Eru skapandi greinar réttlausar? Ari Edwald skrifar 26. október 2013 06:00 Að undanförnu hefur talsvert verið rætt um mikilvægi lista og skapandi greina í íslensku efnahagslífi, aðallega í tengslum við niðurskurð fyrirhugaðra fjárveitinga til Kvikmyndasjóðs. Aukin vitund er um efnahagslega þýðingu þessara greina fyrir samfélagið, ekki síst eftir að ítarleg kortlagning benti til að velta skapandi greina hefði verið um 190 milljarðar króna árið 2009, og hærri en margra annarra mikilvægra greina, svo sem byggingariðnaðar og landbúnaðar. Ársstörf talin um tíu þúsund. Þessi kortlagning er þó aðeins að reyna að meta efnahagslegt vægi þess sem við getum kallað innlenda framleiðslu og nálgast matið meðal annars út frá skattskyldri veltu. Hér á landi er umfangsmikil verslun og þjónusta með erlend hugverk sem veitir mörgum atvinnu, t.d. stór hluti af starfsemi sjónvarpsstöðva og kvikmyndahúsa. Þá blasir við að hér á landi fer fram umfangsmikil ólögleg starfsemi, sem grefur undan löglegri starfsemi, sem veitir atvinnu, greiðir skatta og skyldur og rís undir margvíslegum kröfum samfélagsins um þýðingar, hljóðsetningu, vernd ungmenna o.s.frv.Samfélagslegir hagsmunir Hér eru gríðarlegir samfélagslegir hagsmunir í húfi. Mikilvæg atvinnugrein fær ekki þrifist ef hún nýtur ekki réttarverndar á borð við aðrar. Íslensk tunga og menning eru í húfi ef kynslóðir vaxa upp fyrst og fremst við ótextað erlent efni. Og ríkissjóður verður af miklum tekjum, hvort sem efni er stolið án nokkurrar greiðslu, eða útlendum efnisveitum er greitt fyrir þjónustu sem er ólögleg hér á landi og sem stendur ekki skil á neinu gagnvart íslensku samfélagi. Netflix er dæmi um þjónustu sem ekki er boðin löglega hér á landi, eins og þeir komast strax að sem reyna að skrá sig beint frá Íslandi. Þrátt fyrir það eru dæmi um að hérlendir lögaðilar hvetji almenning til að finna hjáleiðir til að svindla á skatti og rétthöfum. Íslensk stjórnvöld hafa fram til þessa sýnt ótrúlegan sofandahátt gagnvart þeim vandamálum sem hér eru á ferðinni, þótt margt bendi til að þjófnaður á höfundarréttarvörðum hugverkum og ólögleg dreifing á þeim, sé um þessar mundir umfangsmesti vettvangur efnahagsbrota í íslensku samfélagi. Fyrir utan allan annan skaða. Nýlega sóttu t.d. fulltrúar saksóknara og lögregluembætta frá öllum Norðurlöndum öðrum en Íslandi, ráðstefnu um vernd hugverka í Hörpunni. Áhuga- og framtaksleysi íslenskra refsivörsluaðila er skandall.Hugarfarsvandi Þegar undirritaður hóf störf í stjórnarráðinu fyrir um aldarfjórðungi síðan, þótti ekki tiltökumál þótt ólöglegan hugbúnað væri að finna á tölvum ríkisins. Það hefur sem betur fer breyst. Hugarfarsvandinn varðandi þjófnað á hugverkum almennt virðist þó jafnvel enn djúpstæðari í dag en áður var með tölvuhugbúnaðinn. Lögreglustjóri eða skólastjóri sem staðnir yrðu að umfangsmiklu búðarhnupli myndu örugglega þurfa að segja af sér embætti. En hvað myndi gerast ef þeir yrðu uppvísir að enn umfangsmeira hnupli á talsettum bíómyndum í netheimum? Eins og ýmsir listamenn hafa bent á að undanförnu, er enginn eðlismunur á því að stela sköpunarverkum þeirra í netheimum og því t.d. að stela málverkum af veggjum heimila. Hvort tveggja er afbrot. Stjórnmálamenn geta rifist um það hvort ríkisstyrkur til kvikmyndagerðar eða annarra skapandi greina verði meiri eða minni á þessu kjörtímabili en því síðasta. En það er alveg öruggt að það skiptir engu máli ef framleiðsluvörurnar eru réttlausar. Ef hver sem er getur stolið sköpunarverkunum án þess að nokkrum vörnum verði við komið. Þá líður framleiðslan undir lok og allt heilbrigt atvinnulíf á þessu sviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur talsvert verið rætt um mikilvægi lista og skapandi greina í íslensku efnahagslífi, aðallega í tengslum við niðurskurð fyrirhugaðra fjárveitinga til Kvikmyndasjóðs. Aukin vitund er um efnahagslega þýðingu þessara greina fyrir samfélagið, ekki síst eftir að ítarleg kortlagning benti til að velta skapandi greina hefði verið um 190 milljarðar króna árið 2009, og hærri en margra annarra mikilvægra greina, svo sem byggingariðnaðar og landbúnaðar. Ársstörf talin um tíu þúsund. Þessi kortlagning er þó aðeins að reyna að meta efnahagslegt vægi þess sem við getum kallað innlenda framleiðslu og nálgast matið meðal annars út frá skattskyldri veltu. Hér á landi er umfangsmikil verslun og þjónusta með erlend hugverk sem veitir mörgum atvinnu, t.d. stór hluti af starfsemi sjónvarpsstöðva og kvikmyndahúsa. Þá blasir við að hér á landi fer fram umfangsmikil ólögleg starfsemi, sem grefur undan löglegri starfsemi, sem veitir atvinnu, greiðir skatta og skyldur og rís undir margvíslegum kröfum samfélagsins um þýðingar, hljóðsetningu, vernd ungmenna o.s.frv.Samfélagslegir hagsmunir Hér eru gríðarlegir samfélagslegir hagsmunir í húfi. Mikilvæg atvinnugrein fær ekki þrifist ef hún nýtur ekki réttarverndar á borð við aðrar. Íslensk tunga og menning eru í húfi ef kynslóðir vaxa upp fyrst og fremst við ótextað erlent efni. Og ríkissjóður verður af miklum tekjum, hvort sem efni er stolið án nokkurrar greiðslu, eða útlendum efnisveitum er greitt fyrir þjónustu sem er ólögleg hér á landi og sem stendur ekki skil á neinu gagnvart íslensku samfélagi. Netflix er dæmi um þjónustu sem ekki er boðin löglega hér á landi, eins og þeir komast strax að sem reyna að skrá sig beint frá Íslandi. Þrátt fyrir það eru dæmi um að hérlendir lögaðilar hvetji almenning til að finna hjáleiðir til að svindla á skatti og rétthöfum. Íslensk stjórnvöld hafa fram til þessa sýnt ótrúlegan sofandahátt gagnvart þeim vandamálum sem hér eru á ferðinni, þótt margt bendi til að þjófnaður á höfundarréttarvörðum hugverkum og ólögleg dreifing á þeim, sé um þessar mundir umfangsmesti vettvangur efnahagsbrota í íslensku samfélagi. Fyrir utan allan annan skaða. Nýlega sóttu t.d. fulltrúar saksóknara og lögregluembætta frá öllum Norðurlöndum öðrum en Íslandi, ráðstefnu um vernd hugverka í Hörpunni. Áhuga- og framtaksleysi íslenskra refsivörsluaðila er skandall.Hugarfarsvandi Þegar undirritaður hóf störf í stjórnarráðinu fyrir um aldarfjórðungi síðan, þótti ekki tiltökumál þótt ólöglegan hugbúnað væri að finna á tölvum ríkisins. Það hefur sem betur fer breyst. Hugarfarsvandinn varðandi þjófnað á hugverkum almennt virðist þó jafnvel enn djúpstæðari í dag en áður var með tölvuhugbúnaðinn. Lögreglustjóri eða skólastjóri sem staðnir yrðu að umfangsmiklu búðarhnupli myndu örugglega þurfa að segja af sér embætti. En hvað myndi gerast ef þeir yrðu uppvísir að enn umfangsmeira hnupli á talsettum bíómyndum í netheimum? Eins og ýmsir listamenn hafa bent á að undanförnu, er enginn eðlismunur á því að stela sköpunarverkum þeirra í netheimum og því t.d. að stela málverkum af veggjum heimila. Hvort tveggja er afbrot. Stjórnmálamenn geta rifist um það hvort ríkisstyrkur til kvikmyndagerðar eða annarra skapandi greina verði meiri eða minni á þessu kjörtímabili en því síðasta. En það er alveg öruggt að það skiptir engu máli ef framleiðsluvörurnar eru réttlausar. Ef hver sem er getur stolið sköpunarverkunum án þess að nokkrum vörnum verði við komið. Þá líður framleiðslan undir lok og allt heilbrigt atvinnulíf á þessu sviði.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun