Samkeppni er ekki niðurgreidd Brynjar Smári Rúnarsson skrifar 9. nóvember 2013 06:00 Þann 28. október síðastliðinn birti Fréttablaðið á forsíðu frétt, sem unnin var upp úr ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar um úttekt á bókhaldslegum aðskilnaði og kostnaðarbókhaldi Íslandspósts, sem birt var fyrir rúmum tveimur mánuðum síðan. Í umfjöllun blaðsins var m.a. rætt við Hannes Hannesson, framkvæmdastjóra Póstdreifingar, sem dreifir Fréttablaðinu og er alfarið í eigu 365 miðla, útgáfufélags Fréttablaðsins. Þar kemur fram að framkvæmdastjórinn telur að alþjónusta Íslandspósts greiði niður samkeppnishlutann í dreifikerfi fyrirtækisins og að Íslandspóstur sé í ríkisrekinni samkeppni við einkaaðila. Um langt skeið hefur svo borið við, að komið hafa athugasemdir við þá kostnaðargreiningu, sem Íslandspósti ber að vinna eftir, en niðurstaða hennar sýnir reiknaða afkomu sundurliðaða niður á afkomu einkaréttar, afkomu samkeppnisrekstrar innan alþjónustu og afkomu samkeppnisrekstrar utan alþjónustu. Í sumum tilvikum byggja þessar athugasemdir á misskilningi, en í öðrum tilvikum virðist vera um hreina rangfærslu að ræða, sem beinlínis er ætlað að ala á tortryggni varðandi verðlagningu á skylduþjónustu Íslandspósts. Hlutverk Íslandspósts er ekki flókið. Fyrirtækið hefur einkarétt á dreifingu áritaðra bréfa, sem eru 50 g og léttari, en á móti hefur fyrirtækið svokallaða alþjónustuskyldu. Hún felst í því að Íslandspósti ber að dreifa um allt land bréfum og pökkum allt að 20 kg, sem falla utan einkaréttardreifingar Íslandspósts, óháð því hvort hagnaður eða tap er af þeirri þjónustu. Hingað til hafa samkeppnisaðilar ekki séð sér hag í því að sinna þessari þjónustu nema að litlu leyti og þá aðeins á þeim svæðum þar sem hagnaðarvon er. Verulegur viðbótarkostnaður fylgir þessari skyldu sem hvílir á Íslandspósti. Samkeppnishluti póstþjónustunnar ber þannig kostnað við dreifingu, sem skylt er að sinna en eðlilegar rekstrarlegar forsendur eru ekki fyrir. Þeim kostnaði þarf hagnaður af einkarétti að standa undir, enda er það væntanlega tilgangur einkaréttarins. Falli einkaréttur ríkisins niður þarf ríkisvaldið að finna nýja tekjuöflunarleið til þess að standa straum af þeim kostnaði, sem lögboðin alþjónusta í póstdreifingu felur í sér.Engin dæmi um beina niðurgreiðslu Íslandspóstur er ekki í ríkisrekinni samkeppni eins og framkvæmdastjóri Póstdreifingar heldur fram í forsíðufréttinni. Íslandspóstur er rekinn á einkaréttarlegum grunni fyrir sjálfsaflafé eins og Póstdreifing, en hefur einnig þá skyldu að halda uppi þjónustu um allt land, líka þar sem aðrir sjá sér ekki hag í að sinna henni. Þá skyldu tekur Íslandspóstur alvarlega eins og aðrar skyldur við eigendur sína, almenning í landinu, sem gera þá kröfu að fyrirtækið sé vel rekið og veiti góða þjónustu. Íslandspóstur vinnur nú sem fyrr að því að auka gegnsæi í kostnaðargreiningu svo auðveldara sé að glöggva sig á staðfærslu kostnaðar, en rétt er að taka fram að í áðurnefndri ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar er áréttað að ekki hafi komið fram neitt dæmi um „beina niðurgreiðslu einkaréttar á kostnaði vegna samkeppnisrekstrar“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Þann 28. október síðastliðinn birti Fréttablaðið á forsíðu frétt, sem unnin var upp úr ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar um úttekt á bókhaldslegum aðskilnaði og kostnaðarbókhaldi Íslandspósts, sem birt var fyrir rúmum tveimur mánuðum síðan. Í umfjöllun blaðsins var m.a. rætt við Hannes Hannesson, framkvæmdastjóra Póstdreifingar, sem dreifir Fréttablaðinu og er alfarið í eigu 365 miðla, útgáfufélags Fréttablaðsins. Þar kemur fram að framkvæmdastjórinn telur að alþjónusta Íslandspósts greiði niður samkeppnishlutann í dreifikerfi fyrirtækisins og að Íslandspóstur sé í ríkisrekinni samkeppni við einkaaðila. Um langt skeið hefur svo borið við, að komið hafa athugasemdir við þá kostnaðargreiningu, sem Íslandspósti ber að vinna eftir, en niðurstaða hennar sýnir reiknaða afkomu sundurliðaða niður á afkomu einkaréttar, afkomu samkeppnisrekstrar innan alþjónustu og afkomu samkeppnisrekstrar utan alþjónustu. Í sumum tilvikum byggja þessar athugasemdir á misskilningi, en í öðrum tilvikum virðist vera um hreina rangfærslu að ræða, sem beinlínis er ætlað að ala á tortryggni varðandi verðlagningu á skylduþjónustu Íslandspósts. Hlutverk Íslandspósts er ekki flókið. Fyrirtækið hefur einkarétt á dreifingu áritaðra bréfa, sem eru 50 g og léttari, en á móti hefur fyrirtækið svokallaða alþjónustuskyldu. Hún felst í því að Íslandspósti ber að dreifa um allt land bréfum og pökkum allt að 20 kg, sem falla utan einkaréttardreifingar Íslandspósts, óháð því hvort hagnaður eða tap er af þeirri þjónustu. Hingað til hafa samkeppnisaðilar ekki séð sér hag í því að sinna þessari þjónustu nema að litlu leyti og þá aðeins á þeim svæðum þar sem hagnaðarvon er. Verulegur viðbótarkostnaður fylgir þessari skyldu sem hvílir á Íslandspósti. Samkeppnishluti póstþjónustunnar ber þannig kostnað við dreifingu, sem skylt er að sinna en eðlilegar rekstrarlegar forsendur eru ekki fyrir. Þeim kostnaði þarf hagnaður af einkarétti að standa undir, enda er það væntanlega tilgangur einkaréttarins. Falli einkaréttur ríkisins niður þarf ríkisvaldið að finna nýja tekjuöflunarleið til þess að standa straum af þeim kostnaði, sem lögboðin alþjónusta í póstdreifingu felur í sér.Engin dæmi um beina niðurgreiðslu Íslandspóstur er ekki í ríkisrekinni samkeppni eins og framkvæmdastjóri Póstdreifingar heldur fram í forsíðufréttinni. Íslandspóstur er rekinn á einkaréttarlegum grunni fyrir sjálfsaflafé eins og Póstdreifing, en hefur einnig þá skyldu að halda uppi þjónustu um allt land, líka þar sem aðrir sjá sér ekki hag í að sinna henni. Þá skyldu tekur Íslandspóstur alvarlega eins og aðrar skyldur við eigendur sína, almenning í landinu, sem gera þá kröfu að fyrirtækið sé vel rekið og veiti góða þjónustu. Íslandspóstur vinnur nú sem fyrr að því að auka gegnsæi í kostnaðargreiningu svo auðveldara sé að glöggva sig á staðfærslu kostnaðar, en rétt er að taka fram að í áðurnefndri ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar er áréttað að ekki hafi komið fram neitt dæmi um „beina niðurgreiðslu einkaréttar á kostnaði vegna samkeppnisrekstrar“.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun