Breytt nálgun – betri þjónusta Áslaug María Friðriksdóttir skrifar 31. október 2013 06:00 Vinstri menn á Íslandi eru leynt og ljóst á móti því að gera sjálfstæðum aðilum kleift að taka að sér rekstur grunnþjónustu. Rök þeirra eru m.a. þau að slíkt fyrirkomulag leiði til mismunandi þjónustu, þar sem hinir efnameiri fái meira en þeir efnaminni. Þrátt fyrir þau mótrök, að þannig fái allir betri þjónustu, er lítil hreyfing á málinu. Staðan í Reykjavík er þessi: Mikill skortur er á þjónustu fyrir fatlaða, aldraða og aðra sem þurfa á aðstoð að halda. Þrátt fyrir að það sé lögbundin skylda sveitarfélagsins að veita þjónustuna eru biðlistar því miður staðreynd. Þjónustuþörf í Reykjavík vex mjög hratt. Hér búa margir sem þurfa á hjálp að halda og öldruðum á eftir að fjölga gríðarlega á næstu áratugum. Því er ljóst að við verðum að skoða vandlega hvernig við nálgumst það verkefni að veita mannsæmandi lögbundna grunnþjónustu. Hagsmunasamtök eru gagnrýnin á viðhorf borgarinnar eins og þau birtast í reglum um stuðningsþjónustu. Gagnrýnin felst í því að reglurnar samrýmist ekki nútíma hugmyndafræði og verulega skorti á að lögð sé áhersla á sjálfstætt líf og sjálfsákvörðunarrétt fólks. Enn sé leitað í hópalausnir, stofnanahugsun sé ríkjandi, miðstýring óþarflega mikil og áhersla á jafnræði komi í veg fyrir einstaklingsmiðaða þjónustu.Góð reynsla Góð reynsla er af sjálfstæðum rekstri grunnþjónustu annars staðar í heiminum, til dæmis í Svíþjóð. Þar þótti mikil ástæða til þess að leyfa fólki að njóta þeirra kosta sem sjálfstæðari og sveigjanlegri þjónustueiningar hafa upp á að bjóða. Einkarekstri í grunnþjónustu hefur verið tekið fagnandi bæði í skóla- og heilbrigðiskerfinu. Fé fylgir þörf og þeir sem reka þjónustueiningar geta ekki valið sér viðskiptavini heldur velur viðskiptavinurinn þjónustuaðilann. Þannig má koma í veg fyrir að þeim efnameiri standi annað til boða en þeim efnaminni hvað grunnþjónustuna varðar. Með einmitt þessari breyttu nálgun gátu Svíar bætt afköst í heilbrigðiskerfinu og breytt nálgun í skólakerfinu skilaði betri námsárangri nemenda. Í þessari umræðu ber mikið á því að hræðsla er við að láta „hvern sem er“ reka þjónustu. Með skýrum kröfum og skilyrðum sem rekstraraðilar, hverjir sem það eru, verða að uppfylla og fylgja má tryggja gæði. Mjög mikilvægt er að skilgreina þessar kröfur. Að sama skapi verðum við að gera okkur grein fyrir því að þessi gæði eru engan veginn tryggð þó að opinberir aðilar sjái um þjónustuna eins og nú er og svo margir vilja halda. Eitt stærsta verkefni Reykjavíkurborgar næstu ár er að takast á við breytingar á samfélaginu. Því miður hefur meirihlutinn í Reykjavík verið áhugalaus um að taka rekstur og útfærslu grunnþjónustunnar í Reykjavík til gagngerrar skoðunar. Engu að síður eru mörg teikn um að slíkt sé óhjákvæmilegt til þess að hægt verði að veita lögbundna þjónustu í næstu framtíð og mæta fyrirsjáanlegri aukinni þörf. Í því skyni er full ástæða til að líta til velferðarsamfélaganna annars staðar á Norðurlöndum. Við eigum að nýta það sem vel hefur gefist til þess að bæta þjónustuna en láta ekki rakalausar kreddur standa í vegi fyrir eðlilegum og nauðsynlegum umbótum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Sjá meira
Vinstri menn á Íslandi eru leynt og ljóst á móti því að gera sjálfstæðum aðilum kleift að taka að sér rekstur grunnþjónustu. Rök þeirra eru m.a. þau að slíkt fyrirkomulag leiði til mismunandi þjónustu, þar sem hinir efnameiri fái meira en þeir efnaminni. Þrátt fyrir þau mótrök, að þannig fái allir betri þjónustu, er lítil hreyfing á málinu. Staðan í Reykjavík er þessi: Mikill skortur er á þjónustu fyrir fatlaða, aldraða og aðra sem þurfa á aðstoð að halda. Þrátt fyrir að það sé lögbundin skylda sveitarfélagsins að veita þjónustuna eru biðlistar því miður staðreynd. Þjónustuþörf í Reykjavík vex mjög hratt. Hér búa margir sem þurfa á hjálp að halda og öldruðum á eftir að fjölga gríðarlega á næstu áratugum. Því er ljóst að við verðum að skoða vandlega hvernig við nálgumst það verkefni að veita mannsæmandi lögbundna grunnþjónustu. Hagsmunasamtök eru gagnrýnin á viðhorf borgarinnar eins og þau birtast í reglum um stuðningsþjónustu. Gagnrýnin felst í því að reglurnar samrýmist ekki nútíma hugmyndafræði og verulega skorti á að lögð sé áhersla á sjálfstætt líf og sjálfsákvörðunarrétt fólks. Enn sé leitað í hópalausnir, stofnanahugsun sé ríkjandi, miðstýring óþarflega mikil og áhersla á jafnræði komi í veg fyrir einstaklingsmiðaða þjónustu.Góð reynsla Góð reynsla er af sjálfstæðum rekstri grunnþjónustu annars staðar í heiminum, til dæmis í Svíþjóð. Þar þótti mikil ástæða til þess að leyfa fólki að njóta þeirra kosta sem sjálfstæðari og sveigjanlegri þjónustueiningar hafa upp á að bjóða. Einkarekstri í grunnþjónustu hefur verið tekið fagnandi bæði í skóla- og heilbrigðiskerfinu. Fé fylgir þörf og þeir sem reka þjónustueiningar geta ekki valið sér viðskiptavini heldur velur viðskiptavinurinn þjónustuaðilann. Þannig má koma í veg fyrir að þeim efnameiri standi annað til boða en þeim efnaminni hvað grunnþjónustuna varðar. Með einmitt þessari breyttu nálgun gátu Svíar bætt afköst í heilbrigðiskerfinu og breytt nálgun í skólakerfinu skilaði betri námsárangri nemenda. Í þessari umræðu ber mikið á því að hræðsla er við að láta „hvern sem er“ reka þjónustu. Með skýrum kröfum og skilyrðum sem rekstraraðilar, hverjir sem það eru, verða að uppfylla og fylgja má tryggja gæði. Mjög mikilvægt er að skilgreina þessar kröfur. Að sama skapi verðum við að gera okkur grein fyrir því að þessi gæði eru engan veginn tryggð þó að opinberir aðilar sjái um þjónustuna eins og nú er og svo margir vilja halda. Eitt stærsta verkefni Reykjavíkurborgar næstu ár er að takast á við breytingar á samfélaginu. Því miður hefur meirihlutinn í Reykjavík verið áhugalaus um að taka rekstur og útfærslu grunnþjónustunnar í Reykjavík til gagngerrar skoðunar. Engu að síður eru mörg teikn um að slíkt sé óhjákvæmilegt til þess að hægt verði að veita lögbundna þjónustu í næstu framtíð og mæta fyrirsjáanlegri aukinni þörf. Í því skyni er full ástæða til að líta til velferðarsamfélaganna annars staðar á Norðurlöndum. Við eigum að nýta það sem vel hefur gefist til þess að bæta þjónustuna en láta ekki rakalausar kreddur standa í vegi fyrir eðlilegum og nauðsynlegum umbótum.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun