Lækkum iðgjöld í lífeyrissjóð og bætum kjör án verðbólgu Benedikt Sigurðarson skrifar 6. nóvember 2013 06:00 Frá Hruni hefur verulegur fjöldi fólks glímt við versnandi kjör, lægri laun og atvinnuleysi en umfram allt hefur greiðslubyrði af húsnæði – bæði lán og leiga – rokið upp fyrir velsæmismörkin. Hækkun vöruverðs, eldneytis og matvæla linnir ekki, séreignarsparnaðurinn (120 milljarðar) týndur í hít fjármálakerfisins sem aldrei virðist fá nóg og opinberir aðilar hækka allar gjaldskrár umfram verðbólguna. Verðbólgan æðir áfram og lán skuldsetts almennings bólgna út. Því er þörf á að bæta kjör allra og eftirspurn er eftir því að allir aðilar stilli hækkunum í hóf. Enginn vafi er á að einstakar atvinnugreinar hafa efni á að bæta kjör starfsmanna sinna verulega. Sjávarútvegurinn t.d. blómstrar og ein einasta fjölskylda tekur til sín hagnað sem nemur 16 milljörðum á ári – samt grenja fulltrúar LÍÚ af frekjunni bólgnir. Ferðaþjónustan vex og vex – með fallinni krónu – en virðist því miður ekki skila nærri öllum vextinum í hinu opinbera hagkerfi. Skylduiðgjald í lífeyrissjóði landsmanna er 15,5% og boðað að það verði 18% og jafnvel 20% áður en langt líður. Slíkur skattur á launafólkið er auðvitað ekki ásættanlegur. Því miður er hugmyndafræði söfnunar- og ávöxtunarlífeyrissjóðs með iðgjaldagreiðslum allsendis ósjálfbær og sennilega bókstaflega galin frá upphafi. Þótt hugmyndin gangi stærðfræðilega upp – með síhækkandi iðgjöldum – þá er ávöxtunarhugmyndin með verðtryggðum 3,5% + viðmiðun í engu samræmi við höktandi og veikburða hagvöxt í íslenska efnahagskerfinu. Ekkert atvinnulíf stendur undir verðtryggðri ávöxtun í þessum mæli – allra síst skuldsett atvinnulíf með handstýrðum okurvöxtum. Langstæður ósiður hefur verið hérlendis að kostnaðarauka vegna launahækkana sé skilað beint út í verð vöru og þjónustu – jafnvel umfram og áður en kostnaðurinn kemur fram. Af því skýrist viðvarandi og óð verðbólga, sem einungis hefur verið misjafnlega hraðfara – alltaf samt óviðráðanleg. Þess vegna má ekki koma til þess að gerður verði kjarasamningur með almennum og einföldum launahækkunum, sem velt er beint út í verðlag og verðtryggða okurvexti. Stökkbreytingarhrina á lánum hinna skuldsettu mun þá í enn meiri mæli en áður flytja frá þeim fjármuni – og til hinna fáu sem graðga til sín auð og hagsmuni með braski og spillingu. Lífeyrissjóðir með skylduaðild taka til sín allt að 140 milljarða á ári og boðað er að sá skerfur verði 170-200 milljarðar á skömmum tíma. Samt blasir það við að ekki er mögulegt að ávaxta þessa fjármuni innanlands með viðunandi hætti – og auðvitað ekki mögulegt að geyma þá heldur. Gjaldeyrishöftin koma í veg fyrir að unnt sé að færa þessa fjármuni úr landi – því betur – enda ekki nein augljós eða áhættulítil ávöxtunartækifæri á alþjóðlegum pappírsmörkuðum. Þótt gjaldeyrishöftin yrðu afnumin á fáeinum mánuðum (eftir samninga við kröfuhafa bankanna) þá mun gjaldeyrisbúskapur landsins engan veginn standa undir útstreymi fjármuna lífeyrissjóðanna næstu 5-8 ár a.m.k. Áframhaldandi og hækkandi skylduaðildargjöld í lífeyrissjóðina hlaða því upp vanda sem ekki sér fyrir endann á. Einfaldaður framreikningur, sem speglar þenslu lífeyrissjóðanna, sýnir fram á að kannski svo snemma sem árið 2027 verða allar peningalegar eignir í samfélaginu mögulega komnar í eigu lífeyrissjóðanna. Slíkt mundi framkalla nýtt hrun áður en svo langt verður gengið.Stokkum upp lífeyrissjóðakerfið Hér þarf því alveg nýja nálgun: Við verðum að tryggja að ekki komi til almenns kostnaðarauka í atvinnurekstri vegna launahækkana sem leiða einungis til að það herði á hringekju verðbólgunnar. Við getum hins vegar stokkað upp lífeyrissjóðakerfið. Lokað núverandi sjóðum, lækkað skylduaðildargjald í lífeyrissjóðina niður í 5-8% af launaveltu. Tekið upp nýjan gegnumstreymissjóð – EINN LÍFEYRISSJÓÐ FYRIR ALLA LANDSMENN, sem greiðir öllum sama grunnlífeyri m.v. staðfest lágmarksframfærsluviðmið. Almennir launamenn gætu valið um það hvort þeir taka út meira eða minna af þeim 10-15% sem sparast í lífeyrisgreiðslum sem bein laun eða sem séreignarsparnað og njóta þá á móti tiltekins skattalegs hagræðis. Ríkið ætti að „kaupa“ (ekki þjóðnýta) núverandi lífeyrissjóði og greiða fyrir þá með því að tryggja öllum áunnin og sanngjarnlega endurmetin réttindi í núverandi sjóðum. Ríkið getur skalað niður núverandi sjóðsöfnun og greitt upp óhagstæðustu innlendu lánin og jafnframt glímt við að ná niður erlendum skuldum með samningum við erlenda lánardrottna. Er ekki einfalt að koma þessu á dagskrá? Svarið er því miður sennilega neitandi. Hagsmunaverðir úr stjórnum lífeyrissjóðanna – með net sín inn í alla forystu stéttarfélaganna og atvinnurekenda – munu berjast eins og ljón við að koma í veg fyrir að allar slíkar lausnir verði ræddar. Vegna þess einfaldlega að þeir munu missa við þetta þá valdapósta og hagsmuni sem þeir taka beint til sín sjálfir í formi áhrifa og ríkulegra launa. Dettur annars einhverjum í hug að láta forstjóra lífeyrissjóðanna ráða því hvort brýn hugmynd af þessu tagi fæst rædd við gerð þeirra kjarasamninga sem framundan eru? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Frá Hruni hefur verulegur fjöldi fólks glímt við versnandi kjör, lægri laun og atvinnuleysi en umfram allt hefur greiðslubyrði af húsnæði – bæði lán og leiga – rokið upp fyrir velsæmismörkin. Hækkun vöruverðs, eldneytis og matvæla linnir ekki, séreignarsparnaðurinn (120 milljarðar) týndur í hít fjármálakerfisins sem aldrei virðist fá nóg og opinberir aðilar hækka allar gjaldskrár umfram verðbólguna. Verðbólgan æðir áfram og lán skuldsetts almennings bólgna út. Því er þörf á að bæta kjör allra og eftirspurn er eftir því að allir aðilar stilli hækkunum í hóf. Enginn vafi er á að einstakar atvinnugreinar hafa efni á að bæta kjör starfsmanna sinna verulega. Sjávarútvegurinn t.d. blómstrar og ein einasta fjölskylda tekur til sín hagnað sem nemur 16 milljörðum á ári – samt grenja fulltrúar LÍÚ af frekjunni bólgnir. Ferðaþjónustan vex og vex – með fallinni krónu – en virðist því miður ekki skila nærri öllum vextinum í hinu opinbera hagkerfi. Skylduiðgjald í lífeyrissjóði landsmanna er 15,5% og boðað að það verði 18% og jafnvel 20% áður en langt líður. Slíkur skattur á launafólkið er auðvitað ekki ásættanlegur. Því miður er hugmyndafræði söfnunar- og ávöxtunarlífeyrissjóðs með iðgjaldagreiðslum allsendis ósjálfbær og sennilega bókstaflega galin frá upphafi. Þótt hugmyndin gangi stærðfræðilega upp – með síhækkandi iðgjöldum – þá er ávöxtunarhugmyndin með verðtryggðum 3,5% + viðmiðun í engu samræmi við höktandi og veikburða hagvöxt í íslenska efnahagskerfinu. Ekkert atvinnulíf stendur undir verðtryggðri ávöxtun í þessum mæli – allra síst skuldsett atvinnulíf með handstýrðum okurvöxtum. Langstæður ósiður hefur verið hérlendis að kostnaðarauka vegna launahækkana sé skilað beint út í verð vöru og þjónustu – jafnvel umfram og áður en kostnaðurinn kemur fram. Af því skýrist viðvarandi og óð verðbólga, sem einungis hefur verið misjafnlega hraðfara – alltaf samt óviðráðanleg. Þess vegna má ekki koma til þess að gerður verði kjarasamningur með almennum og einföldum launahækkunum, sem velt er beint út í verðlag og verðtryggða okurvexti. Stökkbreytingarhrina á lánum hinna skuldsettu mun þá í enn meiri mæli en áður flytja frá þeim fjármuni – og til hinna fáu sem graðga til sín auð og hagsmuni með braski og spillingu. Lífeyrissjóðir með skylduaðild taka til sín allt að 140 milljarða á ári og boðað er að sá skerfur verði 170-200 milljarðar á skömmum tíma. Samt blasir það við að ekki er mögulegt að ávaxta þessa fjármuni innanlands með viðunandi hætti – og auðvitað ekki mögulegt að geyma þá heldur. Gjaldeyrishöftin koma í veg fyrir að unnt sé að færa þessa fjármuni úr landi – því betur – enda ekki nein augljós eða áhættulítil ávöxtunartækifæri á alþjóðlegum pappírsmörkuðum. Þótt gjaldeyrishöftin yrðu afnumin á fáeinum mánuðum (eftir samninga við kröfuhafa bankanna) þá mun gjaldeyrisbúskapur landsins engan veginn standa undir útstreymi fjármuna lífeyrissjóðanna næstu 5-8 ár a.m.k. Áframhaldandi og hækkandi skylduaðildargjöld í lífeyrissjóðina hlaða því upp vanda sem ekki sér fyrir endann á. Einfaldaður framreikningur, sem speglar þenslu lífeyrissjóðanna, sýnir fram á að kannski svo snemma sem árið 2027 verða allar peningalegar eignir í samfélaginu mögulega komnar í eigu lífeyrissjóðanna. Slíkt mundi framkalla nýtt hrun áður en svo langt verður gengið.Stokkum upp lífeyrissjóðakerfið Hér þarf því alveg nýja nálgun: Við verðum að tryggja að ekki komi til almenns kostnaðarauka í atvinnurekstri vegna launahækkana sem leiða einungis til að það herði á hringekju verðbólgunnar. Við getum hins vegar stokkað upp lífeyrissjóðakerfið. Lokað núverandi sjóðum, lækkað skylduaðildargjald í lífeyrissjóðina niður í 5-8% af launaveltu. Tekið upp nýjan gegnumstreymissjóð – EINN LÍFEYRISSJÓÐ FYRIR ALLA LANDSMENN, sem greiðir öllum sama grunnlífeyri m.v. staðfest lágmarksframfærsluviðmið. Almennir launamenn gætu valið um það hvort þeir taka út meira eða minna af þeim 10-15% sem sparast í lífeyrisgreiðslum sem bein laun eða sem séreignarsparnað og njóta þá á móti tiltekins skattalegs hagræðis. Ríkið ætti að „kaupa“ (ekki þjóðnýta) núverandi lífeyrissjóði og greiða fyrir þá með því að tryggja öllum áunnin og sanngjarnlega endurmetin réttindi í núverandi sjóðum. Ríkið getur skalað niður núverandi sjóðsöfnun og greitt upp óhagstæðustu innlendu lánin og jafnframt glímt við að ná niður erlendum skuldum með samningum við erlenda lánardrottna. Er ekki einfalt að koma þessu á dagskrá? Svarið er því miður sennilega neitandi. Hagsmunaverðir úr stjórnum lífeyrissjóðanna – með net sín inn í alla forystu stéttarfélaganna og atvinnurekenda – munu berjast eins og ljón við að koma í veg fyrir að allar slíkar lausnir verði ræddar. Vegna þess einfaldlega að þeir munu missa við þetta þá valdapósta og hagsmuni sem þeir taka beint til sín sjálfir í formi áhrifa og ríkulegra launa. Dettur annars einhverjum í hug að láta forstjóra lífeyrissjóðanna ráða því hvort brýn hugmynd af þessu tagi fæst rædd við gerð þeirra kjarasamninga sem framundan eru?
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun