Kosningar um breytingar á stjórnarskránni eins árs Andrés Magnússon skrifar 7. nóvember 2013 06:00 Það sem er talið ráða úrslitum varðandi velgengni þjóða er hversu hratt og fumlaust samfélagið getur brugðist við breyttum aðstæðum. Forngrikkir sköruðu fram úr á fjöldamörgum sviðum, þeir voru sífellt að þreifa fyrir sér varðandi lýðræðið og voru óhræddir við að breyta lýðræðisskipulaginu og færa það til betri vegar. Þegar þeir sáu að fulltrúalýðræðið hafði alvarlega annmarka, t.d. að ráðandi öflum í samfélaginu tókst að stjórna hverjir yrðu kosnir, eða ná tangarhaldi á kjörnum fulltrúum á annan hátt, hikuðu þeir ekki við að breyta stjórnskipulaginu til þess að bregðast við þeim vanda. Í dag hafa 9% Íslendinga tiltrú á Alþingi. Skoðanakannanir hafa endurtekið sýnt að mikill meirihluti þjóðarinnar hefur verið á móti kvótakerfinu en sá þjóðarvilji hefur verið blokkeraður á Alþingi áratugum saman. Þjóðin hefur á tilfinningunni að fulltrúarnir vinni fyrir flokkinn sinn og hagsmunaöflin sem komu þeim á þing. Það getur varla talist eðlilegt að stjórnmálaflokkarnir og þingmenn setji sjálfum sér leikreglurnar. Því var nýverið reynt að bregðast við þverrandi tiltrú almennings á íslensku lýðræði með almennum kosningum til stjórnlagaþings. Niðurstöðurnar urðu að færa ætti meiri völd frá stjórnmálaflokkum til fólksins, í flestum tilfellum lýðræðisumbætur sem þegar hafa verið gerðar í nágrannalöndunum, eins og rétt á þjóðaratkvæðagreiðslum, rétt á að velja sína þingmenn á kjörseðli o.s.frv. Auk þess sem stjórnlagaráðið var einróma í þessum umbótum þá var einnig mikill meirihluti fyrir þessum umbótum í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir réttu ári síðan. Nú er að sjá hvort kjörnir fulltrúar okkar á Alþingi líti á sig sem verkfæri til þess að koma á vilja þjóðarinnar, eða hvort þeir vilji vinna fyrir einhver önnur öfl.Ný samfélagsleg ógn Mig langar að víkja að öðru atriði varðandi stjórnarskrá sem lítið var rætt á stjórnlagaþinginu en mér er hugleikið. Til eru þeir sem vilja, líkt og Grikkir forðum, vera sveigjanlegir og bregðast við nýrri, óþekktri samfélagslegri ógn með róttækum breytingum á stjórnarskrá. Ísland er í miklum vanda núna, nær allar eignir landsins eru í höndum erlendra aðila, þjóðin að sligast undan vaxtagreiðslum sem ekki sér fram úr, og lánin sem voru tekin til þess að fresta Hruninu eru að komast á gjalddaga og öngvir peningar til. Þeir einu sem eitthvað eiga eru þeir sem urðu ríkir við að búa til Blekkinguna Miklu. Öllum þessum eignum má ná til baka með því að setja eina klausu í stjórnarskrá. Dæmi: Haldið var verndarhendi yfir bönkunum með því að stjórnvöld og fjölmiðlar (í eigu bankamanna) leyndu fyrir almenningi hversu illa bankarnir stóðu, þess vegna gátu bankarnir fengið fólk, fyrirtæki og lífeyrissjóði til þess að veðja á móti sér að krónan myndi styrkjast. Mörg hundruð milljarðar fóru yfir í vasa fjárplógsmanna, nóg til þess að byggja tug hátæknispítala. Þessu fé má ná tilbaka með því að setja 99% eignarskatt á það fé sem græddist við krónuveðmál. Ef það stríðir gegn lögum þá má setja ný lög; ef þau lög stríða gegn stjórnarskrá þá má breyta henni. Ef þetta myndi t.d. stranda á hinu sérkennilega séríslenska stjórnarskrárákvæði að eignarréttur sé heilagur, þá má einfaldlega fella það ákvæði úr stjórnarskrá. Gífurlegur arður var greiddur úr fjármálafyrirtækjum sem engin innistæða var fyrir, meira en allur kostnaður við tækjakaup Landspítalans til 100 ára. Þessu fé má öllu ná til baka með lagasetningu. Þá segir kannske einhver; það er ekki hægt að setja afturvirk lög (sem reyndar stendur hvergi). Þá getur meirihluti almennings ákveðið að setja í stjórnarskrá: „Setja má afturvirk lög.“ Svo einfalt er það. Fólk er búið að gleyma því að lýðræði þýðir bara eitt; meirihlutinn ræður, ekkert annað; meirihluti almennings ræður einnig öllum greinum stjórnarskrár. Spurningin er því ekki hvort það sé hægt að ná til baka þeim Bólugróða sem ennþá er í landinu (þar með talið í þrotabúum bankanna) heldur hvort það sé rétt að fara í slíkar óhefðbundnar aðgerðir með beinar tilvísanir í atburði líðandi stundar í stjórnarskrá. Það hvort fólki finnst það vera rétt fer eftir því hversu mikið áfall fólk telur Bóluna/Hrunið vera, fjárhagslegt og siðferðilegt; var það bara hundsbit sem við náum að læra af og rétta úr kútnum, eða var það varanleg und nema leiðrétt sé? Forngrikkirnir hefðu ekki verið lengi að hugsa sig um hvað gera skyldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Það sem er talið ráða úrslitum varðandi velgengni þjóða er hversu hratt og fumlaust samfélagið getur brugðist við breyttum aðstæðum. Forngrikkir sköruðu fram úr á fjöldamörgum sviðum, þeir voru sífellt að þreifa fyrir sér varðandi lýðræðið og voru óhræddir við að breyta lýðræðisskipulaginu og færa það til betri vegar. Þegar þeir sáu að fulltrúalýðræðið hafði alvarlega annmarka, t.d. að ráðandi öflum í samfélaginu tókst að stjórna hverjir yrðu kosnir, eða ná tangarhaldi á kjörnum fulltrúum á annan hátt, hikuðu þeir ekki við að breyta stjórnskipulaginu til þess að bregðast við þeim vanda. Í dag hafa 9% Íslendinga tiltrú á Alþingi. Skoðanakannanir hafa endurtekið sýnt að mikill meirihluti þjóðarinnar hefur verið á móti kvótakerfinu en sá þjóðarvilji hefur verið blokkeraður á Alþingi áratugum saman. Þjóðin hefur á tilfinningunni að fulltrúarnir vinni fyrir flokkinn sinn og hagsmunaöflin sem komu þeim á þing. Það getur varla talist eðlilegt að stjórnmálaflokkarnir og þingmenn setji sjálfum sér leikreglurnar. Því var nýverið reynt að bregðast við þverrandi tiltrú almennings á íslensku lýðræði með almennum kosningum til stjórnlagaþings. Niðurstöðurnar urðu að færa ætti meiri völd frá stjórnmálaflokkum til fólksins, í flestum tilfellum lýðræðisumbætur sem þegar hafa verið gerðar í nágrannalöndunum, eins og rétt á þjóðaratkvæðagreiðslum, rétt á að velja sína þingmenn á kjörseðli o.s.frv. Auk þess sem stjórnlagaráðið var einróma í þessum umbótum þá var einnig mikill meirihluti fyrir þessum umbótum í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir réttu ári síðan. Nú er að sjá hvort kjörnir fulltrúar okkar á Alþingi líti á sig sem verkfæri til þess að koma á vilja þjóðarinnar, eða hvort þeir vilji vinna fyrir einhver önnur öfl.Ný samfélagsleg ógn Mig langar að víkja að öðru atriði varðandi stjórnarskrá sem lítið var rætt á stjórnlagaþinginu en mér er hugleikið. Til eru þeir sem vilja, líkt og Grikkir forðum, vera sveigjanlegir og bregðast við nýrri, óþekktri samfélagslegri ógn með róttækum breytingum á stjórnarskrá. Ísland er í miklum vanda núna, nær allar eignir landsins eru í höndum erlendra aðila, þjóðin að sligast undan vaxtagreiðslum sem ekki sér fram úr, og lánin sem voru tekin til þess að fresta Hruninu eru að komast á gjalddaga og öngvir peningar til. Þeir einu sem eitthvað eiga eru þeir sem urðu ríkir við að búa til Blekkinguna Miklu. Öllum þessum eignum má ná til baka með því að setja eina klausu í stjórnarskrá. Dæmi: Haldið var verndarhendi yfir bönkunum með því að stjórnvöld og fjölmiðlar (í eigu bankamanna) leyndu fyrir almenningi hversu illa bankarnir stóðu, þess vegna gátu bankarnir fengið fólk, fyrirtæki og lífeyrissjóði til þess að veðja á móti sér að krónan myndi styrkjast. Mörg hundruð milljarðar fóru yfir í vasa fjárplógsmanna, nóg til þess að byggja tug hátæknispítala. Þessu fé má ná tilbaka með því að setja 99% eignarskatt á það fé sem græddist við krónuveðmál. Ef það stríðir gegn lögum þá má setja ný lög; ef þau lög stríða gegn stjórnarskrá þá má breyta henni. Ef þetta myndi t.d. stranda á hinu sérkennilega séríslenska stjórnarskrárákvæði að eignarréttur sé heilagur, þá má einfaldlega fella það ákvæði úr stjórnarskrá. Gífurlegur arður var greiddur úr fjármálafyrirtækjum sem engin innistæða var fyrir, meira en allur kostnaður við tækjakaup Landspítalans til 100 ára. Þessu fé má öllu ná til baka með lagasetningu. Þá segir kannske einhver; það er ekki hægt að setja afturvirk lög (sem reyndar stendur hvergi). Þá getur meirihluti almennings ákveðið að setja í stjórnarskrá: „Setja má afturvirk lög.“ Svo einfalt er það. Fólk er búið að gleyma því að lýðræði þýðir bara eitt; meirihlutinn ræður, ekkert annað; meirihluti almennings ræður einnig öllum greinum stjórnarskrár. Spurningin er því ekki hvort það sé hægt að ná til baka þeim Bólugróða sem ennþá er í landinu (þar með talið í þrotabúum bankanna) heldur hvort það sé rétt að fara í slíkar óhefðbundnar aðgerðir með beinar tilvísanir í atburði líðandi stundar í stjórnarskrá. Það hvort fólki finnst það vera rétt fer eftir því hversu mikið áfall fólk telur Bóluna/Hrunið vera, fjárhagslegt og siðferðilegt; var það bara hundsbit sem við náum að læra af og rétta úr kútnum, eða var það varanleg und nema leiðrétt sé? Forngrikkirnir hefðu ekki verið lengi að hugsa sig um hvað gera skyldi.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar