrir 60 rýma hjúkrunarheimili á Sléttuvegi í Reykjavík sem byggt yrði á árunum 2010–2011. Þá var ráðgerð uppbygging víða á landinu sem og á höfuðborgarsvæðinu. Reykjavíkurborg gerði í framhaldinu samkomulag við Hrafnistu um uppbyggingu þjónustumiðstöðvar á Sléttuvegi og byggingu 100 þjónustuíbúða sem áttu að tengjast hjúkrunarheimilinu, til hagræðingar bæði fyrir íbúa og samfélag.Sléttuvegur á áætlun frá 2008 Allar götur síðan 2008 hefur Reykjavíkurborg gert ráð fyrir hjúkrunarheimilinu á Sléttuvegi, bæði í skipulagi og fyrirhugaðri þjónustu. Ítrekað hefur verið við velferðarráðuneytið og velferðarráðherra að þessi uppbygging fari af stað og síðan verði horft til framtíðar með tilliti til fyrirsjáanlegrar fjölgunar aldraðra. Satt best að segja hafa yfirvöld velferðarmála aðallega verið upptekin af því að uppfylla óskir landsbyggðarinnar, en gleymt höfuðborginni. Þegar Reykjavíkurborg leitaði eftir samkomulagi við ríkið um fjármögnun með svokallaðri leiguleið, var búið að festa allt fé til framtíðar. Reykjavíkurborg hefur lagt fram ýmsar upplýsingar sem sýna hversu þörfin er brýn hér í borginni og eftir áralangt þref var loks skrifað undir viljayfirlýsingu milli velferðarráðherra og borgaryfirvalda sl. vor. Var það afrakstur áralangrar vinnu milli aðila og ljóst að öll sanngirnisrök studdu viðurkenningu ráðuneytisins á brýnni þörf aldraðra borgarbúa. Efast ég um að jafnítarleg þarfagreining hafi átt sér stað fyrir annarri uppbyggingu sem samþykkt hefur verið. Nú segir heilbrigðisráðherra að ekki sé hægt að standa við þessa yfirlýsingu, þar sem ekki hafi verið gert ráð fyrir fjármögnun framkvæmdanna. Það er vandi ríkisins, ekki borgar eða borgarbúa. Við í Reykjavík getum og viljum borga okkar hlut.Heimaþjónustan örugg í Reykjavík Allt frá árinu 2004 hefur borgin verið að þróa samþætta heimaþjónustu og heimahjúkrun. Fyrst í tveimur tilraunaverkefnum, en frá árinu 2009 tók borgin alfarið við heimahjúkrun. Í Reykjavík búa nú hlutfallslega færri aldraðir á hjúkrunarheimilum en í öðrum byggðarlögum. Fækkunin er hagkvæm fyrir samfélagið, en aðallega jákvæð fyrir fólk sem vill vera heima og fær til þess viðeigandi þjónustu. Ástæðan er að sú að fólk getur búið lengur heima í Reykjavík vegna þess hversu örugg heimaþjónustan er og Landspítalinn getur útskrifað Reykvíkinga fyrr heim en aðra af sömu ástæðu. Borgin er því ekki Þrándur í Götu í öldrunarmálum eins og sumir vilja vera láta, heldur þvert á móti Íslandsmeistari í öruggri heimaþjónustu. En þegar fólk vill ekki og getur ekki verið heima þarf það að eiga kost á hjúkrunarvist. Nýjar tölur um fleiri hundruð manns á biðlista í nánustu framtíð eru því ógnvekjandi.47 bíða á hverjum degi Í dag bíða að jafnaði 47 aldraðir á Landspítalanum eftir að meðferð lýkur eftir plássi á hjúkrunarheimili. Sá fjöldi vex með fjölgun aldraðra og á meðan ekki eru önnur hjúkrunarúrræði til staðar. Í þessum mánuði bætast að vísu við 40 ný hjúkrunarrými á Vífilsstöðum, og er það afar jákvætt. En þau rými munu aðeins létta af álaginu í 1–2 ár að mati sérfræðinga. Það tekur 2-3 ár að byggja hjúkrunarheimili. Við getum því ekki beðið og þurfum strax að byrja á Sléttuvegi. Önnur uppbygging kemur síðan í kjölfarið á grundvelli ítarlegrar og faglegrar þarfagreiningar og mun þá og þannig mæta fjölgun aldraðra. Reykjavíkurborg, aldraðir Reykvíkingar og aðstandendur þeirra geta ekki beðið eftir að hefja framkvæmdir og það er orðið tímabært að byrja á því hjúkrunarheimili sem ríkið hefur haft í sínum áætlunum frá árinu 2008.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun